Læknablaðið - 15.08.1995, Page 34
610
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
Table VII. Pets in the household in childhood as possible riskfactors for atopy in adulthood.
Pets in the household in childhood With pets N=537 (%) Atopy negative N=427 (%) Atopy positive N=110 (%) P-value
Cats 216 (40) 180 (42) 36 (33) 0.072
Dogs 139 (26) 117 (27) 22 (20) 0.114
Horses 86 (16) 71 (17) 15 (14) 0.446
Birds 189 (35) 151 (35) 38 (35) 0.873
Guinea pigs 24 (4) 18 (4) 6 (6) 0.575
Hamsters 71 (13) 60 (14) 11 (10) 0.263
Mice 20 (4) 16 (4) 4 (4) 0.956
Rabbits 30 (6) 28 (7) 2 (2) 0.089
Others 128 (24) 102 (24) 26 (24) 0.956
ofnæmis fyrir pelsdýrum (köttum, hundum og
hestum) var kannað sérstaklega. Eitt eða fleiri
pelsdýr höfðu verið á heimilum 55% þátttak-
enda. Ofnæmi fyrir pelsdýrum höfðu 15%
þeirra sem ekki höfðu pelsdýr í æsku en 8%
hinna. Munurinn er marktækur (p<0,02).
Umræða
Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að
tíðni ofnæmis hjá 20-44 ára Islendingum í þétt-
býli var 20,5%. Mikilvægustu einstöku ofnæm-
isvakarnir voru vallarfoxgras, kettir, hundar,
rykmaurar, heymaurar og birki. Ekki fannst
samband milli ofnæmis og kynferðis og stingur
það í stúf við niðurstöður annarra um hærri
tíðni ofnæmis hjá körlum (11). Áður hafa menn
fundið tíðni ofnæmis fara vaxandi með hækk-
andi aldri upp að 20-25 ára (11). Til að kanna
það hefði verið heppilegra að hafa neðri ald-
ursmörk rannsóknarinnar neðar, til dæmis við
15 ár. I niðurstöðum okkar er tilhneiging til
minnkandi tíðni með hækkandi aldri. Vel má
vera að þátttakendafjöldinn sé of lítill og að
finna megi marktækan mun milli aldurshópa
þegar niðurstöður frá fleiri rannsóknarstöðum
verða lagðar saman.
Samanburður á niðurstöðum úr húðprófum
og RAST prófum sýnir góða samsvörun milli
þessara aðferða viðvíkjandi vallarfoxgrasi og
sæmilega samsvörun varðandi ketti, rykmaura
og birki. RAST prófin gáfu nokkuð hærri já-
kvæðar niðurstöður en húðprófin gagnvart
grösum og birki, en mikið misræmi milli
húðprófa og RAST prófa viðvíkjandi myglu er
óskýranlegt.
Tilgangur Evrópukönnunarinnar var meðal
annars að leita að hugsanlegum áhættuþáttum
fyrir ofnæmi. Vitað er að ofnæmi tengist erfð-
um, enda var marktækt samband í þessari
könnun við ofnæmi hjá móður. Hins vegar
fannst slíkt samband ekki við ofnæmi hjá föð-
ur. Nýlegar rannsóknir hafa tengt ofnæmi við
gen á litningi llq, þegar erfðaþátturinn kemur
frá móðurinni, en ekki þegar hann kemur frá
föðurnum (12). Niðurstöðurnar þarfnast þó
frekari staðfestingar.
Erfðaþættir einir geta naumast skýrt þá
auknu tíðni ofnæmis sem orðið hefur á undan-
förnum áratugum (1-6). Magn ofnæmisvaka í
andrúmsloftinu hefur þýðingu fyrir myndun
ofnæmis (13). Ofnæmisglæðandi umhverfis-
þættir virðast einnig hafa þýðingu. Vísbend-
ingar eru um að veirusýkingar geti vakið upp
ofnæmi (14) svo og loftmengun af ertandi efn-
um eins og tóbaksreyk, útblæstri frá bílum og
verksmiðjureyk (15).
Bresk rannsókn frá 1989 sýndi að tíðni frjó-
næmis var í öfugu hlutfalli við fjölda barna á
heimili (16). Nýleg rannsókn sýndi að líkurnar
hjá fimmta barni að fá ofnæmi var um þriðjungi
minni en hjá fyrsta barni (17). Þetta eru athygl-
isverðar niðurstöður, sem krefjast frekari skýr-
inga. I okkar rannsókn höfðu 18% þeirra sem
áttu eldri systkini ofnæmi en 25% þeirra sem
ekki áttu eldri systkini. Munurinn var þó ekki
marktækur. Engin örugg skýring er á þeim
mun sem er á tíðni ofnæmis eftir fjölda barna á
heimili. Gera má ráð fyrir því að sýkingum
fjölgi hjá ungbörnum eftir því sem fleiri eldri
börn eru á heimilinu. Þeirri hugmynd hefur
verið varpað fram, að sýkingar snemma á
bernskuskeiði vektu upp ónæmisvarnir sem
ynnu gegn myndun ofnæmis (16). Það virðist
þó stangast á við vísbendingar um að veirusýk-
ingar glæði myndun ofnæmis. Því þarf að leita
annarra skýringa. Er það svo, að foreldrar
eignist síður fleiri börn ef fyrsta barnið hefur
ofnæmi? Fá börn eldri móður síður ofnæmi en
börn yngri móður? Er eitthvað í lífsmáta hinna
betur stæðu sem hvetur til myndunar ofnæmis?