Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 60

Læknablaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 60
728 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Opið bréf til stjórnar LÍ Stjórnunarmenntun lækna Undirritaður leyfir sér hér með, sem almennur félagi í LÍ, að hvetja stjórn félagsins að beita sér hið fyrsta fyrir aukinni formlegri stjórnunarmenntun íslenskra lækna. Ef ekki verður úr bætt er hætta á dvínandi áhrifum lækna á íslensk heil- brigðismál. Forsendur Læknar hafa víðast hvar ekki notið formlegrar stjórnunar- menntunar, enda hefur hún hvorki verið hluti af almennu læknanámi né sérfræðinámi. Stjórnun er hins vegar stór hluti af starfi margra lækna og margir hafa verið kallaðir til stjórnun- arstarfa jafnvel utan heilbrigðis- stofnana. Læknar hafa staðið sig misjafnlega í stjórnunarstöð- um eins og alkunna er, en þó síður en svo verr en aðrar stéttir þegar á heildina er litið. Form- leg stjórnunarmenntun er af hinu góða, en allra besta stjórn- unarmenntunin liggur þó í því að vinna náið með góðum stjórnendum (en einnig mistæk- um). Slíkt lærlingshlutverk hef- ur skilað læknastéttinni mörg- um góðum stjórnendum, enda aðalsmerki læknismenntunar- innar að fá að vinna náið með eldri og reyndari kollegum. Nú er hins vegar öldin önnur og dugar óformleg menntun ekki lengur. Læknar virðast kerfisbundið sniðgengnir þegar ráðið er í æðri stöður. I Noregi hefur þetta verið sérstaklega áberandi, en einnig mun hafa borið á þessu á íslandi. Hjúkr- unarfræðingar hafa unnvörpum verið teknir fram yfir lækna þó hæfir séu. Nú er til dæmis svo komið í Noregi að læknaráð eru meira og minna áhrifalaus og í embætti landlæknis þarf ekki lengur læknismenntun. Fyrir nokkrum árum voru þrjú stór sjúkrahús í Osló með lausar for- stjórastöður og í öllum tilfellum voru hjúkrunarfræðingar teknir fram yfir lækna. Hin opinbera skýring er að læknar hafi enga stjórnunarmenntun og séu því ekki hæfir í slíkar stöður. Ýmsar aðrar ástæður liggja hér að baki, þó þær séu ekki ræddar opin- berlega, en lítum nánar á nokkrar þeirra: a) Sú kenning gengur ljósum logum að til séu alhliða stjórn- endur sem, að fenginni stjórn- unarmenntun, geti hoppað á milli fyrirtækja og stjórnað, án þess að þekkja til framleiðsl- unnar. Slíka menn verði að fá til að stjórna sjúkrahúsunum til að vel gangi (og það þótt þeir hafi ekki hundsvit á hvað sjúkrahús- in eiga að framleiða, það er meðferð sjúks fólks). f>að er rétt að benda á að stjórnunarmennt- un er ákaflega lítil vísindagrein og byggir mikið á tískubylgjum, sem miðast oft við fræga ein- staklinga sem náð hafa langt með sín fyrirtæki. Þegar ferill þeirra er hins vegar skoðaður til lengri tíma litið þá mistekst þeim allflestum að lokum. Með öðrum orðum þá reynist stjórn- unaraðferð þeirra takmörkun- um háð og gildir ekki alls stað- ar. Fáir þessara stjórnenda líta á sjúkrahúsforstjórahlutverkið sem sitt síðasta verkefni, heldur sem stökkpall í enn betri stöður. Flestir þeirra hafa því þá aðal- hugsjón að halda sig innan fjár- laga. Það er hreinlega ekki á þeirra færi að sinna faglegri þró- un, enda fáir aðrir en læknar færir um slíkt. b) Læknar eru venjulega ekki tilbúnir að slíta öll tengsl við sjúklinga sína og eru yfirleitt trúir uppruna sínum (með und- antekningum auðvitað). Það er því yfirleitt ekki auðvelt að fá lækna í stjórnunarstöðum til að taka þátt í aðgerðum er beinast gegn sjúklingum og eigin stétt. Með öðrum orðum þá þykja læknar ekki jafn þægir og ýmsar aðrar stéttir, enda hafa þeir átt- að sig manna best á því að það eru sjúklingarnir sjálfir sem eru eigendur heilbrigðisstofnana í raun, en ekki stjórnmálamenn. c) Margir sjá ofsjónum yfir áhrifum lækna í heilbigðismál- um og vilja kenna þeim um að sparnaður í heilbrigðiskerfinu sé erfiður. Það er ekki óeðlilegt því læknar eru uppteknari af bættri þjónustu en samdrætti. Það gleymist auðveldlega að það voru læknar sem hafa byggt upp íslenska heilbrigðiskerfið, sem er með því besta í heimin- um og jafnframt ódýrt. d) Hjúkrunarfræðingar eru að framansögðu ekki óeðlilegur valkostur þeirra sem vilja veg lækna sem minnstan. Þeir hafa stjórnunarmenntun sem hluta af sínu námi, eru heilbrigðis- stétt og hafa í mörgum tilfellum reynst mjög trúir sínum yfirboð- urum. Auk þess hafa margir þeirra stjórnunarlegar frama- vonir. Það eru hins vegar ekki hjúkrunafræðingar sem eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.