Fréttatíminn - 05.11.2010, Qupperneq 68

Fréttatíminn - 05.11.2010, Qupperneq 68
68 dægurmál Helgin 5.-7. nóvember 2010 Íslenskan er æði! Ný orðabók fyrir 6-12 ára krakka, kjörin í skólann • ríkulega myndskreytt • 2200 uppflettiorð • skýr framsetning • skemmtilegar þemasíður • fróðleikur um málshætti og orðtök  Plötuhorn Dr. Gunna lúxus upplifun  Hljómsveitin Ég Róbert Örn Hjálmtýs- son hefur starfrækt hljómsveitina Ég síðan 2002. Þetta er þriðja platan, 15 lög eftir fimm ára uppsöfnun. Á bak við mjög persónulegan stíl Róberts glittir í Bítlana og alls kyns gott popp og rokk. Gáfulega glúrnir textar eru á íslensku og lögin eru mörg mjög fín, glimrandi útsett og pæld. Smá einsleitni gætir þó í lagasmíðum og radd- beitingu, sem væri einfalt að fríska upp á ef Róbert kannaði nýjar slóðir og tæki skref til þess óþekkta. Fögur fyrirheit  Lifun Á áttunda áratugnum hefði verið líklegt að heyra lög með Gilbert O’Sullivan og Carpenters á Gufunni í þættinum Lögin við vinnuna. Öfugt við flest önnur nú- tímabönd hefði Lifun smellpassað í þáttinn með sitt dillandi létta og saklausa popp. Systurnar Lára og Margrét Rúnarsdætur hafa stórgóðar popp- raddir sem smell- passa í þessa músík og allur flutningur er fyrirtak. Níu lög er þó naumt skammtað, líka þegar nokkur lög verða fljótt full þreytandi. the third Sound  The Third Sound Hákon Aðalsteinsson stendur á bak við hljómsveitarnafnið The Third Sound og gerir mestallt á þessari tíu laga plötu. Hann spilaði með hljómsveitunum Hudson Wayne og Singapore Sling og er á svipuðum slóðum hér: Spilar bergmáls- drekkt töffara-rokk, bæði pákudrifna rokk-köggla og spaghettísósaðar kúl-ballöður. Þetta er vel gert og margt bæði skemmtilegt og flott, en bara verst að svipuð músík hefur verið gerð svo margoft áður. Fínt en full fyrirsjánlegt.  Fatahönnuðir: ÞjaPPa Sér Saman á Stórhátíð a llt okkar besta fagfólk tekur þátt í þessu og segja má að á RFF komi landsliðið í tísku og hönnun saman, slái upp flottum viðburði og sýni hvað í okkur býr,“ segir Ásta Kristjánsdóttir sem á sæti í stjórn RFF. Ásta segir há- tíðina sýna mikla grósku og sam- stöðu í hönnunargeiranum og fólk hafi áttað sig á að hönnuðir standi sterkari sameinaðir heldur en hver í sínu horni. RFF hafi verið upphafið að því að hönnuðir tækju sig saman og sýndu Íslendingum hvað þeir eru að gera. „Allir þeir sem komu að hátíð- inni síðast, hvort sem um hönnuði, förðunarfræðinga eða fyrirsætur er að ræða, vilja koma að þessu aftur enda er hátíðin kjörin leið fyrir fólk í bransanum til að vekja athygli, bæði hér heima og í útlöndum.“ Ásta segir að í löndunum í kring- um okkur standi opinberir fjár- styrkir að mestu leyti undir hátíð- um sem þessari. Á Íslandi þurfi hins vegar að treysta á styrktaraðila og vel heppnuð hátíðin í mars hafi orð- ið til þess að þeir aðilar sem hlupu undir bagga þá vilji flestir leggja sín lóð á vogarskálarnar aftur. „Mér finnst að þessi grein eigi skilinn meiri stuðning hins opinbera og sjálfsagt gerist það með tímanum. Hönnun er vaxandi útflutningsgrein á Norðurlöndum og gæti orðið mjög stór hérna ef fólk fær smá stuðning í upphafi,“ segir Ásta og bætir við að ytri aðstæður séu um margt hönn- uðum mótdrægar þessi kreppumis- seri. „Staðan er erfið og hér glíma hönnuðir við háa skatta, gjöld og neikvæða stöðu krónunnar.“ Ásta segir hátíðinni ekki síst ætl- að að vekja athygli Íslendinga og fá þá til að taka innlenda hönnun alvar- lega en vissulega veki hátíðin einnig athygli utan landsteinanna; þannig hafi þýska Vogue, Dazed og fleiri er- lendir fjölmiðlar staðfest komu sína á hátíðina næsta vor. „Við viljum líka vekja athygli á íslenskri hönnun er- lendis. RFF er fyrsta skrefið í þá átt og þar sem hátíðin er orðin að ár- legum viðburði virðist þetta vera að þróast í rétta átt.“ Umsóknarfrestur fyrir fatahönn- uði til þess að sækja um þátttöku á RFF rennur út 2. desember. Leit að fyrirsætum er einnig hafin og allir sem telja sig eiga erindi eru vel- komnir í prufu á morgun, laugar- daginn 6. nóvember, á milli klukkan 15 og 18 að Klapparstíg 6 á þriðju hæð. Allar stelpur eldri en 15 ára eru velkomnar í prufuna. Tískuveisla íslenskra hönnuða Tískuhátíðin Reykjavik Fashion Festival var haldin í fyrsta sinn í mars og þótti heppnast vel. Ákveðið hefur verið að endurtaka leikinn í miðborg Reykjavíkur dagana 31. mars til 3. apríl á næsta ári. Undirbúningur er þegar hafinn enda ekki ráð nema í tíma sé tekið fyrir stórviðburð sem þennan og byrjað er að auglýsa eftir hönnuðum og fyrirsætum sem vilja taka þátt. Ásta Kristjánsdóttir er komin á fulla ferð í undirbúningi RFF fyrir næsta vor enda ekki seinna vænna þar sem vinna við fyrstu hátíðina hófst hálfu áru áður en gleðin hófst. Sveppi verður á fjölum Tjarnarbíós á milli jóla og nýárs. Fjölskylduhelgar við Tjarnargötu Sjálfstæðu leikhúsin sameina krafta sína í Tjarnarbíó alla sunnudaga í nóvember og des- ember og bjóða upp á fjölskyldu- sýningar. Fram kemur í tilkynn- ingu frá Sjálfstæðu leikhúsunum að stór hluti félagsmanna séu barna- og unglingaleikhús sem ferðast á milli leik- og grunn- skóla um allt land, hópar sem oft eru kallaðir „ósýnilega leikhús- ið“ þar sem verk þeirra eru ekki auglýst fyrir almenning. Stopp-leikhópurinn ríður á vaðið með Grímuverðlaunasýn- inguna Bólu-Hjálmar sunnudag- inn 7. nóvember. Sirkus Íslands býður upp á Sirkus Sóley 14. og 21. nóvember. Á senunni verður með Augastein 28. nóvember og 12. og 19. desember en það verk var fyrst frumsýnt í Tjarnarbíói fyrir sjö árum. Jólasýningin Jóla- rósir Snuðru og Tuðru í uppsetn- ingu Möguleikhússins verður sýnd 5. desember og á milli jóla og nýárs verða Sveppi og félagar með hina vinsælu sýningu Al- gjör Sveppi - Dagur í lífi stráks. Mér finnst að þessi grein eigi skilinn meiri stuðning hins opinbera og sjálf- sagt gerist það með tímanum. Kayne West særði Bush Þótt illar tungur vilji líklega halda því fram að lágpunktarnir á forsetaferli George W. Bush hafi verið margir stendur forsetinn fyrrverandi fastur á því að ekkert á ferli hans hafi verið jafn ömurlegt og þegar söngvarinn Kayne West sagði Bush vera sama um þeldökkt fólk vegna viðbragða hans við hörmungunum sem fylgdu fellibylnum Katrina. West sendi Bush tóninn á styrktar- tónleikum fyrir fórnarlömb fellibylsins og forsetanum sárnaði verulega. Þetta kemur fram í væntanlegum æviminningum Bush og hann segir þetta augnablik einfaldlega hafa verið „viðbjóðslegt“.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.