Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 8
380 LÆKNABLAÐIÐ Table I. The treatment of angitia pectoris according to several textbook authors. Author Year Treatment Heberden 1802 Alcohol Corvisart 1812 Nil Hope 1832 Opium Stokes 1853 Alcohol, ether, chloroform, opium Austin Flint 1859 Opium, alcohol, ammonia Osler 1892 Nitrites, iodine, Krehl 1901 same Mackenzie 1908 Nitrates, alcohol. White 1946 Nitrates, alcohol, xanthines Friedberg 1956 same Cecil Loeb 1959 Nitrates - 1963 Antithyroid drugs, iodine *) - 1967 Propranolol surgery - 1971 Coronary bypass surgery Braunwald 1980 Anticoagulants PTCA Cecil 1988 Calcium antagonists Stein 1987 Aspirin Harrison 1988 No change Kelley 1990 - Hurst 1990 - Harrison 1991 - *) Since 1963 only new modalities are listed. í jafnvægi og þriggja lyfja meðferð allalgeng (22%). Flestir sjúklingar, sem sendir eru til hjartaþræðingar, hafa verið stundaðir að minnsta kosti um tíma af hjartalæknum. Óvíst er því hvort þessi könnun endurspeglar meðferðarvenjur annarra lækna. Hins vegar má telja að mjög stórum hluta sjúklinga með hjartakveisu sé vísað til hjartalækna þótt þeir komi ekki til þræðingar. Einnig má ætla að meðferðarvenjur sérfræðinga hafi allsterk áhrif út fyrir hóp þeirra. Sölutölur sýna svipaða þróun með öðrum hætti. Sala betablokka, annarra en sótalols, fer minnkandi, einkum metóprólols, en sala kalsíumblokka, einkum diltíazems fer vaxandi síðustu tvö árin. Skýringin á vaxandi gengi sótalols er vafalaust fólgin í áhrifum þess á takttruflanir umfram aðra betablokka. Athygli vekur að sala nítróglýceríns tungurótartaflna fer minnkandi. Gæti það endurspeglað minnkandi algengi hjartakveisu á Islandi þar sem flestir sjúklingar með sjúkdómseinkennið nota tungurótartöflur. Hins vegar hefur notkun langvirks mónónítrats (Imdur) aukist á kostnað annarra langvirkra nítrata. Sömuleiðis hefur aukist sala nítróglýcerínplásturs, sem er dýr og hefur sem slíkur hæpinn ávinning. Svo virðist sem hjartaþræðingar séu algengari á Islandi en í nágrannalöndum okkar á meginlandi Evrópu. Við erum einnig í fremstu röð Evrópuþjóða hvað varðar græðlings- og útvíkkunaraðgerðir á kransæðum. Fjöldi græðlingsaðgerða væri í raun hinn hæsti í Evrópu ef taldar væru með aðgerðir breskra lækna á íslendingum, sem voru 35 árið 1991. Búist er við að um 280 græðlingsaðgerðir verði gerðar á Landspítalanum á þessu ári (1100 á milljón íbúa). Sömuleiðis fjölgar útvíkkunaraðgerðum hratt hérlendis og má búast við að fjöldi þeirra fari yfir 200 á þessu ári. Engin furða væri þótt eitthvað drægi úr algengi hjartakveisu þegar nærri 500 sjúklingar gangast undir einhvers konar kransæðaaðgerðir árlega. Hinn mikli fjöldi kransæðaaðgerða á Islendingum stafar meðal annars af tveimur ástæðum, góðu aðgengi hjartasjúklinga að sérfræðiþekkingu og ákvæðum í tryggingalögum sem veita sjúklingum rétt til vistunar á sjúkrahúsi erlendis án endurgjalds, ef brýna nauðsyn ber til og aðstöðu skortir hér á landi. Hið síðarnefnda stuðlaði vafalaust að mikilli fjölgun kransæðaaðgerða á Islendingum snemma á síðasta áratug. Til gamans má rifja upp hvernig meðferðarvenjur læknisfræðinnar við hjartaöng hafa þróast (tafla 1). í Vestur-Evrópu er það venjulega haft fyrir satt að Heberden hafi fyrstur lýst hjartaöng svo að ekki hafi síðan verið um bætt (5). í meðferðarskyni mælti Heberden með alkóhóli. Taflan sýnir úrræði nokkurra helstu kennslubókarhöfunda eftir daga Heberdens. Auk alkóhóls er ópíum snemma nefnt til sögu, einnig svæfingarlyf, ammóníak og joð. Osler nefnir nítröt í bók sinni sem kom út árið 1892. Betablokkar koma til sögunnar á sjöunda áratugnum, kalsíumblokkar og aspirín á þeim áttunda. Græðlingsaðgerðir náðu útbreiðslu um og eftir 1970 en útvíkkunaraðgerðir á kransæðum 10 árum síðar. Vitað er að íslenskir lækna hafa tekið fljótt við meðferðarnýjungum að minnsta kosti síðustu áratugina. í stuttu máli má segja að læknismeðferð við hjartakveisu sé virk og nútímaleg á Islandi. Astæða er til að ætla að hún eigi þátt í góðum árangri Islendinga í glímunni við kransæðasjúkdóm. SUMMARY The drug treatment of angina pectoris was investigated in a sample of 150 patients undergoing coronary angiography in the years 1983, 1988 and

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.