Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 16
730 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 höfðu lyfjaofnæmi en hinna (p<0,01). Jákvætt Phadiatop™ próf var hins vegar ekki algengara meðal þeirra sem töldu sig hafa lyfjaofnæmi. Niðurstaða höfunda var sú að ofnæmi væri ekki áhættuþáttur fyrir lyfjaofnæmi, gagnstætt okkar niðurstöðum sem byggðu á jákvæðum húðprófum. í rannsókn Haddi og félaga var tíðnin marktækt hærri í yngri aldurshópunum. Algengast var að tengja ofnæmisviðbrögð sýklalyfjum (45%), gigtarlyfjum (17%) og röntgenskuggaefni (6%). Ef sýklalyf eru skoð- uð sérstaklega var hlutfall viðbragða fyrir peni- cillíni og makrólíðum öllu hærra í Frakklandi en á íslandi en hlutfall viðbragða fyrir súlfa og tetracýklíni hærra á Islandi. Árið 1988 birtu Patriarca og félagar á Ítalíu niðurstöður rannsóknar á 465 einstaklingum sem voru sendir til rannsóknar á ofnæmismót- töku í Róm vegna gruns um lyfjaofnæmi (12). Þeir gerðu afar ítarlegar ofnæmisrannsóknir, meðal annars húðpróf með inndælingu í húð (intracutan) og plástraprófi (epicutan), RAST, RIA (radioimmunologic assay), LTT (lymphocyte transformation test), heildar E- ónæmisglóbúlíni og passive transfer test (Prausnitz-Kustner test) á sjálfboðaliðum, ef önnur próf voru neikvæð. Þeir prófuðu fyrir mörgum sýklalyfjum, aspiríni, joði og stað- deyfingarlyfjum. Alls reyndust 166 (35,7%) með lyfjaofnæmi samkvæmt einhverju af ofan- greindum rannsóknum, flestir fyrir penicillíni (82,5%), en 299 (64,3%) komu neikvæðir út og töldust því með annað lyfjaóþol. Hlutfall raunverulegs lyfjaofnæmis var lægst í yngstu aldursflokkunum en hæst á aldursbilinu 40-70 ára. E-ónæmisglóbúlín mótefni voru jafn há hvort sem ofnæmispróf voru jákvæð eða nei- kvæð. Niðurstaðan varð sú að þriðjungur þeirra sem til þeirra leituðu vegna lyfjaofnæmis hefðu það í raun og veru. í könnun þar sem skráð voru ofnæmisvið- brögð af lyfjum og lyfjanotkun hjá sjúklingum á lyflæknisdeild, var marktækt samband milli fjölda lyfja og fjölda ofnæmisviðbragða (14). I okkar könnun var ekki gerð tilraun til að meta lyfjanotkun þeirra sem þátt tóku í könnuninni. Könnunin hefur sýnt að einkenni um lyfjaof- næmi eru algeng hjá miðaldra Islendingum og að konum er helmingi hættara en körlum til að fá slík einkenni. Fólki með ofnæmi, skilgreint sem jákvæð húðpróf fyrir algengum loftborn- um ofnæmisvöldum, svo og þeim sem hafa of- næmissjúkdóma og ofnæmiseinkenni af fæðu- tegundum er hættara en öðrum til að fá ofnæm- iseinkenni af lyfjum. Því ættu læknar að vera vakandi fyrir þeirri hættu þegar þessir sjúkling- ar eiga í hlut, einkum konurnar. í rannsóknar- þýðinu var tíðni ofnæmis jöfn hjá báðum kynj- um. Þar er því ekki að finna skýringu á algeng- ari einkennum lyfjaofnæmis hjá konum. Að raunin skuli samt vera sú vekur upp þá spurn- ingu hvort meiri lyfjanotkun kvenna til dæmis á sýklalyfjum valdi hér einhverju (15). Þakkir Höfundar færa eftirtöldum aðilum bestu þakkir fyrir fjárstuðning við rannsóknina: Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Vísindaráði íslands og SÍBS. HEIMILDIR 1. Gell PG, Coombs RRA. Clinical aspects of immunol- ogy. Oxford: Blackwell, 1963. 2. Van Arsdel PP Jr. Classification and risk factors for drug allergy. Immunol Allergy Clin North Am 1991; 11: 475- 92. 3. Van Arsdel PP Jr. Pseudoallergic drug reactions. Immu- nol Allergy Clin North Am 1991; 11: 635-44. 4. Nelson HS. The atopic diseases. Ann Allergy 1985; 55: 441-7. 5. Hollister LE. Adverse reactions to drugs. Postgrad Med 1965; 37: 94. 6. Laforest M, More D, Fisher M. Predisposing factors in anaphylactoid reactions to anaesthetic drugs in an Aus- tralian population: the role of allergy, atopy and previ- ous anaesthesia. Anesth Intens Care 1980; 8: 454-9. 7. Fee JPH, McDonald JR, Clarce RSJ, Dundee JW. Pal PK. The incidence of atopy and allergy in 10000 prean- esthetic patients. Br J Anesth 1978; 50: 74-6. 8. Burney PGJ, Luczynska C, Chinn S, Jarvis D. The European Community Respiratory Health Survey. Eur Respir J 1994; 7: 954-60. 9. Gíslason Þ, Gíslason D, Blöndal Þ, Helgason H, Rafns- son V. Öndunarfæraeinkenni íslendinga á aldrinum 20- 44 ára. Læknablaðið 1993; 79: 343-7. 10. Gíslason D, Gíslason Þ. Blöndal Þ, Helgason H. Bráða- ofnæmi hjá 20-44 ára íslendingum. Læknablaðið 1995; 81: 606-12. 11. Haddi E, Charpin D, Tafforeau M, Kulling G, Lan- teaume A, Kleisbauer JP, et al. Atopy and systemic reactions to drugs. Allergy 1990; 45: 236-9. 12. Patriarca G, Schiavino D. Nucera E, Di Rienzo V. Romano A, Pellegrino S, et al. Serum IgE and atopy in drug-sensitive patients. Ann Allergy 1989; 62: 416^-20. 13. Fischer MM, More DG. The epidemiology and clinical features of anaphylactic reactions in anaesthesia. Anaesth Intens Care 1981; 9: 226-34. 14. Maibach R, Hoigné R, Maurer P, D'Andrea Jaeger M, Capaul R, Egli A, et al. Anticipating the risk of devel- oping an adverse drug reaction. 7th International Con- ference on Pharmaco-epidemiology, Basel August 26- 29, 1991 (abstract). 15. Sigurðsson JA, Oddsson A, Magnússon G, Jónsson H, Blöndal Þ. Samband aldurs og sýklalyfjanotkunar. Læknablaðið 1989; 75: 331-5.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.