Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 26
706 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 höfundar nauðsynlegt sökum þess hve tilfellin eru fá og því mundi dreifing þeirra á margar hendur leiða til verri árangurs og verri þjón- ustu. Pálmi Möller tannlæknir varði árið 1965 doktorsritgerð um skörð í vör og gómi á Islandi á árunum 1954-1966 (7) og komst nreðal annars að þeirri niðurstöðu að tíðni skarða væri hærri hér á landi en annars staðar, eða 2,5 á hverjar 1000 fæðingar, sem var talsvert hærra en í öðr- um löndum Evrópu (8,9). Það ber að hafa í huga að rannsókn hans náði aðeins yfir 12 ára tímabil og því rétt að taka þessa háu tíðni með fyrirvara. Á þeim tíma voru uppi kenningar um að skarðatíðni væri að aukast bæði hér og annars staðar (10,11). Séu tíðnitölur hér á landi skoðaðar fyrir síðustu 20 ár, það er árin 1972- 1992, (Heilbrigðisskýrslur, landlæknisembætt- ið) kemur hins vegar í ljós að skarðatíðni er 1,87 fyrir hverja 1000 lifandi fædda, en það er svipuð tala og í Noregi (8,12). Pað er nokkuð hærra en á hinum Norðurlöndunum og annars staðar í Evrópu (8). Ekkert bendir þó til að tíðni hér sé að aukast (13), fremur er áberandi hversu jafn fjöldinn er, til lengri tíma litið (mynd 1). Mikið hefur verið ritað um orsakir skarða og hallast flestir að því að til komi bæði erfða- og umhverfisþættir (14). Danski læknirinn Paul Fogh-Andersen varði árið 1942 doktorsrit um skörð í vör og gómi í Danmörku. Þar setti hann fram þá tilgátu að skarð í gómi eitt sér lyti öðrum erfðalögmálum en skarð í vör og skarð í vör og gómi (14,15). Þessi kenning hefur staðist hingað til. Á síðustu árum hafa nokkrar rann- sóknir verið birtar sem benda til að erfðaþætt- irnir vegi þyngra og að um geti verið að ræða stórerfðavísi (major gene) (16-19), einkum sé skarð eini gallinn hjá viðkomandi einstaklingi. Það hefur ekki tekist að finna neina ákveðna umhverfisþætti sem hafi áhrif á myndun and- litsskarða í mönnum, þótt tekist hafi að fram- kalla skörð í tilraunadýrum (2), en einstakar nýlega birtar rannsóknir gætu gefið til kynna að umhverfisþættir hafi meiri áhrif, en haldið hefur verið til þessa (20). Tilgangur Tilgangur þeirrar rannsóknar sem hér er haf- in er í fyrsta lagi að endurmeta tíðni skarða á íslandi, skoða gerð þeirra, kynjaskiptingu, ætt- Number of patients per 1000 births per year. Year Fig. 1. The number of cleft patients (all types) per 1000 births per year, with 95% confidence intervais.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.