Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 601 gengar, eða 9% og 39%. Á íslandi reyndust spítalaheilahimnubólgur einungis tvær í þeirri könnun sem hér er kynnt, þrátt fyrir aukningu á höfuðaðgerðum. Hér kemur vafalítið til smæð landsins og þar af leiðandi fjöldi þeirra senr sjúkrahúsin þjóna, en nýgengi spítala- heilahimnubólgu hérlendis á ári er þó ekki mjög frábrugðið því sem reyndist í Boston mið- að við áætlaða höfðatölu þar (0,08 á móti 0,14/ 100.000 íbúa/ár) (11). Athyglivert er að L. monocytogenes var þriðja algengasta orsök heilahimnubólgu af völdum baktería í þessari athugun og olli einu af hverjum sjö tilfellum hjá þeim sem voru yfir 45 ára aldur. Vægi sýkilsins að þessu leyti er svipað og aðrir hafa lýst (11,12) Flestar heila- himnubólgur af völdum L. monocytogenes urðu á síðasta tímabili athugunarinnar, enda hefur tíðni sýkinga af þeirra völdum farið vax- andi hérlendis undanfarið (13). Tilfellin af völdum L. monocytogenes verða að teljast dæmigerð (1,14) að því leyti að sex af þeim átta sem fundust, komu fram hjá sjúklingum eldri en 60 ára og fjórir þeirra voru þar að auki með bælt ónæmiskerfi. I þessari athugun kom á óvart hversu fátíðar Gram neikvæðar stafbakteríur voru, en ein- ungis fannst ein sýking af völdum E. coli og önnur af völdum K. pneumoniae og er það hlutfall mun lægra en komið hefur í ljós í öðr- um löndum. I athugun sinni fundu Durand og félagar að 38% allra spítalasýkinga voru af völdum þessara sýkla, og 17% allra tilfella, sem þeir telja þó vera fremur hátt (11). í könn- un sem gerð var hér á landi á öllum tilfellum heilahimnubólgu af völdum baktería, bæði í börnum og fullorðnum var hlutfall þessara sýkla 2% (2) og var meirihluti þeirra í nýbur- um. Bandarísk rannsókn á tíðni og orsökum heilahimnubólgu í nokkrum fylkjum leiddi í Ijós að hlutfall Gram neikvæðra stafbaktería hjá 16 ára og eldri var um 11% (15). Heila- himnubólga vegna H. influenzae er (eða var) nær einfarið barnasjúkdómur (1) en í þeirri könnun sem hér er kynnt greindust sex tilvik meðal 16 ára og eldri, á aldrinum 25-68 ára. Ennfremur eru sýkingar af völdum 6-hemólýt- ískra streptókokka af flokki B algengastir hjá nýburum, en finnast þó hjá eldri sjúklingum og eru flestir haldnir alvarlegum grunnsjúkdóm- um. Hér greindust tvö tilvik heilahimnubólgu vegna B-hemólýtískra streptókokka af flokki B þar sem sjúklingarnir voru báðir yfir fimmtugt og með sykursýki. Heilahimnubólga hjá full- orðnum vegna B-hemólýtískra streptókokka af flokki B er mjög fátíð og í nýlegu yfirliti um sýkilinn er þess getið að heilahimnubólgu hafi einungis verið lýst hjá alls 36 fullorðnum (16). Einn sjúklingur lamaðist í kjölfar sýkingar af völdum 6-hemólýtískra streptókokka af flokki B, en var á batavegi við útskrift. Ekki kom fram hver líkleg orsök lömunarinnar var en oft er um að ræða æðabólgu í heila tengda útfell- ingu mótefnafléttna og/eða bjúgs í mænugöng- um. Þessar æðabólgur geta valdið blóðsega í æðum sem veldur stíflu og leiðir þannig einnig til krampa (17). Eins og fram kemur í töflu II og á mynd 2 hefur hvorki orðið marktæk breyting á orsök- um né nýgengi heilahimnubólgu af völdum baktería frá 1975. Athygli vekja þó sveiflur í árlegu nýgengi, en þær eru flestar í tengslum við faraldra meningókokkasjúkdóms sem gengið hafa hérlendis (2). Meðalnýgengi sjúk- dómsins er talsvert hátt hér á landi miðað við ýmis önnur lönd (18) án þess þó að skilmerkj- um faraldurs sé náð (hyperendemic state). Samkvæmt þessari könnun virðist hegðunar- mynstur heilahimnubólgu hér á landi endur- spegla hið háa hlutfall meningókokkatilfella. Aðdragandi flestra sýkinga felst einkum í flensulíkum einkennum svo sem hita, kvefi, sleni og ljósfælni sem þróast yfir í hnakkastífni og minnkandi meðvitund. Eins og við var að búast, greindust útbrot nær eingöngu hjá men- ingókokkatilfellunum, þó þau þekkist í heila- himnubólgu af öðrum orsökum (14). Krampar voru marktækt algengari hjá sjúklingum með pneumókokkasýkingar (p<0,05) en í öðrum heimildum kemur fram að krampatíðni hjá börnum er tvisvar sinnum algengari í pneumó- kokkasýkingum en í meningókokkasýkingum (14). Hjá börnum hefur heildartíðni krampa reynst á bilinu 20-30% (17). í íslenskri rann- sókn sem birt var fyrir tveimur áratugum var tíðni krampa hjá börnum 0-15 ára 15% (7). Alls fengu 11% sjúklinga í þeirri rannsókn sem hér er kynnt krampa, en það er mun lægra hlutfall en komið hefur fram í öðrum sambæri- legum rannsóknum (23%) (11). Hugsanlegt er, að sá tími sem líður frá byrjun einkenna þar til meðferð er hafin, geti haft áhrif á tilurð krampa. Því miður var þó ekki unnt að afla haldbærra upplýsinga um þennan tíma úr sjúkraskránum. Gramslitanir eru ómetanlegar við val upp-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.