Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 22
394 LÆKNABLAÐIÐ Tilgangur rannsóknarinnar var að átta sig á eðli og umfangi þein-ar bráðaþjónustu, sem veitt er annars vegar á göngudeildum á opnunartíma þeirra á virkurn dögum og hins vegar á bráðamóttöku geðdeildar um kvöld, nætur og helgar. Hverjum er sinnt, hver er samsetning liópsins sem leitar eftir þjónustu? A hvaða tíma sólarhringsins er helst leitað eftir þjónustu, er meira álag á vissum vikudögum, er áilag breytilegt á milli mánaða? Er nœr eingöngu sinnt áfengis- og fíkniefnaneytendum og er meginuppistaða hópsins sama fólkið sem kemur aftur og aftur og fœr skyndiúrlausnir sem lítinn eða engan vanda leysa? Með rannsókninni er leitast við að fá svör við framangreindum spurningum. Niðurstöðurnar eru bornar saman við aðrar rannsóknir hér og erlendis (1-3,5,7-16). EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin náði til allra samskipta þeirra einstaklinga, sem leituðu til bráðaþjónustu geðdeildar Landspítalans vegna geðröskunar á árinu 1989, alls 1298 samskipta. Upplýsingar voru fengnar af stöðluðum skýrslublöðum sem fyllt voru út af lækni við hverja komu sjúklings í bráðamóttöku. Ennfremur var leitað eftir fyllri upplýsingum, þar sem þess var talin þörf, með því að skoða sjúkraskrár. Skráðar voru upplýsingar um aldur, kyn, hjúskaparstöðu, búsetu, komudag og komutíma, með hvaða hætti sjúklingur kom. hvort sjúklingur kom að eigin frumkvæði eða fyrir tilstilli tilvísunaraðila, hvort sjúklingur kom einn eða í fylgd ættingja, með lögreglu eða sjúkrabifreið. Auk þess voru skráðar upplýsingar um félagslega stöðu, hvort sjúklingur bjó einn, með maka eða börnum. Þá var skráð ástæða komu, kvartanir sjúklings, geðskoðun og líkamleg skoðun læknis við komu. Sjúkdómsgreiningar voru skráðar samkvæmt 9. útgáfu Alþjóðlegu sjúkdóma- og dánarmeinaskrárinnar (International Classification of Diseases, ICD-9) (17). Einnig var skráð hvaða meðferð var veitt, svo og aðrar úrlausnir. Bráðakomur eru skráðar, nema komur sjúklinga með áfengis- og vímuefnavandamál Fjöldi Mynd I. Fjöldi samskipta í brcióaþjónusiu geödeildar Landspítalans árin 1983-1992. Fjöldi Mynd 2. Komur 712 einstaklinga í 1298 skipti eftir kyni og aldri. % □ Konur Mynd 3. Hlutjallsleg dreifmg 800 samskipta áfengis- og vímuefnasjúklinga eftir kyni og aldri.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.