Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 24
396 LÆKNABLAÐIÐ 67% og tafla IV sýnir sundurliðun tilvísana lækna. I töflu V kemur fram að áfengissýki er lang algengasta sjúkdómsgreiningin. Dreifing sjúklinga eftir sjúkdómsgreiningu og kyni sýnir að karlar eru nær þrefalt fleiri en konur þegar um áfengissýki er að ræða eða 507 (75%) á móti 170 (25%) (tafla V). I hópi vímuefnaneytenda annarra en áfengissjúklinga eru karlar tæplega þrefalt fleiri en konur eða 91 (74%) á móti 32 (26%) konum. 1 hópi geðklofa eru karlar tvöfalt fleiri eða 99 (67%) á móti 48(33%). Nánast jafnmargar konur 59 (52%) og karlar 54 (48%) eru með geðhvarfasjúkdóm og í öðrum sjúkdómaflokkum er óverulegur munur á milli kynja. Tafla VI sýnir hvaða meðferð og úrlausnir sjúklingarnir fengu. Flestir (37%) fengu fráhvarfsmeðferð vegna áfengis- og vímuefnaneyslu. Af þeirn áfengis- og vímuefnasjúklingum sem ekki lögðust inn fengu 478 fráhvarfsmeðferð eða 70%. Aðeins hjá 5% var önnur geðlyfjameðferð hafin. Alls voru 22% sjúklinganna lagðir inn bráðainnlögn á almenna geðdeild, áfengisdeild eða á gæsludeild. Alls hlutu 470 sjúklingar eða 36% aðrar úrlausnir. Rúmlega 200 eða um 16% var vísað að koma síðar á göngudeild áfengisdeildar, um 130 eða 10% var vísað frá og fengu enga úrlausn, oftast vegna ofurölvunar eða ósæmilegrar hegðunar. Um 5% eða 65 sjúklingum var vísað að koma síðar til meðferðar á göngudeild geðdeildar eða til fyrri meðferðaraðila. Svipaður fjöldi eða um 4% fékk ýmiss konar ráðleggingar og unt 1% eða 15 sjúklingum var vísað í fangageymslu lögreglu. Tafla VII sýnir hvernig bráðainnlagnir skiptast á milli deilda. Af þeim sem leggjast inn fara 115 eða 40% á áfengisdeild, 132 eða 46% inn á almenna geðdeild og 39 eða 14% á gæsludeild. Nánast jafnmargar konur og karlar leggjast inn á geðdeild og gæsludeild, 70% þeirra sem leggjast inn á áfengisdeild eru karlar og 30% konur. Af 498 samskiptum á bráðaþjónustu geðdeildar vegna geðsjúkdóma annarra en áfengis- og vímuefnasjúkdóma endaði rúmur þriðjungur eða 34% með innlögn, en af 800 samskiptum vegna áfengis- Einstaklingar Mynd 5. Fjöldi samskipta ú hvern einstakling. Tafla III. Ttlvísunaraðilar. Tilvísunaraðilar N (%) Koma af sjálfsdáðum .................. 869 (67,0) Vísað af læknum ...................... 244 (18,8) Koma með lögreglu ..................... 64 (4,9) Vísað af öðrum ....................... 121 (9,3) Samtals 1298 (100,0) Tafla IV. Ttlvísanir lœkna. Læknar N (%) Vaktlæknar ........................... 116 (45,7) Geðlæknar á Landspítala ............... 50 (20,5) Aðrir læknar á Landspítala ............ 26 (10,7) Aðrir geðlæknar........................ 13 (5,3) Heimilislæknar......................... 39 (16,0) Samtals 244(100,0) Tafla V. Geðgreiningar þeirra sem leita bráðaþjónustu. Greiningar N (%) Karlar Konur Geðhvarfasjúkdómur (296) 147 (11,3) 54 59 Geðklofi (295) 113 (8,7) 99 48 Taugaveiklun (300) 88 (6,8) 47 41 Áfengissýki (303) 677 (52,2) 507 170 Önnur vímuefni en áfengi (304) 123 (9,5) 91 32 Persónuleikatruflanir (301) 78 (6,0) 44 34 Afalladepurð, kreppur o.fl. (309) . 24 (1,8) 9 15 Annað 48 (3,7) 24 24 Samtals 1298 (100,0) 875 423

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.