Læknablaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 6
686
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82: 686-9
Ritstjórnargrein
Svæfingar í 150 ár
„There shall be no pain. “
Þessi sigurvissa fullyrðing er áletrun á minn-
isvarða um einn frumherja svæfinganna,
Bandaríkjamanninn Horace Wells (1815-
1848), en um þessar mundir eru 150 ár frá því
að svæfingar við skurðaðgerðir hófust. Til-
koma þeirra var merkur áfangi í sögu mann-
kynsins og þróun lækninga. Þykir við hæfi að
þessara tímamóta sé að nokkru getið á þessum
vettvangi.
Fyrir tíma svæfinganna voru gerðar ýmsar
aðgerðir í einhverjum mæli, svo sem setning
beinbrota, aflimanir, aðgerðir á höfuðkúpu,
steinar í þvagfærum sóttir eða brotnir. Helstu
ráð til þess að koma í veg fyrir sársaukann voru
þulu- og bænalestur, sjúklingar voru látnir
anda að sér gufum af jurtaseyði eða drekka
áfengi. Hraði og leikni skurðlæknisins skipti
mestu máli. Þannig var það þegar fyrsta svæf-
ingin fór fram í Englandi í desember 1846, að
skurðlæknirinn Robert Liston (1794-1847) var
aðeins 25 sekúndur að aflima fótlegg (1).
Upphaf svæfinganna átti sér nokkurn að-
draganda. Valerius Cordus (1515-1544), þýsk-
ur jurtafræðingur, uppgötvaði eter árið 1540.
Joseph Priestley (1733-1804), enskur prestur
og áhugamaður um efnafræði, uppgötvaði súr-
efni árið 1771 og glaðloft árið 1772. Hann gerði
sér þó ekki grein fyrir hinum verkjastillandi
eiginleikum þess síðarnefnda. Englendingur-
inn Humphrey Davy (1778-1829) rannsakaði
glaðloft á sjálfum sér árið 1800, gaf því nafnið
og ritaði um eiginleika þess. Honum tókst þó
ekki að vekja áhuga annarra á þessu efni. Sama
er að segja um landa hans Henry Hill Hickman
(1800-1830) sem gerði tilraunir með koltvísýr-
ing til svæfinga. Klóróform var uppgötvað árið
1831 samtímis af Bandaríkjamanninum Samuel
Guthrie, Frakkanum Eugene Soubeiran og
Þjóðverjanum Justus Liebig. Þær uppgötvanir
sem að framan greinir urðu þó ekki til þess að
svæfingar við skurðaðgerðir hæfust. Það varð
ekki fyrr en síðar. Aftur á móti urðu menn
varir við þá eiginleika sumra þessara efna, að
hægt væri að komast í annarlegt ástand með því
að anda þeim að sér og voru þau vegna þess
notuð í samkvæmum til skemmtunar, einkum á
árunum eftir 1830.
Svæfingar við skurðaðgerðir hófust vestan-
hafs upp úr 1840. Allt frá þeim tíma hafa
Bandaríkjamenn verið ósammála um hvern
telja eigi upphafsmann svæfinganna. Margir
telja það vera tannlækninn og læknanemann
William T. Morton (1819-1868). Hann sýndi
fram á notagildi etersvæfinga við skurðaðgerð
á Massachusetts General Hospital í Boston 16.
október 1846. Sagt var frá þessum atburði í
Boston Medical and Surgical Journal (síðar
New England Journal of Medicine) 18. nóv-
ember sama ár. Skurðstofan er ennþá til í elstu
byggingu spítalans og kallast „Ether Dome“ og
er varðveitt sem sögustaður.
Etersvæfingar hófust síðan í mörgum lönd-
um fljótlega eftir að fregnir bárust af svæfing-
unni í Boston, svo sem í Bretlandi í desember
sama ár og í Danmörku í febrúar 1847. Á ís-
landi hófust svæfingar miklu síðar. Árið 1847
hófst notkun klóróforms við svæfingar. Sá sem
fyrstur var talinn hafa notað það við skurðað-
gerð var Sir James Young Simpson (1811-1870)
fæðingalæknir í Edinborg. Þessi lyf voru síðan
aðalsvæfingalyfin næstu 100 árin ásamt glað-
lofti sem farið var að nota að ráði með súrefni
eftir 1890. Notkun eters og klóróforms lagðist
af upp úr 1960 þegar nýrri lyf með færri auka-
verkunum komu til sögunnar.
Fyrsti læknirinn sem eingöngu helgaði sig
störfum við svæfingar var Englendingurinn