Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 6
686 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82: 686-9 Ritstjórnargrein Svæfingar í 150 ár „There shall be no pain. “ Þessi sigurvissa fullyrðing er áletrun á minn- isvarða um einn frumherja svæfinganna, Bandaríkjamanninn Horace Wells (1815- 1848), en um þessar mundir eru 150 ár frá því að svæfingar við skurðaðgerðir hófust. Til- koma þeirra var merkur áfangi í sögu mann- kynsins og þróun lækninga. Þykir við hæfi að þessara tímamóta sé að nokkru getið á þessum vettvangi. Fyrir tíma svæfinganna voru gerðar ýmsar aðgerðir í einhverjum mæli, svo sem setning beinbrota, aflimanir, aðgerðir á höfuðkúpu, steinar í þvagfærum sóttir eða brotnir. Helstu ráð til þess að koma í veg fyrir sársaukann voru þulu- og bænalestur, sjúklingar voru látnir anda að sér gufum af jurtaseyði eða drekka áfengi. Hraði og leikni skurðlæknisins skipti mestu máli. Þannig var það þegar fyrsta svæf- ingin fór fram í Englandi í desember 1846, að skurðlæknirinn Robert Liston (1794-1847) var aðeins 25 sekúndur að aflima fótlegg (1). Upphaf svæfinganna átti sér nokkurn að- draganda. Valerius Cordus (1515-1544), þýsk- ur jurtafræðingur, uppgötvaði eter árið 1540. Joseph Priestley (1733-1804), enskur prestur og áhugamaður um efnafræði, uppgötvaði súr- efni árið 1771 og glaðloft árið 1772. Hann gerði sér þó ekki grein fyrir hinum verkjastillandi eiginleikum þess síðarnefnda. Englendingur- inn Humphrey Davy (1778-1829) rannsakaði glaðloft á sjálfum sér árið 1800, gaf því nafnið og ritaði um eiginleika þess. Honum tókst þó ekki að vekja áhuga annarra á þessu efni. Sama er að segja um landa hans Henry Hill Hickman (1800-1830) sem gerði tilraunir með koltvísýr- ing til svæfinga. Klóróform var uppgötvað árið 1831 samtímis af Bandaríkjamanninum Samuel Guthrie, Frakkanum Eugene Soubeiran og Þjóðverjanum Justus Liebig. Þær uppgötvanir sem að framan greinir urðu þó ekki til þess að svæfingar við skurðaðgerðir hæfust. Það varð ekki fyrr en síðar. Aftur á móti urðu menn varir við þá eiginleika sumra þessara efna, að hægt væri að komast í annarlegt ástand með því að anda þeim að sér og voru þau vegna þess notuð í samkvæmum til skemmtunar, einkum á árunum eftir 1830. Svæfingar við skurðaðgerðir hófust vestan- hafs upp úr 1840. Allt frá þeim tíma hafa Bandaríkjamenn verið ósammála um hvern telja eigi upphafsmann svæfinganna. Margir telja það vera tannlækninn og læknanemann William T. Morton (1819-1868). Hann sýndi fram á notagildi etersvæfinga við skurðaðgerð á Massachusetts General Hospital í Boston 16. október 1846. Sagt var frá þessum atburði í Boston Medical and Surgical Journal (síðar New England Journal of Medicine) 18. nóv- ember sama ár. Skurðstofan er ennþá til í elstu byggingu spítalans og kallast „Ether Dome“ og er varðveitt sem sögustaður. Etersvæfingar hófust síðan í mörgum lönd- um fljótlega eftir að fregnir bárust af svæfing- unni í Boston, svo sem í Bretlandi í desember sama ár og í Danmörku í febrúar 1847. Á ís- landi hófust svæfingar miklu síðar. Árið 1847 hófst notkun klóróforms við svæfingar. Sá sem fyrstur var talinn hafa notað það við skurðað- gerð var Sir James Young Simpson (1811-1870) fæðingalæknir í Edinborg. Þessi lyf voru síðan aðalsvæfingalyfin næstu 100 árin ásamt glað- lofti sem farið var að nota að ráði með súrefni eftir 1890. Notkun eters og klóróforms lagðist af upp úr 1960 þegar nýrri lyf með færri auka- verkunum komu til sögunnar. Fyrsti læknirinn sem eingöngu helgaði sig störfum við svæfingar var Englendingurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.