Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1993, Page 12

Læknablaðið - 15.12.1993, Page 12
384 LÆKNABLAÐIÐ ”spontane Darmrupture bei Neugeborenen” og "necrotizing colitis”. I lýsingum var gjarnan getið um bráðan veikindaferil með uppköstum, kviðarþenslu, blóði í hægðum, óvæntu garnarofi og lífhimnubólgu, sem dró nýfædd börn, einkum fyrirbura, til dauða (2). Fyrsta tilfelli þarmadrepsbólgu nýbura á Islandi greindist á vökudeild Barnaspítala Hringsins á Landspítalanum árið 1976. Barnið var fætt með keisarascurði eftir 36 vikna meðgöngu og fékk fyrirburaandnauð (hyaline membrane disease) strax á fyrsta degi. Það ástand gekk yfir á fjórum sólarhringum. Frá fimmta degi var barninu gefin næring um munn, en á áttunda degi veiktist það aftur og þá með kviðarþembu og merkjum um garnastíflu. Röntgenmyndir sýndu loftbólur (pneumatosis) í garnaveggjum og loft í kviðarholi. Við skurðaðgerð kom í ljós rof í ristli nálægt miltisbugðu og útbreiddar loftbólur í þverristli. Ristilhluti var fjarlægður og greining staðfest með vefjarannsókn. Barninu vegnaði vel eftir aðgerð og það náði sér að fullu. Á síðustu tveimur áratugum hefur sjúkdómsins orðið vart í vaxandi mæli á gjörgæsludeildum nýbura (3), einkum hjá örburum (very low birth weight infants) (4). Á slíkum deildum hefur hann greinst hjá allt að 10% barnanna, en það er þó mjög breytilegt eftir sjúkrahúsum (5). Fáar rannsóknir eru til á algengi sjúkdómsins meðal nýfæddra, en í Georgíu-fylki í Bandaríkjunum árin 1977-1978 var það einn á hverja 1000 lifandi fædda (6) og á einni fæðingarstofnun í Melbourne í Ástralíu einn á hverja 769 lifandi fædda (1,3%), árin 1971-1985 (7). Sjúkdómurinn kemur ýmist fyrir sem faraldur eða stök tilfelli (8). í faröldrum eykst tíðni hjá fullburða börnum (9). Dánartíðni af völdum sjúkdómsins hefur verið mjög há, eða á bilinu 20-40% (10), en þó farið lækkandi á síðustu árum (11). Orsakir þarmadrepsbólgu eru án efa margþættar. Á sjöunda áratugnum var sjúkdómurinn fyrst og fremst talinn tengjast blóðskiptameðferð um naflastrengsæðar (12), en eftir að tilvikum blóðskiptameðferðar fækkaði hefur komið í ljós, að margt annað getur skipt máli, svo sem súrefnisskortur við burðarmál, blóðþrýstingsfall. næring um munn hjá fyrirburum, bakteríu- eða veirusýkingar, blóðríki, lost, ofkæling og hjartabilun (13). Algengast er að sjúkdómurinn komi fram hjá nokkuiTa daga gömlum fyrirburum þannig að blóð finnst í hægðum, fæða stendur í maga, kviður þenst út og almennt ástand verður lélegt. Röntgenmyndir af kviði benda til garnastíflu og oft sjást loftbólur í þykknuðum garnavegg eða í portæð (14). Meinmyndun er talin gerast á þann veg að samspil blóðþurrðar í garnavegg, þarmaflóru og fæðuefnainnihalds garna leiði til slímhúðarskemmda og vefjadreps (15). Talið er líklegt að þarmasýklar komist við þetta inn í garnavegginn og myndi fyrrgreindar loftbólur, sem þaðan geti komist inn í portæðarkerfið. Vefjadrepið veldur í fyrstu sármyndun, en getur svo teygt sig í gegnum garnavegginn og valdið rofi, þannig að lífhimnubólga myndast (16). Garnarof verður í 20-30% tilfella (14). í sárum sem ekki valda garnarofi getur myndast örvefur og þrengsli, sem leiða til síðkominna einkenna um þarmastíflu (15). Skoðun á görnum við skurðaðgerð eða krufningu leiðir oftast í ljós útvilsun (exudatio) á yfirborði, rof í garnavegg og blárauð eða gulgræn, staðbundin en umlykjandi drepsvæði í neðsta hluta dausgarnar, botnristli eða þverristli. Stundum má einnig greina fyrrnefndar loftbólur í garnaveggjum. Við smásjárskoðun finnst einkum storkudrep með blæðingum og bólgufrumuíferð í slímhúð (15). Á árunum 1976-1991 greindust 23 tilfelli af þarmadrepsbólgu nýbura á Islandi, þar af fimm á árunuin 1976-1985 og 18 á árunum 1986-1991. í þessari grein verður sjúklingahópnum lýst og gerð grein fyrir hugsanlegum orsakaþáttum sjúkdómsins. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Leitað var að sjúkdómsgreiningunni þarmadrepsbólga í sjúkdómaskrám Bamaspítala Hringsins á Landspítalanum, Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg og barnadeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Þannig er talið að sjúkraskrár allra nýbura á Islandi, sem fengið höfðu þessa greiningu frá árinu 1976 til ársins 1991, hafi verið athugaðar. Farið var yfir sjúkraskrárnar til staðfestingar á fyrrgreindri sjúkdómsgreiningu og ennfremur voru röntgenmyndir og vefjasneiðar endurskoðaðar.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.