Læknablaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 42
414
LÆKNABLAÐIÐ
má nefna rof á hjartanu, lost, gáttasleglarof og
dauða.
Nýrri möguleiki er að nota rafsegulbylgjur
eða útvarpsbylgjur. Leiðslur eru þræddar inn
í vinstra slegil, broddurinn staðsettur undir
míturlokunni og rafbylgjur gefnar þar. Með
þessu móti er unnt að rjúfa aukabrautir sem
liggja framanvert á mótum gátta og slegla.
Til að rjúfa bakstæðar aukabrautir eru leiðslur
þræddar inn f hægra slegil.
I nýlegri skýrslu kemur í ljós að af 177
sjúklingum með hraðatakt frá gáttum fékkst
góður árangur hjá 174. Fimmtán fengu aftur
takttruflun en eftir aðra tilraun töldust 175
læknaðir, einn var skárri, en enginn árangur
varð hjá aðeins einum sjúklingi. Tíu til 15
Islendingar hafa fengið bót meina sinna með
þessari aðferð. Nauðsynlegt er að læknar séu
vakandi fyrir þessum meðferðarmöguleika
og láti ekki heldur undir höfuð leggjast að
greina rétt gáttahrinur hjá sjúklingum sem
til þeirra koma og kvarta um hjartsláttarköst.
Rafstuðtæki hafa verið grædd í þrjá íslendinga
sem höfðu áður fengið hjartastopp eða
lífshættulegar hjartsláttartruflanir. Til
grundvallar þessari meðferð liggur sú
vitneskja að hefðbundin lyfjameðferð við
sleglahrinum til að fyrirbyggja hjartastopp
(fibrillation) hefur valdið miklum vonbrigðum.
Lyf sem beitt hefur verið árum eða áratugum
saman hafa í vandlega útfærðum rannsóknum
stundum reynst gera meiri skaða en gagn.
Þetta er í sumum tilvikum lyf eins og kínidín,
prókaínamíð, flekaíníð og fleira sem notuð
hafa verið hér á landi. Þótt enn skorti á að
nægar rannsóknir liggi fyrir til að bera saman
ígrædd stuðtæki og lyf er tæpast nokkur vafi
á því að með því fyrmefnda er unnt að bjarga
mörgum mannslífum. Hins vegar takmarkast
notkun tækisins við sjúklinga í áhættuhópum,
einkum þá sem hafa fengið hjartastopp og
hafa slælegan samdrátt í vinstra slegli, en
einnig ýmsa aðra sjúklinga sem hafa fengið
lífshættulegar takttruflanir.
Hér hefði verið gaman að halda áfram og
ræða nýjustu sýklalyfin, nýjar stefnur í
bólusetningum. nú viðhorf í astmameðferð,
ýmsa möguleika gentækni í læknisfræði og
nýjungar í gjörgæslumeðferð. Slíkt verður þó
að bíða betri tíma, eða annarra fyrirlesara,
enda fyllist fræðatunnan hraðar en af henni
verður fleytt.
ÞAKKIR
Eg vil færa læknum á lyflækningadeild
og rannsóknardeild Landspítalans kærar
þakkir fyrir ábendingar og aðstoð við
samning þessa erindis, einkum þeim Bjarna
Þjóðleifssyni, Páli Asmundssyni, Páli T.
Onundarsyni, Kristjáni Steinssyni og Astráði
B. Hreiðarssyni.