Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.11.1997, Blaðsíða 46
754 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Umræða og fréttir Formannsspjall Vandi fylgir vegsemd hverri Ágætu kollegar! Nú á þessum tímamótum þegar ég tek við embætti for- manns Læknafélags Islands er mér efst í huga þakklæti til ykk- ar fyrir það mikla traust sem þið hafið sýnt mér. Fráfarandi for- maður Sverrir Bergmann hefur leitt okkur á farsælan hátt í gegnum ólgusjó erfiðra tíma í þroskaferli samtakanna. Við stöndum öll í stórri þakkarskuld við hann. Læknasamtökin eru öflug samtök, en ég og fleiri erum þeirrar skoðunar að þau þurfi að vera ennþá öflugri. Nú þegar við læknar höfum borið gæfu til að slíðra sverðin og snúa bökum saman bíða mörg spennandi verkefni, sum erfið, úrlausnar. Kjaramálin brenna á okkur öllum, laun, vinnutími og aðstaða lækna þurfa endurskoðunar við. Við eigum að beita okkur fyrir því sem ég hef viljað nefna nýja sýn lœknasamtakanna. Læknar eiga stöðu sinnar vegna að taka virk- ari þátt í mótun heilbrigðis- stefnu og stjórnun heilbrigðis- stofnana. Læknasamtökin eiga að hafa skoðun á öllum heil- brigðispólítískum málum og koma þeirri skoðun á framfæri við stjórnvöld og í fjölmiðlum. Öflugt félagsstarf lækna, sí- menntun og endurmenntun kemur til með að njóta góðs af nýstofnaðri Fræðslustofnun lækna. Styrkur okkar liggur í Ljósm. Lbl. þeirri þekkingu sem við höfum. Mikilvægt er að læknasamtökin tryggi og hafi eftirlit með gæð- um menntunar og starfskunn- áttu lækna. Talsvert hefur borið á óánægju lækna með þjónustu skrifstofu læknasamtakanna. Nauðsynlegt er að taka tillit til þessara sjónarmiða og er endur- skipulagning nú hafin í sam- vinnu við rekstrarráðgjafa. Sett verða upp þjónustumarkmið LÍ, það er hvaða þjónustu verði hægt að veita, þannig að félagar í LÍ fái þá þjónustu sem að þeir þurfa, þegar þeir þurfa á henni að halda. Læknasamtökin eru á leiðinni á upplýsingahraðbraut- ina, komið verður upp tölvu- póstneti lækna, heimasíðu á al- neti og staðarneti lækna með öllum nauðsynlegum upplýsing- um fyrir lækna í samskiptum þeirra við skrifstofu félagsins og Læknablaðið. Vinna við stefnumörkun og innra skipulag læknasamtak- anna er hvergi nærri fulllokið og verður framhaldið. Öflug og samhent samtök eru skilyrði þess að læknar nái árangri í framtíðinni. Með formannskveðju Guðmundur Björnsson form@icemed.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.