Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 67

Læknablaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 67
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 735 Kólesteról mnióI/L Meðferð >8 Mataræði (6 mánuði)... Lyf >7+1 áhættuþáttur Mataræði (6 mánuði)... Lyf >6+2 áhættuþættir Mataræði (6 mánuði)... Lyf >5+ kransæðasjúkdómur Mataræði (3 mánuði)... Lyf magn HDL í blóði. Einnig er vert að taka mið af ættarsögu því erfðir geta legið að baki lágu HDL. Heimildir einföldunar hefur náðst sam- staða um eftirfarandi viðmiðun- argildi og ráðleggingar um með- ferð. I öllum tilvikum er breytt mataræði undirstaða meðferðar en lyfjameðferð beitt ef kólest- eróllækkunin er ófullnægjandi. Konur hafa að jafnaði tals- vert hærra HDL en karlar og því minni hættu á kransæðasjúk- dómi. Sé HDL kólesteról > 1,7 mmól/L er eðlilegt að hækka of- angreind viðmiðunarmörk um að minnsta kosti 0,5 mmól/L. Aðrir áhættuþættir en heildar- kólesteról sem taka þarf mið af eru: Reykingar, hár blóðþrýst- ingur, sykursýki, fjölskyldusaga um kransæðasjúkdóm, HDL <0,9 mmól/L, þrýglýseríðar >2,5 mmól/L (8). Hækkaðir þríglýseríðar í blóði Margar faraldsfræðilegar rannsóknir, þar á meðal Hjarta- verndarannsóknin (8) benda til þess að hátt gildi þríglýseríða í blóði sé sjálfstæður áhættuþátt- ur fyrir æðakölkun en þó tals- vert veikari en kólesteról. Þessi aukna áhætta virðist einkum koma fram þegar saman fara hátt gildi þríglýseríða (>2,5 mmól/L), hátt kólesteról (>7 mmól/L) og/eða lágt HDL-kól- esteról (< 1 mmól/L). Undir slíkum kringumstæðum er talið rétt að íhuga lyfjameðferð ef megrun og mataræði duga ekki. Þetta á sérstaklega við ef ein- staklingurinn hefur þegar ein- kenni um æðakölkun eða hefur ættarsögu um æðakölkunar- sjúkdóm. Hækkun þríglýseríða í blóði er mjög oft afleiðing annarra sjúkdóma, svo sem sykursýki eða mikillar áfengisneyslu. Því ber að útiloka fyrst öll slík vandamál áður en önnur með- ferð er hafin og vert er að hafa í huga að megrun er miklu kröft- ugra ráð til lækkunar þríglýser- íða en til lækkunar kólesteróls. Mjög há þríglýseríðgildi, ofan við 5,5 mmól/L (500 mg/dl) geta stuðlað að briskirtilsbólgu og er því mælt með lyfjameðferð við slíkar aðstæður enda oftast um erfðagalla að ræða. Lágt HDL Flestum faraldsfræðilegum rannsóknum ber saman um að hátt gildi HDL kólesteróls sé verndandi gegn æðakölkun bæði meðal karla og kvenna (9). Að meðaltali hafa konur tals- vert hærra HDL kólesteról en karlar. Hlutfall heildarkólester- óls og HDL kólesteróls er að jafnaði um fjórir meðal heil- brigðra kvenna og margt sem bendir til að það sé æskilegt mark að stefna að við mat og meðferð á blóðfitu. Því er nauð- synlegt að HDL kólesteról sé mælt undir öllum kringumstæð- um áður en afstaða er tekin til meðferðar vegna hækkunar á heildarkólesteróli eða þrí- glýseríðum, samanber það sem að ofan er sagt. Engar stórar meðferðarrannsóknir liggja ennþá fyrir um hvort gagn sé að því að ráðleggja meðferð ef HDL kólesteról er mjög lágt (<0,8 mmól/L) en aðrar blóð- fitur eðlilegar. Undir slíkum kringumstæðum er samt talið rétt að ráðleggja megrun, aukna líkamshreyfingu, og ítreka ráð- leggingar gegn reykingum en allir þessir þættir hafa áhrif á 1. Þorgeirsson G, Sigurðsson G, Sigurðs- son JÁ, Högnason J, Sverrisson JÞ, Guðmundsson ÞV, Ólafsdóttir E. Meðferð við hárri blóðfitu. Lækna- blaðið 1991; 77: 59-60. 2. Scandinavian Simvastatin Survival Study Group. Randomized trial of cholesterol Iowering in 4444 patients with coronary heart disease: The Scandinavian Simvastatin Survival Study (4S). Lancet 1994; 344:1383-9. 3. Shepherd J, Cobbe SM, Ford I, Isles CG, Lorimer AR, MacFarlane PW, McKiIlop JH, Packard CJ, for the West of Scotland Coronary Prevention Study Group. Prevention of coronary heart disease with pravastatin in men with hypercholesterolemia. N Engl J Med 1995; 3333:1301-7. 4. Prevention ofcoronary heart disease in clinical practice. Recommendations of the Task Force of the European Society of Cardiology, European Atheroscler- osis Society and European Society of Hypertension. Pyrölalá K, De Bacher G, Graham I, Poole-Wilson P, Wood D on behalf of the task force. European Heart J 1994,15:1300-31. 5. National cholesterol education pro- gram. Second Report of the Expert Panel on Detection, Evaluation and Threatment of High Blood Cholesterol in Adults (Adult Treatment Panel II). Circulation 1994; 89: 1329^15. 6. Superko HR, Krauss RM. Coronary artery disease regression. Convincing evidence for the benefit of aggressive lipoprotein managment. Circulation 1994; 90:1056-69. 7. Jukema JW, Brushke AVG, vanBoren AJ. EíTects of Iipid lowering by prav- astatin on progression and regression of coronary artery disease in symp- tomatic men with normal to moder- ately elevated serum cholesterol levels. The Regression Growth Evaluation Statin Study (REGRESS). Circulation 1995; 91: 2528-40. 8. Þorgeirsson G, Davíðsson D, Sigvalda- son H, Sigfússon N. Áhættuþættir kransæðasjúkdóms meðal karla og kvenna á íslandi. Niðurstöður úr hóprannsókn Hjartaverndar 1967- 1985. Læknablaðið 1992; 78: 267-76. 9. Abbot RD, Wilson PW, Kannel WB, Castelli WP. High density Iipoprotein, total cholesterol screening and myocardial infarction. The Framing- ham Study. Arteriosclerosis 1988; 8: 207-11.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.