Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.08.1995, Qupperneq 59

Læknablaðið - 15.08.1995, Qupperneq 59
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 631 en þá ættu þeir auðvitað ekki að njóta sömu greiðsluþátttöku al- mannasjóða, eins og þegar þeir leita sérgreinalæknis samkvæmt tilvísun. Að sjálfsögðu yrði fullt valfrelsi sjúklinga tryggt með þessum hætti. Ég vænti þess, að flestir heimilislæknar hafi metn- að í þessa átt. í marzhefti Læknablaðsins gerði ég grein fyrir neikvæðum áhrifum kerfis án tilvísana á kostnað við heil- brigðisþjónustu, heilsufar og sjálfsbjargarviðleitni lands- manna og hæfni heimilislækna til að sinna skyldum sínum. Mikill fjöldi erlendra rannsókna styður þá skoðun, að þar sé heilsugæzlan bezt og ódýrust, sem heimilislæknar sinni af- mörkuðum hópi fólks og stýri aðgengi að sérgreinaþjónustu. Tilvísanaskylda eða tilvísana- leysi ætti ekki að hafa áhrif á tekjumöguleika heimilislækna, því með markvissri heilbrigðis- uppfræðslu heimilislæknis, sem hefur traust samband við skjól- stæðinga sína. dregur úr lækna- sækni fólks og það verður meira sjálfbjarga. I galopnu og al- frjálsu kerfi fá heimilislæknar hvort sem er nóg að starfa við horlækningar, vottorðasnatt og ýmis minni háttar viðfangsefni, sem ýmsir kollegar telja við okkar hæfi. Stuðning okkar heimilislækna við tilvísana- skyldu tel ég ekki stafa af hagn- aðarlöngun heldur af faglegum metnaði og ábyrgðartilfinningu gagnvart samfélaginu. Svipuð ábyrgðartilfinning finnst áreið- anlega hjá fjölmörgum sér- greinalæknum, sem virðast þó furðu lítið hafa blandað sér í umræður um þessi mál síðasta misserið. Haukarnir úr hópi sérfræðinga hafa ekki skilið þessa afstöðu heimilislækna og þar með skilja þeir ekki heldur eðli og tilgang sérgreinar okkar. A meðan svo er, getum við ekki vænzt neinna félagslegra sam- skipta á jafnréttisgrundvelli. í öðru lagi telja sérgreina- læknar, að tilvísanakerfi eða til- vísanaskylda dragi úr tekju- möguleikum sínum og því séu heimilislæknar með áróðri fyrir tilvísanaskyldu að leggja stein í götu þeirra. A það má fallast varðandi þá sérfræðinga, sem hafa verið að sinna störfum, sem annaðhvort voru óþörf eða aðrir gátu annast jafn vel eða betur á ódýrari hátt. Þar undir verður að telja allan tví- og þrí- verknað, sem því miður tíðkast nokkuð nú til dags. Par sem þetta á aðeins við lítinn hóp sér- greinalækna, er samstaða alls þorra þeirra og hollusta við gróðamenn innan stéttarinnar mér gjörsamlega óskiljanleg. Hávaðasamir fésýslumenn, sem lagt hafa í milljóna fjárfestingar, hafa staðið í stafni og engu eirt, enda hafa þeir verið að berjast fyrir eigum sínum, sem þeir hafa lagt að veði í athafnaskáld- skap sínum. Hef ég vissan skiln- ing á því, að þeirberjist af hörku til að verja sitt. Hitt finnst mér undarlegra, þegar langstærsti hluti stéttarinnar, sem engu myndi tapa við að tilvísana- skylda yrði upp tekin, skuli ganga erinda þessara uppgripa- praktíkusa, segja upp samning- um við TR og hóta þannig að svipta sjúklinga sína trygginga- rétti þeirra. Einkum og sér í lagi voru uppsagnir augnlækna átakanleg dæmi um hópsefjun. Hljóðir og aðgerðalausir stóðu okkar ágætu kollegar hjá, þegar fjáraflaberserkirnir hófu að stunda harðvítugan fjölmiðla- hernað, þar sem aðalatriði voru falin bak við lýðskrum og froð- usnakk um smáatriði. Þá voru heimilislæknar ófrægðir í blaða- greinum, Moggaauglýsingum, auglýsingapésum og klögubréf- um til alþingismanna, þar sem fagleg hæfni okkar var dregin í efa og við vændir um lágkúru- legt innræti (samanber „hættu á hagsmunaárekstrum, þegar heimilislæknar fara að beita til- vísanavaldinu“). Ennþá hefur ekki einn einasti sérfræðingur mér vitanlega borið af sér með formlegum hætti undirskrift sína undir áróðursauglýsingar, þar sem reynt var að draga úr trausti fólks á heilsugæzlunni í landinu og gera hana tortryggi- lega í augum almennings. Þessi órofa samstaða í sóðalegri bar- áttu er vægast sagt ógnvekjandi og hlýtur að flokkast undir hóp- sefjun, sem ekki er menntuðu fólki sæmandi. Langstærsti hluti sérgreinalækna eru þó á allan hátt virðingarverðir læknar, sem í þessari deilu höfðu engra hagsmuna að gæta. Finnst mér því mjög miður, að þeir skuli hafa látið fyrrgreindum æsinga- mönnum líðast að beita jafn subbulegum aðferðum og raun bar vitni og flekka þannig heið- ur læknastéttarinnar. Þeir læknar, sem á uppgripa- tímum hafa fjárfest af óraun- hæfri bjartsýni, verða að skilja það, að veizlunni er lokið. Þeir munu fyrr eða síðar fá yfir sig einhvers konar kvótakerfi líkt og bændur og útgerðarmenn. Bændur hafa á síðustu árum mátt þola 40-50% kjaraskerð- ingu. Því er ekkert óeðlilegt við það, að fleiri stéttir verði fyrir skerðingu á tekjum, þegar auð- lindir þorna, offramboð verður á vinnuafli eða sjóðir tæmast. Læknar eru ekki hafnir yfir landslög fremur en aðrir. Ég mun í þessari grein ekki fjölyrða um þau höfuðrök andstæðinga tilvísanakerfisins, að valfrelsi sjúklinga sé ógnað og heimilis- læknum sé ekki treystandi. Um fyrra atriðið hef ég þegar fjall- að, en ég get alls ekki útilokað, að sums staðar geti vinnugæð- um okkar heimilislækna verið áfátt. Við slíkum brestum ber að sjálfsögðu að snúast á annan hátt en þann að grafa undan heilsugæzlustöðvunum. Við heimilislæknar höfum engan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.