Læknablaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ
399
aðeins einu sinni og einungis um 5%
koma fimm sinnum eða oftar (mynd
5). Niðurstöðurnar eru sambærilegar
við niðurstöður úr könnuninni hjá
Borgarspítalanum 1983-1985 (9), þar komu
sjúklingamir að meðaltali í 1,4 skipti, en
1,8 skipti í okkar rannsókn. Meginþorri
sjúklinganna kom aðeins einu sinni á árinu
og einungis lítið brot eru síkomusjúklingar.
Það er því alls ekki verið að sinna þröngum
hópi síkomusjúklinga.
Tæpur helmingur samskiptanna eða 46%
fór fram um helgar. Samskipti áfengis-
og vímuefnasjúklinga við göngudeild
áfengisdeildar alla virka daga milli kl 8 og
16 teljast ekki með eins og fyrr greinir. Þetta
skekkir vafalaust eitthvað myndina, en þó
virðist sem sjúklingar og aðstandendur þeirra
gefi sér frekar tóm til að leita aðstoðar utan
venjulegs vinnutíma og þá sérstaklega um
helgar.
Dreifing samskiptanna yfir mánuðina er
nokkuð jöfn, en áberandi flestir koma
í desember og á aðal sumarleyfistíma
landsmanna í júlí og ágúst. Fæstir koma
í febrúar. Afengisvandamálin og þá
væntanlega áfengisneyslan virðast meiri
þegar flestir eiga frí frá störfum í jóla- og
sumarleyfum. Velta má fyrir sér hvort streita
og lífsgæðakapphlaupið, sem kemst í hámark
fyrir jólin, eigi einhvern þátt í þessu.
Langflestir eða 67% leita beint án tilvísunar
annarra. Þetta er hærra hlutfall en fyrri
rannsóknir sýna á bráðaþjónustu geðdeilda
Landspítala og Borgarspítala (8) árið
1983 sem þá var 30% og á bráðaþjónustu
geðdeildar Borgarspítalans (9) á árabilinu
1983-1985 sem var 25%. Ekki er nein
sjáanleg breyting á skipulagi sem skýrt getur
þennan mikla mun. Nokkuð lægra hlutfall
kom að tilvísan ættingja eða 9,3% miðað við
árið 1983, en þá voru það 14% og árin 1983-
1985 17%.
Það er mjög athyglisvert að aðeins tæpur
fimmtungur eða 19% koma að tilvísun læknis.
Flestir koma að tilvísun vaktlækna eða 9%,
geðlæknar vísa 5% en aðeins 3% koma að
tilvísan heimilislækna.
Umhugsunarvert er hve heimilislæknar
vísa fáum. Þetta er enn athyglisverðara
þegar litið er til þess hve marga sjúklinga
heimilislæknar sjá. Samtals vísa heimilis- og
vaktlæknar 12%, sem er lægri tala en fyrri
rannsóknir sýna (8,9). I rannsókninni 1983
vísuðu sömu aðilar 17% sjúklinga og er það
svipað og kom í ljós við athugun Tómasar
Zoéga (37) á samskiptum við geðlækni á
stofu á árabilinu 1982-1989, en sú könnun
leiddi í ljós að aðeins 16% komu fyrir
tilvísun heimilislæknis, rúmlega helmingur
kom án tilvísunar og 28% fyrir tilvísun
sérfræðinga. Þá má og til samanburðar geta
þess að í rannsókn Lim (7) á bráðaþjónustu
Maudsley sjúkrahússins í London kom í ljós
að heimilislæknar og almennir læknar vísuðu
30% og að 42% komu án nokkurrar tilvísunar.
A Islandi leita geðsjúklingar greinilega mest
beint til geðlækna á stofu án milligöngu
heimilislækna og hið sama gildir um komur
til bráðaþjónustu. Hve aðgangur er greiður að
bráðaþjónustunni gæti verið ein aðalskýringin
á því hve margir leita beint án milligöngu
tilvísunaraðila.
Áfengissýki er lang algengasta
sjúkdómsgreiningin eða í 52% tilfella. Hlutfall
áfengissjúklinga er margfalt hærra en í fyrri
könnunum (tafla VIII) (8,9). í töflu VIII
eru bornar saman sjúkdómsgreiningar fyrri
íslenskra rannsókna og nokkurra erlendra.
I fyrri rannsóknunum er hlutfall þeirra sem
hafa geðhvarfasjúkdóm mun hærra og allt
upp í tvöfalt hærra. Hlutfall þeirra sem koma
vegna taugaveiklunar er margfalt hærra í fyrri
rannsóknum. Hlutfall geðklofasjúklinga og
sjúklinga með persónuleikagalla er svipað.
Það sem sker sig úr er hið háa hlutfall (62%)
áfengis- og vímuefnasjúklinga og lágt hlutfall
þeirra sem þjást af taugaveiklun.
Af þeim sem leituðu eftir bráðþjónustu
voru 22% lagðir inn bráðainnlögn ýmist á
gæsludeild, geðdeild eða áfengisdeild. Af
áfengis- og vímuefnasjúklingum voru 14%
lagðir inn og 34% annarra geðsjúklinga.
Tafla IX. Hlutfall samskipta og innlagna í heild,
hjá áfengis- og vímuefnasjúklingum og hjá öðrum
geðsjúklingum. Sjúklingum er skipt eftir kyni.
Samskipti Innlagnir
Karlar % Konur % Karlar % Konur %
Allir . 67,4 32,6 56,6 43,4
Áfengis- og vímuefnasjúklingar . . 74,8 25,2 69,6 30,4
Aðrir geðsjúklingar .. . 55,6 44,4 48,0 52,0