Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 14
386 LÆKNABLAÐIÐ en 16 (70%) voru fyrirburar, það er að segja fædd eftir skemmri meðgöngulengd en 37 vikur. Marktækur munur var ekki á meðgöngulengd í faraldrinum og utan hans. Fæðingarþyngd barnanna var einnig svipuð á báðum tímabilunum, 2338 grömm að meðaltali fyrra tímabilið (spönnun 530- 3730) og 2247 grömm að meðaltali það síðara (spönnun 669-3898). Greiningaraldur: Aldur barnanna við greiningu á þarmadrepsbólgu var einn til 26 dagar (mynd 3), meðaltal 8,7 dagar. Atján (78%) voru yngri en tveggja vikna. Meðalgreiningaraldur var 10 dagar fyrir faraldurinn, en heldur lægri meðan á faraldrinum stóð eða 8,3 dagar. Hjá þremur börnum á fyrra tímabilinu greindist Fjöldi Aldur í dögum Mynd 3. Aldur barnatma við greiningu á þarmadrepsbólgu. Flest voru yngri en níu daga gömul. I þremur tilvikum greindist sjúkdómurinn jyrst við krufningu, en þau börn dóu 12-14 daga gömul. sjúkdómurinn ekki fyrr en við krufningu, en dánaraldur þeirra var 12-14 dagar. Afbrigði á meðgöngutíma: Afbrigði og sjúkdómar á meðgöngutíma fundust hjá mæðrum 19 barnanna (83%). Af þeim höfðu fjórar haft yfirvofandi fæðingarkrampa og ein til viðbótar var með háþrýsting. Tvær konur höfðu sykursýki, legvatn hafði runnið í meira en sólarhring hjá tveimur konum, ein var með þvagfærasýkingu og tvær konur höfðu hækkaðan líkamshita sem þótti benda til sýkingar. Fylgjurannsóknir voru gerðar í tíu tilvikum. Sjúklegar breytingar fundust í átta (80%), þar af marktækar hrörnunarbreytingar eða stór drepsvæði í fjórum fylgjum og bráð bólga í fjórum. Orsakaþœttir: A mynd 4 má sjá tengsl þarmadrepsbólgu við nokkra hugsanlega orsakaþætti. Sjúkdómurinn er algengastur hjá fyrirburum þar sem 16 (70%) sjúklinganna höfðu meðgöngualdur styttri en 37 vikur. Fjórtán (61%) höfðu orðið fyrir súrefnisskorti við burðarmál, samkvæmt fyrrgreindri skilgreiningu. Ellefu barnanna (48%) höfðu fæðst með bráðum keisaraskurði. Tíu (43%) höfðu fengið legg í naflastrengsslagæð, sex af 18 meðan á faraldrinunt stóð, en tjögur af hinum fimrn. Meðan faraldurinn stóð yfir höfðu sjö af 18 börnum (39%) verið á deild með öðrum sjúklingi þegar sjúkdómurinn greindist. Mesta fylgni við þarmadrepsbólgu hafði hins vegar næring um munn, þar eð 20 (87%) barnanna höfðu fengið næringu í maga áður 0 25 50 75 100% Hlutfall sjúklijnga Mynd 4. Helstu orsakaþættir þarmadrepsbólgu. Myndin sýnir hundraðshlutfall sjúklinga með hvern af sjö hugsanlegum orsakaþáttum sjúkdómsins.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.