Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 26
398 LÆKNABLAÐIÐ Tafla VIII. Samanburður á bandarískri, breskum og íslenskum rannsóknum. Boston Bristol London ísland ísland ísland 1978 1978 1978-79 1983 1983-85 1989 Bassuk (1) Lim (7) Skúlason (8) Pálsson S (9) Þessi könnun Karlar .... 33,0% 55,0% 49,0% 47,0% 46,0% 67,4% Konur .... 67,0% 45,0% 50,0% 52,0% 54,0% 32,6% Meðalaldur .... 31 36 36 38 37,9 39,6 Staðalfrávik (SD) .... 14 17 13 15 16,4 12,8 Greiningar: Geðhvörf 17,1% 22,3% 11,3% Geðklofi 12,8% 7,0% 8,7% Geðhvörf og geðklofi .... 16,0% 20,0% 24,5% 29,9% 29,3% 20,0% Taugaveiklun .... 45,0% 39,0% 38,2% 34,0% 13,1% 6,8% Áfengis- og vímuefnasýki 10,2% 25,0% 40,7% 61,7% Persónuleikatruflanir .... 14,0% 22,0% 15,6% 3,8% 3,6% 6,0% Önnur geðraen vandamál 3,3% 3,3% 5,9% 5,5% en konur 33%. í öðrum rannsóknum hefur komið fram hvoru tveggja marktækt hærra hlutfall kvenna (1) og marktækt hærrra hlutfall karla (2,3,11-16). í þessari athugun vekur athygli hve stór hluti sjúklinga kom vegna áfengis- og vímuefnavandamála eða 62% (tafla V). Það er langtum hærra hlutfall en fyrri rannsóknir sýna, innlendar (8,9) og erlendar (1,3,7,10,11,16) (tafla VIII). Niðurstöður íslensku rannsóknanna tveggja (8,9) voru á þann veg að árið 1983 leitaði fjórðungur eða 25% til bráðaþjónustunnar vegna áfengis- og vímuefnavanda og á árabilinu 1983-1985 var talan 41% eða fjórir af hverjum tíu. Þessar rannsóknarniðurstöður sýna ótvíræða fjölgun áfengis- og vímuefnasjúklinga, sem leita aðstoðar bráðaþjónustu geðdeildar Landspítalans. Niðurstöðurnar spegla vel þá aukningu á neyslu áfengis og öðrum vímugjöfum, sem orðið hefur í þjóðfélaginu á síðustu árum og þá um leið á áfengis- og vímuefnavandanum (33-35). Jafnframt hefur orðið mikil aukning á meðferðarúrræðum. Ef til vill gefa þessar niðurstöður til kynna að sjúklingar nýti sér ekki dagþjónustuna sem skyldi. Líklega leita fleiri á bráðaþjónustu geðdeildar Landspítalans en Borgarspítalans vegna áfengis- og vímuefnavandamála, þar sem göngudeild fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga er rekin á geðdeild Landspítalans svo og áfengismeðferðardeild. Þá má ætla að hlutfallslega fleiri komi á geðdeild Borgarspítalans en geðdeild Landspítalans í kjölfar sjálfsvígstilrauna vegna slysadeildarinnar og gæti það skýrt að hluta að tvöfalt hærra hlutfall eða 22% eru haldnir geðhvörfum samkvæmt rannsókn Sigurðar Páls Pálssonar og félaga á bráðaþjónustu geðdeildar Borgarspítalans árin 1983-1985 (9) á móti 11 % í okkar rannsókn. Það hefur lengi verið vel þekkt að meðal áfengissjúklinga er algengi annarra geðsjúkdóma verulega aukið. í könnun Kristins Tómassonar (36) á sjúklingum á áfengisdeildum Landspítalans og SAA að Vogi á árunum 1991 og 1992 kom í ljós, að áfengis- og vímuefnasjúklingarnir voru með ýmsa aðra geðsjúkdóma og vandamál sem tengjast misnotkun. Þannig reyndist um þriðjungur sjúklinganna hafa sögu um verulegt þunglyndi og heldur fleiri hafa sögu um kvíðaköst og fælni. Nærri fjórðungur sjúklinganna greindist með andfélagslegan persónuleika og 5-7% með geðklofa. Það er því líklegt að meginhluti áfengis- og vímuefnasjúklinga, sem leita eftir bráðaþjónustu, eigi einnig við aðra geðsjúkdóma að stríða. Karlar eru marktækt fleiri en konur eða 75% á móti 25% í hópi þeirra sem leita vegna áfengis- og vímuefnavanda (tafla II) og skýrir það hinn mikla kynjamun í okkar rannsókn. Ef litið er á aðra en áfengis- og vímuefnasjúklinga (tafla II) er kynjahlutfallið nánast jafnt eins og í fyrri rannsóknum (8,9 ). Tafla VIII sýnir að meðalaldur og aldursdreifing er sambærileg við niðurstöður fyrri rannsókna (1,7-10,14). Flestir koma

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.