Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 397 og vímuefnasýki enduðu 115 með innlögn á áfengisdeild eða 14%. UMRÆÐA Til eru fjölmargar erlendar rannsóknir á bráðaþjónustu fyrir þá sem haldnir eru geðröskun. Flestar rannsóknirnar sýna ekki neinn marktækan mun hvað kynjadreifingu varðar (5,7,10), í einstaka rannsóknum hafa konur þó reynst marktækt fleiri eða 67% á móti 33% körlum (1). Samkvæmt því sem Cooper segir (11) hafa 15 bráðamóttökur geðdeilda í Evrópu sýnt komur fleiri kvenna en karla. íslensku rannsóknirnar (8,9) og rannsókn Lim (7) sýna fram á örlítið fleiri konur en karla. í allmörgum dönskum og sænskum rannsóknum hefur þó komið fram, að marktækt fleiri karlar en konur sækja í bráðaþjónustu geðdeilda (2,3,11-16) og sýna þær rannnsóknir áberandi hátt hlutfall áfengis- og vímuefnasjúklinga. Þótt konur sæki meira eftir geðheilbrigðisþjónustu en karlar, er það alls ekki óyggjandi varðandi bráðaþjónustu (18). Kynferði virðist ekki hafa áhrif á úrlausn (19-21), þó svo að Errera og félagar (22) og Gross og félagar (23) hafi komist að þeirri niðurstöðu að karlar legðust frekar inn en konur. í flestum rannsóknum er aldursdreifing sambærileg, meginþorrinn er á aldrinum 20- 40 ára og meðalaldur 30-40 ára (1,7-11). Þeir sem leita til bráðaþjónustu geðdeilda flokkast svipað eftir hjúskaparstöðu og þeir sem leita á göngudeildir með raðaða tíma (24). Giftir eru 30-60%, einhleypir 30-50%, fráskildir 12-20% og ekkjur/ekklar 2-5% (5,8,9,11,18). Hjúskaparstaða hefur hinsvegar höfuðáhrif á úrlausn. Þannig aukast líkur á því að sjúklingur sé lagður inn hafi hann misst maka vegna skilnaðar eða andláts. Er munurinn marktækur (8,19-22,25). Tengsl á milli þjóðfélagsstöðu og notkunar geðheilbrigðisþjónustu eru ekki ljós, þó svo að einstaka rannsóknir hafi bent til þess að fólk úr lægri þjóðfélagsstigum noti meira bráðaþjónustu geðdeilda (18,26-28). Flestir þeirra sem leita á bráðaþjónustu hafa áður leitað hjálpar vegna geðsjúkdóma. Þessir einstaklingar eru yfirleitt meira veikir og rannsóknir hafa sýnt að þeir leggjast oftar inn á geðsjúkrahús, en þeir sem ekki hafa Tafla VI. Úrlausnir. Úrlausnir N (%) Fráhvarfsmeðferö ...................... 478 (36,8) Bráðainnlögn .......................... 286 (22,1) Hafin geðlyfjameðferð .................. 64 (4,9) Aðrar úrlausnir........................ 470 (36,2) Samtals 1298 (100,0) Tafla VII. Innlagnir á gœsludeild, almennar geðdeildir og áfengismeðferðardeild. Alls 286 innlagnir af 1298 komum (22,0%), 171 innlögn af 498 komum geðsjúkra (34,3 %) og 115 innlagnir af 800 komum áfengis- og vímuefnaneytenda (14,4 %). Innlagnir N Karlar Konur Á gæsludeild 39 14 25 Á almennar geðdeildir .. 132 68 64 Á áfengismeðferðardeild 115 80 35 Samtals 286 162 124 leitað áður vegna geðröskunar (3,8,25). Vel þekkt er að líkur á innlögn í kjölfar komu á bráðaþjónustu eru í réttu hlutfalli við hve alvarleg veikindi sjúklings eru (19). Sjúkdómsgreiningin segir oft til um hve alvarlegur sjúkdómurinn er og er ákvarðandi um meðferð og innlagnarþörf (19,20,25,30). Rannsóknir á bráðaþjónustu geðdeilda í Bandarrkjunum, á Islandi og víðar sýna, að áfengis- og vímuefnaneysla eru ein megin ástæða þess að sjúklingur leitar bráðaþjónustu (4,8,9,31). I töflu VIII eru niðurstöður íslensku rannsóknanna bornar saman við niðurstöður rannsókna í Bretlandi og Bandaríkjunum. Ekki kemur allsstaðar fram hlutfall þeirra sem eiga við áfengis- og vímuefnavanda að stríða. Athygli vekur lágt hlutfall í breskri rannsókn. Aðrar rannnsóknir, aðallega danskar og sænskar, sýna að áfengissýki og fylgikvillar hennar eru algengustu sjúkdómsgreiningar hjá sjúklingum sem leita bráðaþjónustu geðdeilda eða í 25-46% tilfella og hátt hlutfall þeirra sjúklinga leggst inn (2,3,8-10,15,31). Rannsóknir hérlendis yfir bráðaþjónustu geðdeilda Borgarspítalans og Landspítalans árið 1983 (8), bráðaþjónustu geðdeildar Borgarspítalans yfir árabilið 1983-1985 (9) og ýmsar erlendar rannsóknir (5,7,10) hafa ekki sýnt neinn marktækan kynjamun gagnstætt okkar rannsókn, þar sem karlar reyndust 67%

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.