Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1996, Qupperneq 32

Læknablaðið - 15.10.1996, Qupperneq 32
710 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 kemur einnig í ljós hvort misræmi er milli vaxt- ar í efri og neðri kjálka. Sé svo þarf að breyta því með aðgerð, framflutningi á efri kjálka og/ eða flutningi aftur á neðri kjálkanum. Að jafn- aði nægja fimm til sex aðgerðir til að ljúka meðferð. Raunin er þó oft önnur. Þær geta orðið fleiri en sjaldan færri. Þegar barnið byrj- ar að tala geta erfiðleikar komið í ljós sem oftast stafa af því að loft sleppur upp í nef, þegar það myndar lokhljóð. Algengasta ástæða þess er að mjúki gómurinn er of stuttur eða ekki nægilega hreyfanlegur, eða að á hon- um eru göt sem hleypa í gegn lofti og fljótandi fæðu. í slíkum tilvikum geturframburðurverið óskýr þótt gómurinn loki nefkokinu á fullnægj- andi hátt. Þá þarf að leita ástæðunnar. Sé hægt að lagfæra hana með skurðaðgerð er best að gera það áður en barnið byrjar í skóla, en þá þarf barnið talþjálfun fyrir og eftir. Ör geta verið þannig að ástæða sé til að lagfæra þau áður en sjúklingurinn byrjar í skóla, svo hann verði síður fyrir aðkasti. Sömuleiðis getur skekkja á nefi stungið í augu og þó lagfæring í bernsku sé ekki alltaf varanleg getur útlitið batnað, að minnsta kosti tímabundið. Nær öll vandamál sem upp koma í tengslum við aðgerð fjölga aðgerðum. Þannig getur sjúklingur með alskarð þurft að gangast undir fimm til sex aðgerðir fyrir táningsaldur. Þegar meðalfjöldi aðgerða var skoðaður var gert ráð fyrir því að hugsanlegt væri að þrjár aðgerðir minnst nægðu til að ljúka meðferð. Því voru allir sjúklingar með færri en þrjár aðgerðir teknir út úr efniviðnum en ýmsar ástæður voru fyrir því að meðferð var ekki fullnægjandi eða henni ekki lokið, til dæmis brottför af landinu. Undantekning eru þrír sjúklingar með hluta- skarð í vör og hlutaskarð í gómi, en sú samsetn- ing er sjaldgæf. Þegar um er að ræða klofinn góm einan sér, hefur þeirri reglu yfirleitt verið fylgt að fram- kvæma fyrstu aðgerð á sjötta til 10. mánuði og loka þá allri gómrifunni. Stundum hefur rif- unni verið lokað fyrr og líka síðar, einkum þegar um hefur verið að ræða klofinn úf með rofi á gómvöðvum, því að einkenni um skarð hafa þá ekki komið í ljós fyrr en viðkomandi fór að tala. Oftast nægir ein aðgerð, en komi fram einkenni um mállýti þegar sjúklingur fer að tala þarf að leita orsakanna. Þær geta verið heyrnarskerðing, gat á gómnum, of stuttur gómur eða gómur með skertan hreyfanleika og í einstökum tilvikum meðfædd mænukylfulöm- un. Mállýtin eru metin af talmeinafræðingi. Þegar ljóst er að þau verða ekki bætt með talþjálfun einni saman getur þurft skurðaðgerð sem er í því fólgin að þrengja nefkokið, en til þess eru ýmsar aðferðir. Talþjálfun er alltaf undanfari aðgerðar og hefst fljótlega eftir hana. Þegar um er að ræða skarð í vör og skarð í vör og tanngarði hefur þeirri reglu venjulega verið fylgt að framkvæma fyrstu aðgerð þegar barnið er á aldrinum fjögurra til sex mánaða. Þessi tímasetning er þó ekki föst og helgast fremur af óskum foreldra en þörf fyrir aðgerð á ákveðnum tíma. Þörf fyrir seinni aðgerðir fer eftir útliti vararinnar eða nefsins eða hvoru tveggja, en sé rof í tanngarðinum þarf að fylla það með beini kringum seinni tanntöku. Ættartengsl í heildarhópnum (433 einstak- lingum) töldust hjá 147 eða um 30%. Ef ein- ungis eru teknir þeir 336 sem fæddir eru eftir 1955 höfðu 133 eða um 40% fjölskyldusögu um skarð, en upplýsingar um þann hóp voru taldar áreiðanlegri. í könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla íslands sem gerð var í júní 1994 voru 1500 ein- staklingar á aldrinum 18-75 ára spurðir um ættartengsl við fólk með skörð, hlutfall svara var 72,9% og svöruðu 8,7% játandi. Varasamt er að draga ályktanir af þessum tölum. Þó má ætla að tölurnar úr könnun Félagsvísindastofn- unar séu í lægra lagi, því að svarendum gefst lítið tóm til svara. Foreldrar skarðasjúklinga og skarðasjúklingarnir sjálfir hafa hins vegar næg- an tíma til að leita sér upplýsinga. Þá er ekki ólíklegt að í þeim hópi kunni einhverjir að vera taldir oftar en einu sinni. Frá því skipulögð skarðameðferð hófst hér á landi í lok fimmta og byrjun sjötta áratugarins hafa orðið ýmsar breytingar á meðferðinni. Mesta breytingin varð þegar farið var að taka sjúklinga með alskarð til aðgerðar strax eftir fæðingu, en fyrsta aðgerð af því tagi var gerð 1977 (31-36). Tilgangurinn með því var annars vegar að móðirin færi heim með minna van- skapað barn og hins vegar að tog vararinnar nýttist til að móta tanngarðinn meðan hann er mótanlegastur, en það gerir endanlega aðgerð auðveldari. Ekki hefur enn verið unnt að meta árangur eða hver áhrif aðgerð af þessu tagi hefur á andlitsvöxtinn. Þá var í fyrstu ekki lögð jafnmikil áhersla og síðar varð á að losa og rétta vöðvana í vörinni, en það er nú talið grundvallaratriði til að ná góðum árangri (37).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.