Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 18
732 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Table 1. Representative ranges of plasma homocysteine con- centrations (\unol/L) in various clinical circumstances and the prevalences of hyperhomocysteinemia defined as greater than the 95th percentile of normal concentrations. Range Prevalence (%) Normal 5-17 (5) Coronary artery disease 8-20 (30-40) End-stage renal disease 15-50 (80-90) Homocystinuria May be >250 (100) mjög aukinni hættu á blóðsegamyndun í slag- æðum og bláæðum ungra hómósystínmigu- sjúklinga (4-6). Árið 1975 setti McCully fram kenningu sína um tengsl æðakölkunar og hækkaðrar þéttni hómósysteins í blóðvökva (7). Hann benti á að aukið nýgengi æðasjúk- dóma einkenndi heilkennið hómósystínmigu en væri ekki bundið ákveðnum erfðagalla. Því væri líklegt að hækkuð hómósysteinþéttni sem slík væri skaðleg æðum (7). McCully varpaði einnig fram þeirri tilgátu að vœg hækkun á hómósysteinþéttni í blóðvökva væri áhættu- þáttur æðakölkunar (8). Síðan hafa niðurstöð- ur margra rannsókna stutt þessa tilgátu. Verða þeim gerð nokkur skil í þessari grein. Fyrst verður þó sagt frá hómósysteinbúskap líkam- ans. Hómósystein í blóðvökva Myndun og niðurbrot hómósysteins fara fram í frumum, einkum lifrarfrumum. Þéttni hómósysteins í blóðvökva ræðst af leka út úr frumunum en magn lekans endurspeglar þau skilyrði sem frumurnar búa við, til dæmis virkni hvata og þéttni hjálparþátta (3). Rann- sóknarstofur sem mæla hómósystein í blóð- vökva gefa oft upp viðmiðunargildi nálægt 5-17 umól/L (eftir föstu) og meðalgildi um það bil 10 pmól/L (9,10). Nokkur rnunur virðist vera á hómósysteingildum á milli landa (11). Hómósystein ber súlfhýdrýlhóp sem hefur tilhneigingu til að bindast öðrum slíkum hóp- um og mynda tvísúlfíðbrú. Þannig tengist hómósystein öðrum amínósýrum, einkum syst- eini (blönduð tvísúlfíð), og prótínum. í blóð- vökva eru 10-15% hómósysteins í formi bland- aðra tvísúlfíða en 80-85% er bundið albúmíni (3). Aðeins örlítill hluti hómósysteins (<1%) er á fríu, afoxuðu formi (3). Skiptingin á milli hinna ýmsu forma hómó- systeins er mjög óstöðug in vitro. Því er mælt með mælingu á heildarþéttni hómósysteins í blóðvökva frekar en mælingu á blönduðum tvísúlfíðum eða prótínbundnu hómósysteini (3). tHcy er viðurkennd skammstöfun á heild- arþéttni hómósysteins í blóðvökva og verður sú skammstöfun notuð í þessari grein þar sem það á við. Við geymslu heilblóðs í stofuhita lekur hómósystein úr rauðum blóðkornum og við það hækkar tHcy (12). Til að varast þennan skekkjuvald er rétt að setja blóðsýnið strax á ís og skilja blóðið innan hálftíma. Hómósysteinbúskapur líkamans Meþíónín er lífsnauðsynleg (essential) amínósýra sem gegnir mikilvægu hlutverki meþýlgjafa við ýmis efnahvörf. Hómósystein myndast við tap á meþýlhópi meþíóníns (de- methylation) (13). Hómósystein tekur ekki þátt í myndun prótína en er statt á vegamótum efnaskipta; það getur brotnað niður eða þegið meþýlhóp að nýju og orðið að meþíóníni (re- methylation) (mynd 1). Hvor leiðin er valin fer eftir ýmsu (14-16) en líklega skipta meþíónín- birgðir líkamans mestu máli (15). Ef offram- boð er á meþíóníni er transsulfuration leiðin farin. Hómósystein hverfist þá óafturkræft yfir í systaþíónín með aðstoð systaþíónín-þ-syn- þasa en sá hvati þarf á hjálparþættinum pýri- doxal 5-fosfati (virku formi pýridoxíns (víta- míns B6)) að halda. Systaþíónín ummyndast í systein sem aftur brotnar niður í minni brenni- steinssambönd. Sé hins vegar um skort á meþíóníni að ræða endurnýjast birgðir þess við endurmeþýleringu hómósysteins. Meþýlhópur flyst frá 5-meþýltetrahýdrófólati yfir á hómó- systein við efnahvarf sem þarfnast hjálparþátt- arins meþýlkóbalamíns. Meþýlgjafinn 5- meþýltetrahýdrófólat fæst fyrir tilstilli hvatans 5,10-meþýlentetrahýdrófólat redúktasa. Rétt er að leggja áherslu á þátt B-vítamín- anna fólínsýru, B12 og B6 við hvarf (removal) hómósysteins en þau eru öll fyrirrennarar nauðsynlegra hjálparþátta. Orsakir hækkunar á tHcy Minnkuð virkni þeirra hvata sem stýra hvarfi hómósysteins, skortur á ofangreindum B-víta- mínum og skert nýrnastarfsemi valda hækkun á tHcy. Þessir þættir, einn eða fleiri í hverju tilfelli, orsaka sennilega þá vægu hækkun á tHcy sem á sér stað með aldrinum (3,17). tHcy er hærri hjá körlum en konum (3) líklega vegna meiri vöðvamassa karla en við myndun krea- tíníns losnar meþýlhópur frá meþíóníni (18).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.