Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 705 um framhald rannsóknarinnar hvað varðar mat á árangri svo og framhaldi erfðarannsókn- anna. Inngangur Skarðameðferð er hópverkefni. í stærri þjóðfélögum, þar sem verkefni eru næg og meðferð skipulögð, starfa vinnuhópar við allar meðferðarstöðvar. I aðalvinnuhópnum eru lýtalæknir, tannréttingarsérfræðingur, tal- meinafræðingur, háls-, nef- og eyrnalæknir en auk þess tannlæknir, barnalæknir, barnahjúkr- unarfræðingur og sálfræðingur. I sumum löndum, þar á meðal Danmörku, Finnlandi og Noregi, hefur skarðameðferð verið miðstýrð um árabil (1). Annars staðar, svo sem í Svíþjóð, Hollandi og Bretlandi, er fjöldi meðferðarstaða takmarkaður. Hér á landi hefur ekki tekist að mynda form- legan meðferðarhóp en í raun hefur meðferðin verið miðstýrð, þannig að þegar barn fæðist með skarð er leitað ráðgjafar hjá einhverjum af þeim lýtalæknum sem starfa við Landspítal- ann. Sá læknir tekur síðan að sér að leiða með- ferðina og gera þær skurðaðgerðir sem gera þarf, í samráði við tannréttingarsérfræðing og talmeinafræðing, ásamt háls-, nef- og eyrna- lækni. Allir þessir aðilar fylgjast síðan með barninu og hafa samráð sín í milli um tímasetn- ingu og einstaka þætti meðferðarinnar. Miklar framfarir hafa orðið í meðferð á and- litsskörðum síðustu áratugina og er nú svo komið að þar sem hún gerist best verður varla komist lengra með hefðbundnum aðferðum. Það þýðir ekki að öll ummerki skarða hverfi því einstaklingur, sem er fæddur með skarð, ber þess alltaf einhver merki og því meiri sem upprunalegu lýtin voru meiri. Því kanna menn nú möguleika á að fyrirbyggja skörðin með sameindaerfðafræðilegri greiningu á fósturstigi eða jafnvel að gera við skörðin fyrir fæðingu því örmyndun hjá fóstrum er öðruvísi og minni en eftir fæðingu (2). Fyrstur Islendinga, sem gerð var á aðgerð vegna skarðs, var Þorgils skarði Böðvarsson. Sú aðgerð var gerð í Björgvin árið 1242 og tókst svo vel að „Þorgeir var lýtalauss maðr eftir“ (3). Svo líða rúm 600 ár, en 1858 gerir Jón Finsen (1826-1885) við skarð í vör á Akureyri og nokkur skörð síðan. Þess er og getið að Jón Hjaltalín (1807-1882) gerði við skarð í vör, en aðeins einu sinni (4). Á fyrri hluta þessarar aldar munu nokkrir skurðlæknar hafa gert við skörð í vör, líklega með misjöfnum árangri og á það bæði við um lækna norðan og sunnan heiða. I sögu Læknafélags Akureyrar er þess til dæmis getið að Þorgrímur Johnsen (1838- 1917) hafi reynt að gera við skarð í vör en ekki tekist (5). Fyrsta skjalfesta tilraun til að gera við gómklofa er skrásett í sjúklingatali frá sjúkrahúsinu Gudmanns minde á Akureyri af Steingrími Matthíassyni árið 1928 og gerði hann sjálfur þá aðgerð, en ekki er vitað um árangur (6). Ekki kemur fram að Steingrímur hafi gert fleiri slíkar aðgerðir en hann gerði við nokkur vararskörð. í skýrslu frá St. Jósepsspít- ala Landakoti frá 1933 kemur fram að Matthías Einarsson gerði við einn klofinn góm á því ári og hefur væntanlega reynt að gera við fleiri, en því miður eru sjúkraskrár Landakotsspítala frá þessum tíma ófullkomnar eða ekki til og ekki er vitað um árangur. Það er ekki fyrr en eftir 1930 þegar Landspítalinn tekur til starfa að öruggar heimildir eru um viðgerðir á skörðum, sem allir skurðlæknar spítalans virðast hafa spreytt sig á. Á fimmta tugi aldarinnar voru hafnar að- gerðir á skörðum á nútímalegan hátt. Sá sem það gerði var dr. Snorri Hallgrímsson, sem síðar varð prófessor í almennri handlæknis- fræði, en hann starfaði um tíma með prófessor Alan Ragnell fyrsta sérfræðingi Svía í lýtalækn- ingum. Ragnell lærði lýtalækningar í London ásamt mörgum fleiri Norðurlandabúum en London var í síðari heimsstyrjöldinni og eftir hana Mekka Evrópu í lýtalækningum. Áður en Snorri kom til sögunnar höfðu allmargir ís- lenskir skarðasjúklingar leitað sér læknishjálp- ar erlendis. Störf Snorra urðu fljótt landsþekkt og það leið ekki á löngu áður en farið var að vísa til hans sjúklingum af öllu landinu með margs konar meðfædd lýti, sérlega skörð. Þegar við það bættist að aðal fæðinga- og kven- sjúkdómadeild landsins og síðar eina barna- deild voru staðsettar á Landspítalanum leiddi það af sjálfu, að hann varð miðstöð meðferðar á skörðum. Upp úr 1955 tók annar greinarhöf- unda (ÁB) við skarðameðferðinni og með- höndlaði flesta skarðasjúklinga fram til ársins 1993, en læknarnir Knútur Björnsson og Ólafur Einarsson sem báðir starfa á lýtalækn- ingadeild Landspítalans hafa meðhöndlað hluta sjúklinganna. Miðstýring meðferðarinnar hefur þróast af sjálfu sér en heilbrigðisyfirvöld hafa ekki feng- ist til að skyldubinda hana, en það er að mati
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.