Fréttatíminn - 05.11.2010, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 05.11.2010, Blaðsíða 14
É g er ekki einu sinni með grunn- skólapróf, því ég náði ekki sam- ræmdu prófunum. Ég er lesblind- ur, er með athyglisbrest. Ég hef ekki neitt vit á stjórnmálum. Ég er grínisti og hef aldrei þóst vera neitt annað. Það særir mig því ekki neitt þegar sagt er að Dagur B. Eggertsson sé hinn raunverulegi borgarstjóri. Ég er stoltur af því sem ég stend fyrir, en þau [fulltrúar gömlu stjórnmálaflokk- anna] skilja það ekki,“ segir Jón Gnarr borg- arstjóri og útskýrir muninn á þeim, Besta flokknum, og hinum sem tilheyri fjórflokk- unum. „Ég tel að Guðríður Arnardóttir [bæjar- fulltrúi Samfylkingar í Kópavogi] yrði fínn borgarstjóri ef við sameinuðumst Kópavogi og Einar Örn Benediktsson; mér finnst að hann eigi að vera borgarstjóri líka, því það er hægt að stjórna borginni með einari,“ segir borgarstjórinn, veifar annarri hendinni og snýr út úr umræðu um bólginn handlegg sinn eftir sýkingu af völdum tattúveringar. En hvað meinar Jón? Ný hugsun. Nýir stjórnarhættir. Það sé markmið Besta flokksins. Valdabarátta stjór- nmálaflokkanna sé liðin undir lok. „Albert Einstein sagði: Þú leysir ekki vandamál með sömu aðferðum og sköpuðu vandamálið, og hann fékk nóbelsverðlaun. Í hugmyndafræði stjórnmálaflokkanna hefur leiðtogahlutverkið svo mikið vægi og vald. Það hefur ekkert vægi í okkar augum. Okkur langar ekki í vald og sækjumst ekki eftir því heldur viljum að vald- inu sé dreift til fólksins,“ segir Jón og útskýrir að þess vegna bíti orðræðan ekki á honum. Hann bendir ásamt Einari á verklagið í Kaup- mannahöfn, þar sem hvert hverfi hafi sinn fulltrúa – sinn borgarstjóra, sem heyri undir aðal borgarstjórann. Kerfinu stjórnað af klíkum „Eini munurinn á mér og óhæfum borgar- stjóra er að ég er ekki óhæfur,“ segir Jón. „Kerfið hefur byggst þannig upp að borginni hefur verið pólitísk stjórnað – til dæmis frá Valhöll. Þar hefur verið her manna við skipu- lagsstörf og sú vinna lögð fram af borgar- fulltrúum. Það er gífurlega fagleg vinna, unnin af gífurlega duglegu fólki – en það er ekki viðurkennt. Sjálfstæðisflokknum hefur því tekist að gera næstum hvern sem er að borgarstjóra og látið hann virka með dyggum stuðningi Valhallar. Síðan er leiðtogahlutverk- ið blásið upp og menn koma aldrei að tómum kofunum hjá honum.“ Besti flokkurinn hafi ekki slíkt bakland. „Allir flokkarnir vinna eftir þessari línu en ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn sé klárastur í þessu,“ segir Jón. „Þessu þarf að breyta svo hér komist á heilbrigt samfélag sem ekki er stjórnað af litlum klíkum úti í bæ. Þess vegna hef ég bent á að starf borgarstjóra er bull. Ef þú ert ekki með skipulagðan stjórnmálaflokk á bakinu er þetta bara bull.“ Taktík fjórflokkanna, segja þeir félagar. „Við höfum náð að sameina Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkinn í baráttu þeirra gegn okk- ur; og gegn því að íslensk stjórnmálamenning þroskist. Þau vilja það ekki. Þau eru öll sömu teknókratarnir. Það er ekki af hugsjón held- ur sjá þau sem markmið sitt að eyða okkur,“ segir Jón. „Við héldum að við ættum bakland í vinstra fólki sem sæi möguleika á breytingu eftir bankahrunið en svo er ekki. Það hefur hópast með Sjálfstæðisflokknum gegn okkur.“ Vanþroskuð valdabarátta Hvernig virkar þessi taktík? Besti flokkurinn er gagnrýndur fyrir störf sín: Til dæmis fyrir að fara of harkalega í endurskipulagningu Orkuveitunnar, að Jón gangi í bleikum jakka- fötum, að Jón sé ekki borgarstjóri, að Jón sé óhæfur, að Jón komi ekki nærri fjárhagsáætl- unum borgarinnar og hann brjóti siðareglur „Ég er ekki óhæfur borgarstjóri“ Nýir stjórnarhættir, heilindi og störf í þágu fólksins ekki valdsins, segja þeir Jón Gnarr borgarstjóri og borgarfulltrú- inn Einar Örn Benediktsson í fréttavið- tali við Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur og neita að fara niður á lágkúrulegt vinnuplan harðsvíruðustu pólitíkusa landsins. með notkun umhverfisvænnar lánsbifreiðar, svo dæmi séu tekin. Jón vitnar í rannsóknar- skýrslu Alþingis. „Íslensk stjórnmálamenning er vanþrosk- uð og einkennist af valdi stjórnarflokkanna,“ segir hann. „Þingið rækir illa umræðuhlut- verk sitt vegna ofuráherslu á kappræðu þar sem þekking og rökræður víkja fyrir hernað- arlist og valdaklækjum. Við í Besta flokknum erum mótsvarið við þessu en þau beita enn sömu aðferðum og þau gerðu fyrir hrun á okkur. Það er þessi gagnrýni á okkur. Þetta eru harðsvíruðustu pólitíkusar landsins,“ segir hann. „Það sem er manneskjulegt, upp- byggilegt, gefandi og skapandi er gert tor- tryggilegt bara til þess að vinna gegn því.“ Eftir umhugsun segir hann:. „Mér finnst þau stundum eins og hundar sem gæta heysátu þannig að hestarnir komist ekki í heyið. Sjálf- ir borða þeir ekki hey en vilja bara ekki að hestarnir komist í það.“ En vinnur Jón þá að fjárhagsáætlun borgar- innar? „Hann hefur verið í fjárhagsáætlun- inni frá upphafi og átt fundi með þeim sem sagt er að hann hafi ekki fundað með,“ segir Einar. „Það er því rangt að borgarstjóri sé ekki með í þessari vinnu og ranghugmynd sem þetta siðlausa gamla kerfi er að reyna að viðhalda til þess að gelda okkur í því starfi sem við höfum verið valin til að sinna næstu fjögur árin. Og sorrý Stína – við erum komin í bissness!“ Einelti leið til valda „Einelti,“ bætir Einar við: „Nú er mikill titr- ingur út af Gnarr myndinni. Síðan er borg- arfulltrúi í sjónvarpsviðtali á ÍNN, þar sem bæði borgarstjórinn og Besti flokkurinn eru persónulega níddir og við erum ekkert stressuð yfir því. Það er víst í lagi að vera með persónulegt níð um óhæfi og annað en síðan vogar fólk sér að vera stressað yfir myndinni Gnarr. Þau eru að gefa okkur skotleyfi á sig með því að vera dónaleg við okkur, en þau gleyma því að borgarstjóri er mesti grínisti Íslendinga. Hann fann upp uppistandið á Íslandi og þau ætla í grínkeppni við okkur með persónulegu níði. Við jörðum þau hve- nær sem er – það er á hreinu. En það er alveg jafnmikið á hreinu að við viljum ekki fara þá leið.“ Jón bætir við: „Þetta eru þrautþjálfaðir teknókratar sem saka okkur um einelti. Þetta fólk er með svarta beltið í einelti. Þeim ferst. Við lýstum því yfir að við værum tilbúin að vinna með hverjum sem vildu vinna með okkur að góð- um hlutum. Þar sem við náðum ekki hrein- um meirihluta mynduðum við persónulegan meirihluta með Degi, Oddnýju og Björk í Samfylkingunni en við erum ekkert hrifnari af Samfylkingunni en Vinstri grænum, Sjálf- stæðisflokknum eða Framsókn,“ segir Jón. „Við viljum ekki meiða þetta fólk. Við erum búin að segja það opinberlega og í einkasam- tölum. Þau taka því samt ekki þannig að þá megi þau ekki meiða okkur heldur ganga þau áfram í að meiða okkur og reyna að draga okkur niður á sitt lágkúrulega vinnuplan. Við höfum aldrei sagt að sú hugmyndafræði að „græða á daginn og grilla á kvöldin“, stefna nýfrjálshyggjunnar, hafi sett þetta land á hausinn og þau ættu öll að skammast sín. Við höfum aldrei sagt þetta og ætlum ekki á þetta plan – við viljum það ekki,“ segir Jón: „Við getum gert hlutina á nýjan hátt en við gerum það ekki öðruvísi heldur en að sýna auðmýkt, sýna hvert öðru virðingu og með því að vinna saman.“ Einar hnykkir á því að í borgarstjórn um- gangist hann alla borgarfulltrúa af virðingu og auðmýkt: „Ég vil persónulegt samband við alla en ekki eitthvað sem skilgreint er út frá því hvar í flokki þeir standa, því það kemur málinu ekki lengur við. Ég hef verið í hljómsveitum í þrjátíu ár og stóð einhver á móti því var hluturinn ekki gerður. Ákveðinn meirihluti og minnihluti er því fjarri mínum hugsjónum.“ Ekki hroki heldur pönk Völdin, þau séu drifkrafturinn, segja þeir og Einar grípur orðið: „Við tókum keflið af flokk- unum sem þeir voru búnir að skipta á milli sín í tugi ára. Það var alveg viðbúið að þegar sár raunveruleikinn blasti við þeim, að þeir væru ekki lengur við völd, reyndu þeir að ná völdum aftur. Við kvíðum engu og óttumst ekkert þó að einhver spjót beinist að okkur,“ segir hann: „Við tökum vinnuna alvarlega og berum ekki á torg allt sem við stöndum í. Það er þó hægt að segja að við séum að læra mannganginn, því það eru ekki komnir fimm mánuðir síðan við komumst inn í ráðhúsið. Við erum samt búin að vinna heiðarlega að öllu því sem við vinnum að en það sem hefur komið mér á óvart er að hendur okkar eru bundnar af ákvörðunum pólitíkusa til tuga ára.“ En finnst ykkur þið ekki setja ykkur á háan hest með því að telja ykkar starfsað- ferðir hafnar yfir þeirra? „Nei, aldrei,“ segir Einar. „Við erum að hlusta af auðmýkt.“ Jón grípur þráðinn. „En við erum pönkarar og sem pönkarar setjum við okkur á háan hest, sem er hluti af pönki en það er ekki hroki. Við erum ekki hrokafullt eða sjálfbirgings- legt fólk heldur viljum við fá viðbrögð, því það skiptir máli á hvaða forsendum við vinnum hlutina.“ Nú er mikill titringur út af Gnarr mynd- inni. Síðan er borgarfulltrúi í sjónvarpsviðtali á ÍNN, þar sem bæði borgar- stjórinn og Besti flokkurinn eru persónulega níddir og við erum ekkert stressuð yfir því. Það er víst í lagi að vera með persónulegt níð um óhæfi og annað en síðan vogar fólk sér að vera stressað yfir myndinni Gnarr.“ Ljó sm yn d/ Te it ur 14 fréttaviðtal Helgin 5.-7. nóvember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.