Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 12
728 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 atory volume) á metakólínprófi töldust hafa auðreitni í berkjum. A Islandi voru þátttakendur spurðir nokk- urra spurninga sem ekki voru með í alþjóðlegu rannsókninni, rneðal annars eftirfarandi spurningar: Hefur þú fengið ofnæmiseinkenni af lyfjum? Þeir sem svöruðu því játandi, svör- uðu einnig 10 viðbótarspurningum um ein- kennin. Nokkru síðar var haft símasamband við þá sem töldu sig hafa lyfjaofnæmi og þeir spurðir nánar um lyfin og einkennin; hve fljótt þau komu og hve lengi þau stóðu. Spurt var um aldur við lyfjatöku, hvort lyfjaofnæmi væri þekkt í fjölskyldunni og hvort ofnæmið hafi verið greint af lækni. Við tölfræðilega útreikninga voru notuð kí- kvaðratspróf við samanburð á hópum. Niðurstöður Alls svöruðu 545 (73%) þátttakendur spurn- ingunni um hvort þeir hefðu ofnæmiseinkenni af lyfjum (tafla I). Af þeim svöruðu 77 (14%) spurningunni játandi; 19% kvennaog9% karla (p<0,001) (tafla II). Alls svöruðu 468 spurn- ingunni neitandi og mynda því samanburðar- hóp. Munur á tíðni eftir aldri var ekki marktækur, en ef bæði kynin eru talin saman er veik til- hneiging til aukinnar tíðni með auknum aldri, enda um uppsafnaða tíðni einkenna að ræða (tafla II). Kannað var hvort ofnæmi, ofnæmissjúk- dómar, húðsjúkdómar, auðreitni eða fæðu- óþol kæmu oftar fyrir hjá þeim sent töldu sig hafa ofnæmi en hjá samanburðarhópnum (tafla III). Sá munur var marktækur (p<0,05) varðandi ofnæmi, ofnæmiskvef, exem, ofsa- kláða og fæðuóþol. Einnig var aukin tíðni astma, barnaexems, ofsabjúgs og auðreitni í berkjum hjá þeint sem töldu sig hafa lyfjaof- næmi. Sá munur var þó ekki marktækur. Meðalgildi (geometric mean value) E-ónæmis- glóbúlíns mældist 17,5 kU/L hjá þeint sem töldu sig hafa lyfjaofnæmi en 12,6 kU/L hjá samanburðarhópnum (p=0,08). Leitað var að öðrum líklegum áhættuþátt- um. Þar var kannað hvort astmi eða ofnæmi hjá foreldrum, reykingar foreldra eða lungna- sýkingar fyrir fimm ára aldur þátttakenda væru algengari í sögu þeirra sem töldu sig hafa lyfja- ofnæmi en hjá samanburðarhópnum (tafla IV). Enginn marktækur munur var á hópunum hvað þetta varðaði en tilhneiging var til auk- innar tíðni meðal þeirra sem áttu móður með ofnæmi (p=0,08). Sjötíu og fimm svöruðu spurningum um einkenni lyfjaofnæmisins (tafla V). Langal- gengustu einkennin voru frá húð (67%), þar næst komu einkenni frá öndunarfærum (13%) og hiti (8%). Önnur einkenni (43%) voru ekki nánar tilgreind. Af þeim 77 einstaklingum sem töldu sig hafa lyfjaofnæmi, náðist í 64 símleiðis. Við nánari eftirgrennslan neituðu 13 þeirra (20%) lyfjaof- næmi. Þeir sem eftir voru, alls 51, nefndu sýklalyf oftast sem orsakavald (67%) (tafla VI), 26% nefndu penicillín, 10% súlfa, 10% tetracýklín og 21% önnur sýklalyf. Næst þar á eftir komu deyfilyf, gigtarlyf og verkjalyf. Al- gengustu einkenni lyfjaofnæmis voru ofsakláði (43%) og ofsabjúgur (22%). Þrjátíu og tveir einstaklingar svöruðu því hversu fljótt einkennin komu eftir fyrstu lyfja- töku. Hjá 16% komu einkennin innan hálfrar klukkustundar, hjá 16% eftir hálfa til tvær klukkustundir og hjá 31% eftir 2-12 klukku- stundir. Lyfjaofnænti var greint af lækni hjá 28 (55%) einstaklingum, 16 (31%) leituðu ekki læknis og sjö (14%) vissu ekki hvort læknir greindi hjá þeint ofnæmið. Þriðjungur þeirra sem töldu sig hafa lyfjaofnæmi áttu foreldra eða börn sem einnig höfðu lyfjaofnæmi. Table I. Response rate ofrandomly selected 400 men and 400 women. Answered questions on drug allergy 545 Did not answer questions on drug allergy 25 Refused to participate 105 Moved away 56 Died 1 Untracked 68 Total 800 Table II. Age and gender among 77 drug allergic (DA) indi- viduals. Age Male Female DA / total (%) DA / total (%) 20-24 3/36 ( 8) 6/39 (15) 25-29 2/55 ( 4) 11/51 (22) 30-34 5/55 ( 9) 15/72 (21) 35-39 6/58 (10) 9/51 (18) 40-44 8/63 (13) 12/65 (18) Total 24/267 ( 9) 53/278 (19)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.