Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 16
388 LÆKNABLAÐIÐ bömum (52%) og loft í kviðarholi utan garna fannst hjá sjö (29%), en það er merki um garnarof. Sýklarannsóknir: Sýni til bakteríuræktunar voru tekin við greiningu á sjúkdómnum hjá 21 barni (91%), blóð, saur, hálsstrok, mænuvökvi, þvag eða annað, samtals 52 sýni. Bakteríuvöxtur af einhverju tagi fannst í 15 sýnum frá sjö sjúklingum (sjá töflur I og II) og þar af ræktaðist fleiri en ein bakteríutegund úr fjórum sýnum frá þremur sjúklingum. Frá börnunum átta, sem voru á deild með öðrum sjúklingi með þarmadrepsbólgu þegar þau veiktust, hafði verið tekið 21 sýni af ýmsu tagi. Þau voru öll neikvæð, nema eitt úr barkaslöngu og eitt úr augnslímu. Ur báðum ræktaðist storkuhvata-neikvæður Staphylococcus. Meðferð: Þrettán börn fengu eingöngu lyfjameðferð og af þeim læknuðust 12 af þarmadrepsbólgunni. Þrettánda barnið varð fárveikt eftir að meðferð var hafin og dó innan sólarhrings. Lyfjameðferðin fólst í því að sýklalyf og næring voru gefin í æð, slanga var höfð í maga og um slönguna var magainnihald sogað upp á tveggja til fjögurra stunda fresti. Jafnframt var sjúklingurinn hafður í einangrun. Skurðaðgerðir vegna þarmadrepsbólgu voru gerðar hjá sjö börnum. í sex tilvikum var Tafla I. Tegundir sýna, sem tekin voru til bakteríurœktunar. Sýni Neikvætt Jákvætt Blóö ... 21 18 3 Saur ... 10 6 4 Hálsstrok ... 7 3 4 Barkaslöngusýni.... ... 7 4 3 Þvag ... 4 3 1 Mænuvökvi ... 3 3 0 Samtals 52 37 15 um rof á görn að ræða, ýmist í neðsta hluta mjógirnis eða í efri hluta ristils. Hjá fimm barnanna var garnahluti fjarlægður, en hjá því sjötta voru skemmdir svo útbreiddar, að fjarlæging garnahluta kont ekki til greina og barnið dó eftir langan og erfiðan sjúkdómsferil. Hjá sjöunda barninu hafði þarmadrepsbólgan læknast, en þrengsli síðan myndast í ristli og af þeim sökum var ristilhluti fjarlægður. Vefjabreytingar í skurðsýnunum voru dæmigerðar fyrir þarmadrepsbólgu og fólust í drepi, garnarofi, bólgu, blæðingum, sármyndun og útvilsun bólguvökva. Loftblöðrur í garnarvegg fundust einungis í einu tilviki (myndir 10-11). Hjá þremur börnum greindist sjúkdómurinn ekki fyrr en við krufningu og þau dóu því án sérstakrar meðferðar við þarmadrepsbólgu. Lifun: Sextán barnanna (70%) lifðu sjúkdóminn af en sjö (30%) dóu. Þar af dóu þrjú af þeim fimm sem veiktust á fyrstu tíu árunum (1976-1985) og var dánartíðni því 60% á því tímabili. Dánaraldur þeirra var 12- 14 dagar. Eitt var með alvarlegan vanskapnað (meningomyelocele og hydrocephalus) og annað var örburi (530 grömm), sem gerð var hjá skurðaðgerð til að loka fósturslagæð skömmu áður en barnið veiktist. Hjá þriðja barninu fannst bióðsegi í efri hengisslagæð og hefur hann án efa verið einn af orsakaþáttum sjúkdómsins. Öll dóu þessi börn af völdum þarmadrepsbólgu, en sjúkdómurinn greindist þó ekki fyrr en við krufningu. Síðustu sex árin dóu hins vegar aðeins fjögur böm, eða 22% þeirra sem höfðu fengið sjúkdóminn meðan á faraldrinum stóð. Dánaraldur þessara barna var frá fjórum dögum til fjögurra mánaða. Þrjú af börnunum Tafla II. Bcikteríur þœr sem rœktuðusl úr hinum mismunandi tegundum sýna. Fleiri en ein bakteríutegund rœktaðist úr fjórum sýnanna. Barka- Háls- slöngu- Önnur Blóð Saur strok sýni sýni Staphylococcus coagulase negative 2 4 3 2 1 Streptococcus viridarts Clostridium perfringerts 1 1 3 1 E. coli 1 Klebsiella species Streptococcus hemolyticus gr. B 1 1

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.