Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 59
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 727 Kandídatar og læknanemar! Varist aukaálag á ógreidda skatta af tekjum frá TR Nú á dögum harðrar kjara- baráttu og hárrar skattapró- sentu er mikilvægt að halda vel um fjármál sín og missa ekki af tilefnislausu og vanþekkingu enn meira í ríkiskassann. Tilefni þessara skrifa er að það hefur brennt læknanema á síðari hluta náms síns og kandídata sem fara í héraðsvinnu eftir útskrift að átta sig ekki á gildandi skatta- lögum um skattskil af verktaka- tekjum líkt og aflað er frá Tryggingastofnun ríkisins, blóðtökum hjá lögreglu og svo framvegis. Þessar tekjur teljast fram sem reiknað endurgjald og ber að greiða áætlaða stað- greiðslu skatta af þessum tekj- um nái þær yfir viðmiðunarupp- hæð ríkisskattstjóra en hún var 179.427 krónur árið 1995. Það henti mig og nokkra óuggandi kollega mína að halda að við gætum skilað eftiráskatti (við álagningu í ágúst árið eftir) fyrir þessar sumartekjur en það varð okkur dýrkeypt því reikn- aðir eru háir dráttarvextir af greiðslutöfum og fóru þar tugir þúsunda að óþörfu í ríkiskass- ann. Hafið þið ekki nú þegar staðgreitt þessa skatta ráðlegg ég ykkur að reikna strax 42% af þessum tekjum og greiða RSK fyrir áramót. Þeir sem lenda í vandræðum geta greitt allt sam- an í janúar með undanþágu samkvæmt 38. grein án þess að sækja sérstaklega um það. Þá vil ég benda ykkur á að allur kostn- aður sem til fellur á árinu og getur talist eðlilegur kostnaður læknis við starfsemi sína þar á meðal ritfanga- og bókakostn- aður (til dæmis sérlyfjaskráin), lækninga- og skoðunartæki, borgun fyrir endurskoðanda, viss bílakostnaður, tölvukostn- aður að vissu marki og fleira, er til frádráttar af skattstofninum. Af 340 þúsund króna tekjum reiknast um 185 þúsund krónur í skatt og dregst þá kostnaður upp á til dæmis 75 þúsund krón- ur frá svo eftir standa um 110 þúsund krónur í skatta. (Athug- ið ekki má draga upphæð kostn- aðar fyrst frá skattstofni.) Nánari upplýsingar um reikn- að endurgjald má fá á skattstof- unni og hvet ég ykkur að ná í viðmiðunarreglur ykkur til glöggvunar. Með von um góðan vetur. Svanur Sigurbjörnsson, deildarlæknir Landspítala ríkissjóðs í skefjum og ná halla- lausum fjárlögum. Mér finnst líka að heilbrigðis- yfirvöld verði að gæta sín í um- ræðunni um sparnað og niður- skurð því þar kemur fram nei- kvætt viðhorf til starfsmanna sem er hægt að ráða og reka eins og hentar hverju sinni. Ríkið er ekki að reka heilbrigðisþjón- ustu „til þess að spara“ heldur til að þjóna almenningi og þess vegna er ekki hægt að líta á starfsmenn í heilbrigðiskerfinu sem eitthvert vandamál. Þetta veldur öryggisleysi meðal þeirra og dregur úr þeim mátt til að einbeita sér að áhugaverðum störfum sínum. Þessi viðhorf þurfa að breytast til að hægt sé að laga starfsandann." Of mikil yfirbygging Katrín segir mikilvægt að huga nú að framtíð heilsugæsl- unnar: „Víða út um land er ástandið nokkuð gott, það er að segja gott samkomulag um stjórn og rekstur stöðvanna. í Reykjavík er yfirbyggingin hins vegar orðin of mikil, of margir eru að stjórna henni og ég tel að heilsugæslan sjálf geti stjórnað betur eigin málum og nýtt fjár- muni betur. Mér finnst áhuga- vert ef læknar geta komið meira að sjálfum rekstrinum og að þeir verði í forystu á sínum vinnustað eins og ályktað var á síðasta aðalfundi Læknafélags íslands og það þarf að marka betur stefnu varðandi verka- skiptingu og uppbyggingu heilsugæslunnar.“ I lokin fær heilbrigðisráð- herra, Ingibjörg Pálmadóttir, hrós hjá formanninum: „Eg gladdist yfir því sem kom fram í ræðu ráðherrans við setningu aðalfundar Læknafélags Islands þar sem hún sagði stefnuna standa óhaggaða, að heilsugæsl- an væri áfram undirstaðan í heilbrigðiskerfinu og að færa ætti skipulag og rekstur heil- brigðiskerfisins í nútímalegra horf. Þetta eru allt hlutir sem ég mun leggja mig fram um að styðja og mun FÍH standa við hlið ráðherrans í þessum mál- um,“ sagði Katrín Fjeldsted að lokum. -jt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.