Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 12
592 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 nema tvær voru sýktar af stofngerð 4b. Allir stofnarnir reyndust næmir fyrir eftirfarandi lyfjum: Ampicillíni, klóramfenikóli, erýthró- mýsíni, penicillíni, súlfa/trímethóprími og tetracýklíni. Umræða Þótt sjúkdómar af völdum L. monocytogen- es hafi verið þekktir í um 65 ár var sjúkdómur- inn lengst af talinn sjaldgæfur í mönnum. Árið 1971 var nýgengi sjúkdómsins metið 0,5 á mill- jón íbúa í Bandaríkjunum (15) og 3,6 milli ár- anna 1980 og 1982 (16). Á árunum eftir 1980 komu nokkrir stórir faraldrar í Bandaríkjunum og Kanada sem raktir voru til matvæla svo sem salats (17), gerilsneyddrar mjólkur (18) og mjúkra (Mexican-style) osta (19). í kjölfar faraldranna jókst áhugi á sjúkdómnum og með virkum skráningaraðferðum var nýgengi í Bandaríkjunum metið 7,4 á milljón íbúa árin 1988-1990 (20) og allt að 11,7 á einstökum svæðum (21). Hliðstæð þróun átti sér stað í Evrópu. í Bretlandi fjölgaði skráðum tilfellum úr 25 á ári 1967, í 291 tilfelli árið 1988 og fjöld- inn tvöfaldaðist nánast á tveggja ára tímabili milli áranna 1986 og 1987 (22). Aukningin sem varð árið 1987 er talin hafa orsakast af mengun í kryddkæfu (paté), einkum frá einum fram- leiðanda, og árið eftir að hún var tekin af markaði fækkaði skráðum tilfellum um 100 (23). L. monocytogenes í mjúkum ostum olli einnig faraldri í Sviss á árunum 1983-1987 (24,25). Ekki hefur alltaf tekist að finna smit- leiðir í faröldrum, jafnvel stórum faröldrum (26) , og sjaldnast er vitað hvernig sjúkdómur- inn berst í sjúklinga sem sýkjast utan faraldra en þó er talið að meirihluti sjúklinga smitist af matvælum. Athuganir hafa verið gerðar á mat- arvenjum sjúklinga sem talin hafa verið ein- angruð tilfelli. Sýnt hefur verið fram á fylgni um fimmtungs slíkra sýkinga við neyslu á ósoðnum pylsum, vanelduðum kjúklingum (27) , mjúkum ostum og mat sem matreiddur var í verslunum (20,28). Listeríósis er óvíða skráningarskyldur sjúk- dómur svo gera verður ráð fyrir vanskráningu og að aukning á tíðninni á síðustu árum sé líkleg til að vera að einhverju leyti afleiðing aukins áhuga. Nýgengi hér á landi, 8,3 tilfelli á ári á milljón íbúa, verður að teljast hátt. Líkt og um flest þau tilfelli sem greinast í öðrum löndum er ekki vitað hvernig sýking barst í þá sjúklinga sem sýkst hafa hér á landi. Litlar upplýsingar liggja fyrir um listeríumengun matvæla á ís- landi og aðeins hefur birst ein grein um það efni (29). í rannsókninni sem þar var lýst, fannst L. monocytogenes í fiski og fiskafurðum svo sem reyktum laxi og silungi, graflaxi, rækj- um og rækjusalati. Annars staðar hefur L. monocytogenes fundist víða í umhverfi og í fjölda matvælategunda, þar á meðal fiski (30,31). Þó hefur sjávarfang aðeins einu sinni verið tengt sýkingum (32). Dánartíðni þeirra sjúklinga sem rannsóknin náði til og ekki voru með alvarlega ónæmisbælingu, var fremur lág. Aðeins tveir nýburanna létust. Dánartíðni nýbura í faröldrum hefur gjarnan verið 16-27% (16,17,21) og heildardánartíðni 19-51,6% (16,17,21,33). Ekkert er hægt að fullyrða um ástæður þessa góða árangurs en benda má á að dánartíðni íslenskra barna með aðra alvarlega smitsjúkdóma, svo sem heilahimnubólgu af völdum Haemophilus influenzae hefur einnig verið lág (34). Þrír sjúklingar með alvarlega ónæmisbælingu létust. Þeir voru allir dauð- vona vegna krabbameins og einn þeirra fékk ekki sýklalyfjameðferð. Af sjö konum sem sýktust á öðrum þriðjungi meðgöngu misstu fjórar fóstur áður en meðferð hófst. Árangur meðferðar var góður hjá hinum þremur og börnin fæddust eðlileg og ósýkt. Lýst hefur verið góðum árangri meðferðar á listeríósis sem greindist fyrir fæðingu (35,36). Sjúkling- arnir fengu hefðbundna meðferð og íslensku stofnarnir höfðu venjulegt næmi samkvæmt skífuprófum. Ástæða er til að óttast aukin meðferðarvandamál í framtíðinni því nýlega hafa fundist fjölónæmir L. monocytogenes stofnar sem talið er að fengið hafi ónæmi frá enterókokkum og streptókokkum (37). Nokkuð kom á óvart hve mikil breyting varð á stofngerðum á tímabilinu sem rannsóknin náði til. Á árunum 1985-1993 voru aðeins þrír stofnar af 15 af stofngerð 4b en hinir ýmist l/2a eða l/2b. Á fyrri hluta timabilsins eða fram til ársins 1985 hafði aðeins einn af 13 stofnum verið af stofngerð l/2a en allir hinir 4b. Mikill meirihluti listeríusýkinga í mönnum orsakast af þessum þremur stofngerðum og er 4b al- gengust og flestir faraldrar hafa orsakast af 4b (30). Hliðstæð breyting varð á sjúkdómsmynd- um. Flest tilfellin á fyrri hluta tímabilsins tengdust þungun en á síðara tímabilinu var meirihlutinn aldraðir sjúklingar og/eða með ónæmisbælingu. Ekkert verður fullyrt um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.