Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 38
410 LÆKNABLAÐIÐ skeifugarnarsár ef sýkillinn er upprættur. Um 25% magasára stafa af öðrum ástæðum en Helicobacter sýkingu. Þar er efst á lista aukaverkun af gigtarlyfjum svo og slæm meðferð á maganum með ertandi mat eða drykk. Hlutverk H. pylori sýkingar í meingerð meltingarónota (dyspepsia) er enn óljós. Þetta er mjög algengur kvilli og er talið að um 40% notkunar magalyfja sé við honum. Orsakir meltingaróþæginda eru margvíslegar og er ljóst að H. pylori sýking getur aðeins skýrt hluta þeirra þar sem aðeins um það bil helmingur þessara sjúklinga hefur sýkilinn. Hlutverk Helicobacter sýkingar í tilurð krabbameins í maga er nú óðum að skýrast. Allar rannsóknir sem beinst hafa að fylgni milli H. pylori sýkingar og magakrabbameins hafa komið út á sama veg, það er að áhættan er þrisvar til sex sinnum meiri hjá þeim sem hafa sýkinguna. //. pylori sýking veldur aukinni áhættu með aukinni frumuskiptingu sem fylgir ævilangri bólgu í magaslímhúð, hækkandi sýrustigi sem einnig fylgir ævilangri magabólgu og þá aukinni inyndun nitrósamína og sindurefna, en á hinn bóginn virðist H. pylori sýking minnka C- vítamíninnihald magans og eykur það enn á áhrif sindurefnanna. Uppræting á Helicobacter sýkingu er ekki alveg einföld. Sýkillinn er mjög fljótur að mynda ónæmi og það svo mjög að einslyfs meðferð er ekki talin koma til greina. Nauðsynlegt er að gefa tvö eða þrjú lyf saman til að tryggja verkun og ef til vill hindra myndun ónæmis, til dæmis í meðferð skeifugarnarsárs, með bismúti, tetrasýklíni og metrónídasól auk ranitídíns. Þar sem sýkillinn lifir í vissum skilningi utan við líkamann, það er í magaslíminu og í mjög súru nágrenni, er aðgengi lyfja töluvert erfitt. Staðbundin verkun virðist skipta töluverðu rnáli og eru lyfin því gefin á fastandi maga og að minnsta kosti fjórum sinnum á dag. Flestir nota hálfsmánaðar kúr og er árangur af þessari meðferð um 90- 95%. Svipaður árangur hefur náðst af meðferð magasárs. Besti árangur af tveggja-lyfja meðferð hefur náðst með ómeprazól og amoxillíni sem gefur um 80% árangur. Verið er að þróa ný lyf eða lyfjasamsetningar sem lofa góðu og gætu einfaldað þessa meðferð. NÝJUNGAR í NÝRNAFRÆÐUM Lítum næst á nýjungar í nýrnafræðum. Árangur af nýrnaígræðslum fer batnandi og fjöldi nýrnaþega vex hérlendis. Lifun nánýma fer batnandi þótt ekki jafnist hún á við lifun nýrna úr lifendum. Lífárum vegna ígræðslu og skilunar fer mjög fjölgandi á Islandi. I stóru uppgjöri frá European Dialysis and Transplant Ássociation var borin saman lifun nánýrna sem grædd voru í sjúklinga á árunum 1980-1982 annars vegar og hins vegar 1985-1987. Bæði tímabilin er lifun lakari hjá sjúklingum með sykursýkissjúkdóm en öðrum nýrnabiluðum, en horfur voru augljóslega batnandi hjá báðum sjúklingahópunum. Fullkomið HLA samræmi er ekki jafnmikilvægt og áður, einkum eftir tilkomu cýklósporíns. Þó er allgott samræmi enn til bóta, sérstaklega hvað varðar HLA-DR, enda eykur fjöldi ósamræmdra mótefnaþátta hættu á höfnun. Igræðslur úr lifandi gjöfum geta sem fyrr segir borið mun betri árangur þar sem lifun alsamræmdra systkinanýrna er nær 100% eftir þrjú ár, en nálægt 80% þar sem misræmi er. Þá er HLA samræmi mikilvægt við ígræðslu í sjúklingum með margsértæka (multispecific) HLA mótefnavaka, en sá hópur er stór á biðlistum og eygja sumir enga von um að í þá finnist nýra. Þó hefur blóðvökvataka (plasmapheresis) verið talsvert framkvæmd í slíkum sjúklingum til að eyða vökum þessum, og framleiðslu þeirra síðan haldið í skefjum með ónæmisbælingu. Igræðslum í þessa sjúklinga hefur fjölgað með þessum aðgerðum. Raunar virðist þessum sjúklingum heldur hafa fækkað með tilkomu rauðkornavaka (erythropoietin) þar sem dregur úr blóðgjöfum, en blóðgjafir geta aukið áhættu á höfnun síðar. Igræðslum úr lifandi gjöfum sem ekki eru blóðskyldir þeganum og þá langoftast mökum hefur fjölgað upp á síðkastið. Sjaldnast er þá um annað samræmi að ræða en blóðflokkasamræmi og er að sjálfsögðu stuðst við góða andhöfnunarmeðferð. Tveir Islendingar hafa þegar gefið maka sínum nýra með góðum árangri, en í báðum tilvikum var þó fyrir hendi ótrúlega gott HLA samræmi. Framtíðarlausnin í nýrnaígræðslum kann að vera framköllun þols (tolerance) gagnvart

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.