Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 20
700 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 hafa býkúpulaga útlit í þverskurðinn (1, 3). í smásjá eru blöðrurnar þaktar æðaþelsfrumum og risafrumum. Umhverfis eru einkjarna bólgufrumur og stundum bólguhnúðar. Sam- setning lofts í blöðrunum líkist andrúmslofti. Orsakir sjúkdómsins eru óþekktar og hann það sjaldgæfur að fáir læknar líta hann augum. Hér er sagt frá einu slíku tilfelli, því fyrsta sem lýst hefur verið á íslandi. Sjúkratilfelli Sjúklingur var 36 ára gömul kona, gengin 41 viku og tvo daga. Hún kom á fæðingardeild að kvöldi með hríðarverki. Fæðing gekk hægt þrátt fyrir verki og undir morgun fór að bera á dýfum í fósturriti. Útvíkkun varð aðeins 6 cm. Sýnt var að fæðing myndi ekki ganga áfram og var því ákveðið að gera keisaraskurð. Gekk aðgerðin vel og fæddist heilbrigður drengur. Konan náði sér fljótt eftir aðgerðina og að kvöldi annars dags fékk hún fljótandi fæði. Sólarhring síðar fékk hún kviðverki og losnaði við mikið loft. Á fjórða degi mældist hiti 39,1°C og fékk hún þá tvisvar á dag ceftríaxón lg og metrónídazól 0,5g þrisvar á dag en að morgni fimmta dags var aukið þan á kviði og hiti 38,5°C. Konan fór þá í röntgenmynd af kviði, sem vakti grun um garnastíflu og því var ákveðið að gera kviðarholsskurð. í aðgerðinni sást mikið loft í ristli en engin merki um sýk- ingu eða samvexti. Gerð var botnlangataka og vökvi og loft sogað út. Ræktað var frá kviðar- holi, legi og ristli en þar kom ekkert óeðlilegt fram. Vefjaskoðun á botnlanga sýndi bráða til meðalbráða bólgu. Eftir aðgerð fór konan á gjörgæslu og sama kvöld hafði hún stöðugan niðurgang. Á sjötta degi fór hiti í 39,8°C en lækkaði við lg metýl- prednisólón. Einnig fékk hún ceftríaxón, metr- ónídazól og ampicillín og 31 af súrefni í nös. Mikið vökvatap, 2-3 lítrar á dag, varð næstu daga vegna niðurgangs, sem fór minnkandi og var konan flutt á fæðingardeild á 10. degi, þá hitalaus en áfram fastandi. Á 11. degi var aftur komið aukið þan á kviði og verkir. Hvít blóðkorn mældust 19,3 E9/1. Við ristilspeglun, sáust loftfylltar blöðrur í fall- og bugaristli, sem lokuðu holinu nánast alveg og samrýmdust ristilloftblöðrum (mynd 1). Konunni var þá gefið 50% súrefni gegnum maska. Niðurgangur var enn mikill og fékk hún næringarefni í æð. Á 15. degi var súrefnið aukið í 70%. Ristilspeglun tveimur dögum síð- ar sýndi ekki nægan bata og því var reynt að auka súrefnisflæðið með því að minnka göt á maska. Á 16. degi mældist súrefnisþrýstingur (P02) 240mmHg en hvít blóðkorn 6,0 E9/1. Næstu daga var reynt að halda súrefnisþrýst- ingi í 250-300mmHg og er konan fór í ristil- speglun á 24. degi voru blöðrurnar nánast horfnar (mynd 2). Hægðir voru þá einnig nán- ast eðlilegar og hún fékk trefjalaust fæði. Á 26. degi losnaði hún við súrefnisgrímuna og fékk almennt fæði og útskrifaðist við góða líðan tveimur dögum síðar, 28 dögum frá innlögn. Umræða Garnaloftblöðrum er oft skipt í frum- (15%) og fylgisjúkdóm (85%) og er sá fyrrnefndi einkum bundinn við ristil (3). Sjúkdómurinn hefur verið tengdur ýmsum sjúkdómum í melt- ingarvegi, svo sem magasári, garnastíflu, ristil- og botnlangabólgu en einnig kviðaraðgerðum, speglunum, svæfingum og ýmsum lungnasjúk- dómum (2-^1). Ekki er ljóst hver orsökin var í framangreindu tilfelli. Sjúklingurinn fór tví- vegis í kviðarholsaðgerð og greindist með Fig 1. Pneumatosis coli. Fig 2. Colon after Ö2-treatment
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.