Fréttatíminn - 05.11.2010, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 05.11.2010, Blaðsíða 4
KisubóK! Lítil en nauðsynleg ný bók til varnar köttum á Íslandi Allur ágóði rennur til Kattholts Lækkun stýrivaxta og óbreytt gjaldeyrishöft 0,75% Lækkun á stýrivöxtum 3. nóvember 2010 Seðlabanki Íslands seðlabankinn spáir meiri samdrætti meiri samdrætti er spáð á þessu ári í nýútkominni þjóðhagsspá seðlabankans en spáð var í ágúst. Þá er spáð hægari hagvexti á næsta ári en í fyrri spá, 2,6% samdrætti á árinu í stað 1,9%. spáin er þó heldur bjartsýnni en nýleg spá AsÍ sem reiknar með 3,7% samdrætti á árinu og 1,7% hagvexti næstu tvö árin. seðlabank- inn reiknar með 2,1% hagvexti 2011, 2,7% árið 2012 og 3,0% árið 2013. seðlabankinn gerir ráð fyrir að verðbólga hjaðni nokkuð hraðar en í síðustu spá. spá bankans um atvinnuleysi er heldur bjartsýnni en fyrri spá frá því í ágúst. nú er gert ráð fyrir að atvinnuleysi verði 8,2% á þessu ári. -jh Brjóstaball í iðnó Brjóstaball verður haldið í iðnó eftir rúma viku, laugardagskvöldið 13. nóvember. Það er félagsskapurinn Göngum saman sem stendur fyrir ballinu en heiti dansleiksins er dregið af því markmiði félagsins að safna fé til grunnrann- sókna á brjóstakrabbameini en nýverið veitti félagið fjóra styrki að upphæð fimm milljónir til rannsókna á þessu sviði. tón- listarmenn gefa vinnu sína en melchior hefur samkvæmið. Þá tekur gullaldarrokk- bandið Fimm á richter við og síðan mun Andrea Jóns taka við kyndlinum og halda fólki á gólfinu. -jh staðfesti dóm fyrir nauðgun Hæstiréttur staðfesti tveggja og hálfs árs dóm Héraðsdóms Vesturlands yfir karlmanni sem nauðgaði fyrrverandi eiginkonu sinni. maðurinn nauðgaði henni í bíl sínum í febrúar 2009. maðurinn neitaði sök og hélt því fram að hún hefði haft við hann samræði með hennar sam- þykki. Framburður konunnar var stöðugur og að auki styrktu rannsóknir á fötum sem hún var í umrætt kvöld framburðinn. Þrjú hundruð mótmælendur á Austurvelli um þrjú hundruð mótmælendur komu saman á Austurvelli í dag. ásta Hafberg, einn skipuleggjandi mótmæl- endanna, segist í samtali við mbl.is mjög ánægð með þátttökuna. mótmælin fóru friðsamlega fram og þurfti lög- reglan ekki að skerast í leikinn. veður Föstudagur laugardagur sunnudagur SuðveStanLandS éLjagangur, jafn- veL Snjókoma um tíma. annarS bjart og StiLLt vetrarveður með froSti. HöfuðborgarSvæðið: spáð er éLJum eðA snJómuGGu oG HitA við FrostmArk. bjart og faLLegt veður á Landinu framan af degi, en Síðar bLáStur og rigning eða SLydda veStanLandS. HöfuðborgarSvæðið: HLýnAr oG Fer Að riGnA eFtir HádeGið. auStan- og norðauStanátt, LíkLega ekki Svo HvöSS. éL eða SLydduéL norðan tiL, en að meStu þurrt annarS. HöfuðborgarSvæðið. væG HLákA, HæGur vindur oG Að mestu Þurrt. Hvasst Fyrsta helgi í rjúpnaveiðum fór víðast fyrir lítið hjá skyttum vegna veðurs. nú lítur betur út með veður, einkum framan af helginni. veður fer hlýnandi á laugardag og á sunnudag þykir mér útlit vera ótryggt. spáð er lægð í foráttuvexti fyrir sunnan land á suðausturleið. Lítið þarf að breytast til að hún verði nær og þá með hvassviðri. 1 1 5 3 3 4 3 1 3 0 3 0 1 2 4 einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is Seðlabankinn tilkynnti í fyrradag um 0,75 prósentna lækkun skammtímavaxta. Í kjölfarið verða vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana 4,0% og hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum 5,25%. Lækkunin var í takti við væntingar en stýrivaxtaspár lágu á bilinu 0,5-0,75 prósentna lækkun. Bank- inn hefur nú lækkað vexti um 4,5 prósentur það sem af er þessu ári. Már Guðmundsson seðlabankastjóri gaf einnig út yfirlýsingu varðandi afnám gjaldeyrishafta þar sem fram kom að höftin yrðu óbreytt þar til að minnsta kosti í mars. Næsta vaxtaákvörðun bankans er 8. desember. -jh H ækka á framlög til einstaklinga sem reka heimili og fá fjárhags-aðstoð frá borginni um 19% á nýju ári eða úr 125.500 krónum í 149.000 krónur – og fá þeir 137.747 krónur út- borgað. Hækkunin verður þó ekki til þess að þeir fari yfir lágtekjumörk en borgin taldi sér ekki stætt á því þar sem fjárhagsaðstoðin yrði þá hærri en at- vinnuleysisbætur, sem gæfi þeim sem þær þiggja rétt á að sækja mismuninn til borgarinnar. Þetta var ákveðið í vel- ferðarráði í gær en borgarráð á eftir að staðfesta ákvörðunina. Fjárhagsaðstoð til hjóna hækkar um 11%, fer úr 200.864 krónum í 223.500 krónur og halda þau allri upphæðinni vegna persónuafsláttar og fara yfir lág- tekjumarkið. Björk Vilhelmsdóttir, formaður vel- ferðarráðs, segir ánægjulegt að tekist hafi að tryggja þeim sem þurfa hærri fjárhagsaðstoð. „Við höfum vitað það lengi að 125.500 krónur duga ekki. Við ákváðum því að hækka fjárhagsaðstoð- ina. Þetta er okkar niðurstaða og við  FjárHagsaðstoð reykjavíkurborg breytir FjárHagstaðstoð sinni Hækkar aðstoð til ein- staklinga um fimmtung Borgin ætlar að hækka fjárhagsaðstoð til einstaklinga sem reka heimili um 19%, til hjóna um 11%. Þeir sem ekki bera kostnað af húsnæði fá eftir sem áður rúmar 125 þúsund krónur. nurlað saman. Hver króna skiptir máli þegar fólk stólar á fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna. Ljósmynd/Hari komum eins vel og við getum til móts við þá sem þurfa. Við viljum ekki að okk- ar fólk lifi undir atvinnuleysisbótum,“ segir hún. desemberuppbót hækkuð Allir foreldrar sem hafa þurft fjárhag- aðstoð frá borginni fá sérstaka desemb- eruppbót að upphæð 12.640 krónur fyrir hvert barn, en einnig vegna skólabyrj- unar í ágúst. Þá fá þeir sem hafa feng- ið fulla fjárhagsaðstoð síðastliðna þrjá mánuði 31.385 krónur í desemberupp- bót, en áður fengu þeir aðeins slíkt sem höfðu verið á framfæri borgarinnar í sex mánuði eða lengur. Breytt fjárhagsaðstoð borgarinnar hækkar fjárútlát hennar um 16 milljónir króna í desember og 352 milljónir króna á nýju ári, miðað við að óbreyttur fjöldi þurfi fjárhagsaðstoð. gunnhildur arna gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Við höfum vitað það lengi að 125.500 krón- ur duga ekki. ... Við viljum ekki að okkar fólk lifi undir atvinnuleysis- bótum 4 fréttir Helgin 5.-7. nóvember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.