Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 28
400 LÆKNABLAÐIÐ Þetta sýnir ljóslega hve alvarlega veikir þeir geðsjúklingar eru sem leituðu til bráðaþjónustunnar þar sem ríflega þriðji hver þarfnaðist bráðainnlagnar á geðdeild. I rannsókninni árið 1983 (8) voru 24% lagðir inn á geðdeild og 7% á gæsludeild. Erfitt er að bera þessar tölur saman vegna þess hve samsetning hópanna er ólík varðandi sjúkdómsgreiningar. Ef ekki er tekið tillit til áfengis- og vímuefnasjúklinga þá eru jafnmargir lagðir inn og áður, eða þriðjungur. Ymsar rannsóknir hafa sýnt að meiri líkur eru til þess að karlar leggist inn en konur í kjölfar komu á bráðþjónustu (21,22). Eins og sjá má af töflu IX voru innlagnir karla og kvenna í réttu hlutfalli við þann fjölda af hvoru kyni sem leitaði til bráðaþjónustunnar. Af þeim sem lagðir voru inn voru 57% karlar og 43% konur. Innlagnir á áfengisdeild voru 70% karlar og 30% konur, sem er sama kynjahlutfall og í þeim hópi sem leitaði vegna áfengis- og vímuefnavanda (tafla II). I hópi þeirra sem voru lagðir inn á geðdeild og gæsludeild var hlutfallið nánast jafnt 52% konur og 48% karlar og í fullu samræmi við það, að kynjaskipting var nánast jöfn í hópi geðsjúklinga, annarra en áfengis- og vímuefnasjúklinga. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna ótvírætt vaxandi notkun á bráðaþjónustu fyrir geðsjúklinga. Hlutfall áfengis- og vímuefnasjúklinga hefur vaxið hratt síðustu árin. Flestir koma aðeins í eitt skipti á árinu, tiltölulega lítill hópur kemur oftar og síkomusjúklingar, sem koma fimm sinnum eða oftar, eru sárafáir eða um 5% af heildinni (mynd 5). Rúmlega fimmtungur þarfnaðist bráðainnlagnar á gæsludeild, geðdeild eða áfengisdeild. Rúmlega þriðjungur þeirra, sem haldnir eru geðsjúkdómum öðrum en áfengis- og vímuefnasýki, voru lagðir inn og sjöundi hluti áfengis- og vímuefnasiúklinga var lagður inn. Niðurstöður rannsóknarinnar styrkja þá skoðun, að bráðaþjónusta geðdeildar Landspítalans sé mikilvægur hlekkur í geðheilbrigðisþjónustunni. Þótt rúmur þriðjungur geðsjúklinga, annarra en áfengis- og vímuefnasjúklinga, hafi verið lagður inn á geðdeild og sjöundi hver áfengis- og vímuefnasjúklinga inn á áfengisdeild, er lítill vafi á að þjónustan hefur komið í veg fyrir enn fleiri innlagnir, með því að hægt hefur verið að bregðast strax við kvörtunum og einkennum sjúklinganna. Til þess að geta haldið þessari starfsemi áfram með viðunandi hætti ber brýna nauðsyn til að auka mannafla geðdeildarinnar og koma á heimaþjónustu. I bráðaþjónustunni eru þeir greindir sem eru í yfirvofandi hættu vegna geðsjúkdóms, þannig að tækifæri gefst til að veita viðeigandi meðferð í tíma og beita forvörnum þar sem við á. SUMMARY Emergency psychiatric service at the National University Hospital, Reykjavík, Iceland in the year 1989. There is a steady increase in the number of patients using the Emergency psychiatric services in Reykjavík. This is especiallý true for patients having alcohol or drug problems. The ratio of those patients has increased from beeing 25% in 1983, about 41% in 1983-1985 up to 62% in current study. Most patients only come once but in this study we look at 712 individuals coming 1298 times, so average number of visits per patient is 1.8. Only 5% of patients came five times or more. The Emergency psychiatric service is always open and 67% of patients are self referred. More than one fifth of the total patients’ population coming are admitted. If patients with alcohol or drug problems are excluded more than one third of the patients was admitted directly and one seventh of the patients with alcohol or drug problems. This clearly indicates how seriously ill the patients coming to the Emergency psychiatric service are. HEIMILDIR 1. Bassuk EL, Winter R, Apsler R. Cross-cultural comparison of British and American psychiatric emergencies. Am J Psychiatry 1983; 140; 180-3. 2. Adserballe H. Psykiatri pá skadestuen. Ugeskr Læger 1969; 131: 798-803. 3. Nielsen B, Petersen P, Benjaminsen S. Sygdomsmönster, visitation og behandling pá psykiatrisk skadestue. Ugeskr Læger 1987; 149: 2881-5. 4. Ellison JM. Hughes DH, White KA. An emergency psychiatry update. Hosp Comm Psychiatry 1989; 40: 250-60. 5. Brothwood J. The work of a psychiatric emergency clinic. Br J Psychiatry 1965; 111: 631-4. 6. Mindham RHS, Kelleher MJ, Birley JLT. A psychiatric casualty department. Lancet 1973; 1: 1169-71. 7. Lim MH. A psychiatric emergency clinic: A study of attendances over six months. Br J Psychiatry 1983; 143: 460-6. 8. Skúlason S, Zoega T, Pétursson H. Psychiatric emergency clinics in Iceland 1983. Nord Psykiatr Tidsskr 1985: 39: 247-52.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.