Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 407 og 105 ng/ml)(12). Líka er athyglisvert, að þéttni blýs í blóði kvenna í Wales minnkaði um 30% á árunum 1972-1982, enda þótt blýmagn í bensíni héldist sem næst óbreytt. í þeirri rannsókn var jafnframt bent á, að umferðarþungi hefði á sama tímabili farið stöðugt vaxandi (13). Loks er erfitt að skilja hvers vegna magn blýs í blóði stúdenta í fyrri rannsókn var það sama og hjá lögreglumönnum og vagnstjórum, ef magn þess í blóði ákvarðast fyrst og fremst af blýi í götulofti (1). Hver sem uppruni blýs í blóði manna í rannsókninni er, er víst að þéttni þess er lítil. Mengun af völdum blýs er tæpast vandamál hér á landi, nema ef vera kynni hjá tilteknum starfsstéttum (samanber rannsókn eiturefnanefndar)( 1). Tíu einstaklingar í hópum lögreglumanna og strætisvagnastjóra voru reykingamenn og magn blýs í blóði þeirra virtist svipað og hjá þeim sem ekki reyktu. Að lokum er vert að geta þess, að í eldri rannsókn var blý í blóði ákvarðað með atómgreiningu (atomic absorption)(l), en í þessari rannsókn með anóðustrípun (potentiometric stripping analysis). Báðar aðferðirnar eru vel prófaðar. Ef miðað er við þær upplýsingar sem fengust með staðlinum, sem keyptur var til að prófa aðferðina, ætti atómgreinig að gefa sambærilegar niðurstöður (14). ÞAKKIR Þakkir eru færðar borgarstjórn Reykjavíkur, sem veitti styrk til þessarar rannsóknar. Einnig er þeim Elínu Pálmadóttur fyrrverandi borgarfulltrúa og Katrínu Fjeldsted borgarfulltrúa þakkaður áhugi á þessu starfi. Þeir stúdentar, lögreglumenn og strætisvagnastjórar sem veittu okkur leyfi til að taka blóðsýni fá bestu þakkir fyrir þátttökuna. Að lokum er þeim Elísabetu Sólbergsdóttur, sem gaf leiðbeiningar um tækjabúnaðinn og notkun hans, Jakobi L. Kristinssyni og Kristínu Olafsdóttir, sem lásu handritið yfir og gagnrýndu, þakkað fyrir aðstoðina. SUMMARY In the years 1991-1992 blood lead levels in 37 individuals living in Reykjavík, Iceland, were determined by potentiometric stripping analysis. The group was divided into three different subgroups. The first group consisted of 12 students (mean age 26 years), the second group consisted of 13 traffic policemen (mean age 36 years) and the third group consisted of 12 bus drivers (mean age 48.6 years). By using t-Test Assuming Equal Variances the mean age in the three groups were found significantly different (P<0.05). The mean blood levels of lead were 37±11 (SD) ng/ml for the students, 56±14 (SD) ng/ml for the policemen and 57±16 (SD) ng/ml for the bus drivers. The mean lead level for the students was found significantly different from those of policemen and bus drivers (P<0.01). In a study from 1978 the amount of lead in similar groups of students, traffic poiicemen and bus drivers was 3-5 fold higher than those presented here, and all groups were in the same statistical range. It therefore seems evident that the general exposure to lead in the environment must have decreased markedly in the approximately 14 years between the two studies. Measurements of lead in ambient air in the streets of Reykjavík indicate that it has been steadily decreasing in the last five years or so (see appendix and ref. 6). This in turn could be explained by the increasing use of unleaded gasoline and the reduced levels of lead in leaded gasoline. Therefore the lower blood lead levels in humans in Reykjavík are consistent with the lower levels of lead found in ambient air in the city. No significant correlation was found between age and blood lead or seniority and blood lead. (From The Department of Pharmacology, University of Iceland, P.O. Box 8216, 128 Reykjavík, lceland). HEIMILDIR 1. Þormar H, Jóhannesson Þ. Blý í götulofti og blóði manria í Reykjavík. Tímarit um lyfjafræði 1979; 14: 11-21. 2. Skerfving S. Nordiska Expertgruppan för Gransvardesdokumentation. 104. Oorganiskt bly. Arbete och Halsa 1992: 43. 3. Gerhardsson C. Bly och halsa. Nordisk Medicin 1992; 107: 231-2. 4. Goyer RA. Toxic effects of metals. In: Amdur MO, Doull J, Klaassen CD, eds. Casarett and Doull’s Toxicology, The Basic Science of Poisons. 4th ed. New York: Pergamon Press, 1991: 623-81. 5. Angle CR. Childhood lead poisoning and its treatment. Annu Rev Pharmacol Toxicol 1993; 32: 409-34. 6. Gísladóttir S. Loftgæðamælingum við Miklatorg hætt. Hvr tíðindi 1992; 2: 3 tbl. (júlí 1992). 7. Sólbergsdóttir E, Jóhannesson Þ. Akvörðun á kadmíum í nýrnaberki með anóðustrípun. Læknablaðið 1992; 78: 125-30. 8. Jagner D, Josefsson M, Westerlund S, Arén K. Simultaneous determination of cadmium and

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.