Læknablaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 66
Skjótvirkt magalyf
Lanser (Omega Farma, 950073) SÝRUHJÚPHYLKI; A 02 B C R. Hvert sýruhjúphylki inniheldur: Lansoprazolum INN 30 mg. Eiginleikar: Lyfið blokkar prótónupumpuna
(H , K - ATPasa) í paríetalfrumum magans. Lyfið dregur þannig úr framleiðslu magasýru, bæði grunnframleiðslu og við hvers kyns örvun. Lyfið frásogast frá smáþörmum, en breytist
í virkt form í súru umhverfi paríetalfrumnanna. Fylgni er milli áhrifa á sýruframleiðslu og flatarmáls undir blóðþéttniferlinum (AUC), en ekki blóðþéttni hverju sinni, Blóðþéttni nær
hámarki 1,5 klst. eftir töku lyfsins. Aðgengi er yfirleitt hátt (80-90%), en er mjög breytilegt milli einstaklinga. Binding við plasmaprótein er um 97%. Helmingunartími í blóði er
1-2 klst.; hann lengist með hækkandi aldri og við skerta lifrarstarfsemi. Lyfið umbrotnar að fullu í lifur og skilst út sem óvirk umbrotsefni, 65% í saur og afgangur í þvagi.
Ábendingar Skammtímameðferð á sársjúkdómi í skeifugörn og maga. Skammtímameðferð á bólgu í vélinda vegna bakflæðis. Æskilegt er að þessar greiningar séu staðfestar
með röntgen eða speglun. Frábendingar: Engar þekktar. Varúð: Við skerta lifrarstarfsemi er helmingunartími lengdur og skammta getur þurft að minnka.
Meðganga og brjóstagjöf: Klínísk reynsla af gjöf lyfsins á meðgöngutíma er lítil. Fósturskemmdir hafa ekki komið fram við dýratilraunir. Ekki er vitað hvort lyfið skilst út í brjóstamjólk.
Aukaverkanir: Algengar (>1%): Miðtaugakerfi: Höfuðverkur, svimi. Meltingarfæri: Niðurgangur, ógleði, magaverkir, hægðatregða, uppköst, vindgangur. Húð: Útbrot.
Sjaldgæfar (0,1-1%): Þreyta. Milliverkanir: Lyfið umbrotnar fyrir tilstilli cýtókróm P-450 enzýma og gfeti haft milliverkanir við önnur lyf sem þetta enzýmkerfi umbrýtur.
Lyfið virðist ekki hafa milliverkanir við díazepam, fenýtóín, teófýllín', warfarín, sýrubindandi lyf eða bólgueyðandi gigtarlyf. Skammtastærðir handa fullorðnum: Sýruhjúphylkin
verður að gleypa í heilu lagi. Lyfið er ætlað til skammtímameðferðar, mest í 8 vikur. Skeifugarnarsár: Venjulegur skammtur er 30 mg á dag í 2 vikur. Hafi sárið ekki gróið má
halda meðferð áfram í 2 vikur í viðbót. Magasár: Venjulegur skammtur er 30 mg á dag í 4 vikur. Hafi sárið ekki gróið má halda meðferð áfram í 4 vikur til viðbótar. Bólga í vélinda
vegna bakflæðis: Venjulegur skammtur er 30 mg á dag í 4 vikur. Hafi bólgan ekki læknast má halda meðferð áfram í 4 vikur til viðbótar. Skammtastærðir handa börnum:
Lyfið er ekki ætlað börnum. Pakkningar og verð: Sýruhjúphylki 30 mg: 14 stk. 3.043 kr.; Sýruhjúphylki 30 mg: 28 stk. 5.901 kr.;Sýruhjúphylki 30 mg: 56 stk. 11.230 kr.
LANSER
(lansóprazól)
- nýtt, skjótvirkt og áhrifaríkt íslenskt magalyf
o
Omega Farma
HÍR 4 NÚ AUCIÝ