Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.08.1995, Qupperneq 48

Læknablaðið - 15.08.1995, Qupperneq 48
622 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Árni Björnsson Þorgils skarði Sjúkrasaga Það er gaman að velta fyrir sér texta. Texti getur verið bæði góður og vondur. Vondur texti getur verið áhugaverður til fróðleiks en aldrei til skemmt- unar. Góður texti þjónar oftast bæði til fróðleiks og skemmtun- ar og það einkennir góðan texta að því oftar sem hann er lesinn þeim mun fleiri og skemmtilegri fleti má á honum finna. Þannig hafa fornsögurnar þjónað okk- ur til fróðleiks og skemmtunar um aldir, því þær eru fyrst og síðast góður texti. I sögunum er víða minnst á lækningar. I Islendingasögum eru lækningar, með nokkrum undantekningum, sáralækning- ar og læknarnir oft konur. I samtímasögum eru lækningar oftast á einhvern hátt tengdar trú eða yfirskilvitlegar á annan hátt, svo sem kraftaverkasög- urnaríBiskupasögunum. Sjald- an er þess getið hvernig lækn- ingin er framkvæmd. Sagt er frá notkun smyrsla, umbúða, brennslu og blóðtöku í almenn- um orðum. Þó er til góð lýsing á skurðaðgerð í Hrafns sögu Sveinbjamarsonar, sem hljóðar svo; „/ sveit Hrafns var maður þrotráða, er hét Marteinn og var Brandsson. Hann hafði stein- sótt, svo að því mátti hann ekki þurft sœkja, er steinninn féll Erindi flutt á Norðurlandaþingi áhuga- manna um sögu læknisfræðinnar í Reykjavík dagana 22.-24. júní 1995. fyrir getnaðarliðu hans. Síðan tók Hrafn við honum og hafði með sér lengi og létti hans meini með mikilli íþrótt. Og svo sótti meinið að honum, að hann varð banvœnn og lá bólginn sem naut. Og þá heimti Hrafn til sín presta sína og þá menn er vitrast- ir voru með honum og spurði hvort þeim þótti sá maður fram- kominn fyrir vanmegnis sakir, en allir sögðu að þeim þótti hann ráðinn til bana, nema aðgjörðir vœri hafðar. En Hrafn sagði að hann mundi til taka með guðs forsjá og þeirra atkvœði. Og þá fór hann höndum um hann og kenndi steinsins í kviðinum og fœrði hann fram í getnaðarlið- inn svo sem hann mátti og batt svo fyrir ofan með hörþrœði, svo að eigi skyldi upp þokast, og öðrum þrœði batt hann fyrir framan steininn. Og þá bað hann að allirskyldu syngjafimm „pater noster“, þeir er inni voru, áður hann veitti aðgjörðina. Og síðan skar hann endilangt með knífi og tók í brott tvo steina. Síðan batt hann viðsmjör við sárið og grœddi hann svo hann varð heill“. Þessi frásögn hefur yfir sér nokkurn helgiblæ, sem segir okkur að ekki hafi verið um hversdagsatburð að ræða og læknirinn hafi viljað liafa bak- tryggingu ef illa færi með því að láta lesa paternosterbæn meðan á aðgerðinni stóð. Minnir þetta á það þegar kínverskir læknar gerðu fyrstu heppnuðu hand- arágræðsluna, árið 1970, og létu lesa Rauða kverið yfir sér á meðan. Það er fróðlegt að velta því fyrir sér hvort einhverjar lækn- isaðgerðir, aðrar en sáralækn- ingar, hafi verið svo algengar, að sjálfsagt hafi talist að leita eftir þeim. Þrátt fyrir hinn mikla bók- menntaarf okkar vitum við næsta lítið um daglegt líf for- feðranna. Hvernig tilreiddu þeir mat sinn? Undir hverju og ofan á hverju sváfu þeir? Hverju klæddust þeir og hvernig bjuggu þeir sig gegn vosbúð? Hvaða sjúkdómar hrjáðu þá og hvernig brugðust þeir við þeim? Sögu- arfurinn mikli hefur skilað grát- lega litlu um þá hluti sem máli skipta í daglegu lífi alþýðu manna. Fornsögurnar, hvort sem um er að ræða Islendingasögur eins og Njálu og Grettissögu eða samtímasögur eins og Sturl- ungu, eru fyrst og fremst sögur af hetjum og höfðingjum. Al- þýðan er einhvers staðar á bakvið og jafnvel hversdagslíf höfðingjanna var of hversdags- legt til að ástæða væri til að færa eitthvað um það í letur, til þess var bókfellið of dýrt. Til eru þó textabrot sem segja meira en séð verður í fljótu bragði um hluti sem ekki eru skráðir beint og til þeirra heyrir sögubrotið um aðgerðina á Þorgilsi skarða í samnefndri sögu hans í Sturlungu. Þorgils Böðvarsson var son- arsonur Þórðar Sturlusonar og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar: 8. tölublað (15.08.1995)
https://timarit.is/issue/364654

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

8. tölublað (15.08.1995)

Iliuutsit: