Læknablaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 16
730
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
höfðu lyfjaofnæmi en hinna (p<0,01). Jákvætt
Phadiatop™ próf var hins vegar ekki algengara
meðal þeirra sem töldu sig hafa lyfjaofnæmi.
Niðurstaða höfunda var sú að ofnæmi væri
ekki áhættuþáttur fyrir lyfjaofnæmi, gagnstætt
okkar niðurstöðum sem byggðu á jákvæðum
húðprófum. í rannsókn Haddi og félaga var
tíðnin marktækt hærri í yngri aldurshópunum.
Algengast var að tengja ofnæmisviðbrögð
sýklalyfjum (45%), gigtarlyfjum (17%) og
röntgenskuggaefni (6%). Ef sýklalyf eru skoð-
uð sérstaklega var hlutfall viðbragða fyrir peni-
cillíni og makrólíðum öllu hærra í Frakklandi
en á íslandi en hlutfall viðbragða fyrir súlfa og
tetracýklíni hærra á Islandi.
Árið 1988 birtu Patriarca og félagar á Ítalíu
niðurstöður rannsóknar á 465 einstaklingum
sem voru sendir til rannsóknar á ofnæmismót-
töku í Róm vegna gruns um lyfjaofnæmi (12).
Þeir gerðu afar ítarlegar ofnæmisrannsóknir,
meðal annars húðpróf með inndælingu í húð
(intracutan) og plástraprófi (epicutan),
RAST, RIA (radioimmunologic assay), LTT
(lymphocyte transformation test), heildar E-
ónæmisglóbúlíni og passive transfer test
(Prausnitz-Kustner test) á sjálfboðaliðum, ef
önnur próf voru neikvæð. Þeir prófuðu fyrir
mörgum sýklalyfjum, aspiríni, joði og stað-
deyfingarlyfjum. Alls reyndust 166 (35,7%)
með lyfjaofnæmi samkvæmt einhverju af ofan-
greindum rannsóknum, flestir fyrir penicillíni
(82,5%), en 299 (64,3%) komu neikvæðir út
og töldust því með annað lyfjaóþol. Hlutfall
raunverulegs lyfjaofnæmis var lægst í yngstu
aldursflokkunum en hæst á aldursbilinu 40-70
ára. E-ónæmisglóbúlín mótefni voru jafn há
hvort sem ofnæmispróf voru jákvæð eða nei-
kvæð. Niðurstaðan varð sú að þriðjungur
þeirra sem til þeirra leituðu vegna lyfjaofnæmis
hefðu það í raun og veru.
í könnun þar sem skráð voru ofnæmisvið-
brögð af lyfjum og lyfjanotkun hjá sjúklingum
á lyflæknisdeild, var marktækt samband milli
fjölda lyfja og fjölda ofnæmisviðbragða (14). I
okkar könnun var ekki gerð tilraun til að meta
lyfjanotkun þeirra sem þátt tóku í könnuninni.
Könnunin hefur sýnt að einkenni um lyfjaof-
næmi eru algeng hjá miðaldra Islendingum og
að konum er helmingi hættara en körlum til að
fá slík einkenni. Fólki með ofnæmi, skilgreint
sem jákvæð húðpróf fyrir algengum loftborn-
um ofnæmisvöldum, svo og þeim sem hafa of-
næmissjúkdóma og ofnæmiseinkenni af fæðu-
tegundum er hættara en öðrum til að fá ofnæm-
iseinkenni af lyfjum. Því ættu læknar að vera
vakandi fyrir þeirri hættu þegar þessir sjúkling-
ar eiga í hlut, einkum konurnar. í rannsóknar-
þýðinu var tíðni ofnæmis jöfn hjá báðum kynj-
um. Þar er því ekki að finna skýringu á algeng-
ari einkennum lyfjaofnæmis hjá konum. Að
raunin skuli samt vera sú vekur upp þá spurn-
ingu hvort meiri lyfjanotkun kvenna til dæmis
á sýklalyfjum valdi hér einhverju (15).
Þakkir
Höfundar færa eftirtöldum aðilum bestu
þakkir fyrir fjárstuðning við rannsóknina:
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu,
Vísindaráði íslands og SÍBS.
HEIMILDIR
1. Gell PG, Coombs RRA. Clinical aspects of immunol-
ogy. Oxford: Blackwell, 1963.
2. Van Arsdel PP Jr. Classification and risk factors for drug
allergy. Immunol Allergy Clin North Am 1991; 11: 475-
92.
3. Van Arsdel PP Jr. Pseudoallergic drug reactions. Immu-
nol Allergy Clin North Am 1991; 11: 635-44.
4. Nelson HS. The atopic diseases. Ann Allergy 1985; 55:
441-7.
5. Hollister LE. Adverse reactions to drugs. Postgrad Med
1965; 37: 94.
6. Laforest M, More D, Fisher M. Predisposing factors in
anaphylactoid reactions to anaesthetic drugs in an Aus-
tralian population: the role of allergy, atopy and previ-
ous anaesthesia. Anesth Intens Care 1980; 8: 454-9.
7. Fee JPH, McDonald JR, Clarce RSJ, Dundee JW. Pal
PK. The incidence of atopy and allergy in 10000 prean-
esthetic patients. Br J Anesth 1978; 50: 74-6.
8. Burney PGJ, Luczynska C, Chinn S, Jarvis D. The
European Community Respiratory Health Survey. Eur
Respir J 1994; 7: 954-60.
9. Gíslason Þ, Gíslason D, Blöndal Þ, Helgason H, Rafns-
son V. Öndunarfæraeinkenni íslendinga á aldrinum 20-
44 ára. Læknablaðið 1993; 79: 343-7.
10. Gíslason D, Gíslason Þ. Blöndal Þ, Helgason H. Bráða-
ofnæmi hjá 20-44 ára íslendingum. Læknablaðið 1995;
81: 606-12.
11. Haddi E, Charpin D, Tafforeau M, Kulling G, Lan-
teaume A, Kleisbauer JP, et al. Atopy and systemic
reactions to drugs. Allergy 1990; 45: 236-9.
12. Patriarca G, Schiavino D. Nucera E, Di Rienzo V.
Romano A, Pellegrino S, et al. Serum IgE and atopy in
drug-sensitive patients. Ann Allergy 1989; 62: 416^-20.
13. Fischer MM, More DG. The epidemiology and clinical
features of anaphylactic reactions in anaesthesia.
Anaesth Intens Care 1981; 9: 226-34.
14. Maibach R, Hoigné R, Maurer P, D'Andrea Jaeger M,
Capaul R, Egli A, et al. Anticipating the risk of devel-
oping an adverse drug reaction. 7th International Con-
ference on Pharmaco-epidemiology, Basel August 26-
29, 1991 (abstract).
15. Sigurðsson JA, Oddsson A, Magnússon G, Jónsson H,
Blöndal Þ. Samband aldurs og sýklalyfjanotkunar.
Læknablaðið 1989; 75: 331-5.