Fréttatíminn - 05.11.2010, Blaðsíða 70

Fréttatíminn - 05.11.2010, Blaðsíða 70
70 dægurmál Helgin 5.-7. nóvember 2010 Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is Er von á barni? Glaðleg íslensk hönnun fyrir börnin S tjörnukokkurinn Friðrika Hjördís Geirsdóttir stendur fyrir köku-skreytinganámskeiðum sem hafa fallið vel í kramið. Fullbókað er á fyrstu átta námskeiðin en til stendur að bæta í það minnsta fjórum við. Friðrika segir í samtali við Fréttatímann að fyrsta nám- skeiðið hafi verið haldið síðastliðinn þriðjudag og gengið vonum framar. „Það eru tólf á hverju námskeiði sem er passlegur fjöldi. Það er betra að hafa aðeins færri til að ég geti sinnt hverjum og einum. Ég setti upp námskeið eins og ég myndi vilja fara á sjálf,“ segir Friðrika sem fór einmitt á cupcake-námskeið í London í síðasta mánuði til að vera betur undirbúin fyrir kennsluna. Áður hafði hún lært köku- og matargerð á sömu slóðum fyrir tólf árum. Spurð hvernig námskeiðin gangi fyrir sig segir Friðrika að kennt sé að baka kökurnar sjálfar, því næst sé búið til ljúf- fengt krem í nokkrum litum og það sett á kökurnar. Að því loknu er búið til syk- urskraut sem mörgum finnst skemmti- legasti hlutinn og setja punktinn yfir i-ið. „Það skemmtilegasta við þetta er að sjá hversu ánægt fólk verður þegar það gerir eitthvað sem það hefur aldrei gert áður og sér hvað það getur gert fal- lega hluti á einfaldan hátt. Það gefur mér mjög mikið,“ segir Friðrika. Hana hefur dreymt um að vinna við matargerð allt sitt líf og lifir því draum- inn þessa dagana. Fyrir utan námskeiðið er hún að gefa út matreiðslubók þar sem áhersla er lögð á einfaldar uppskriftir fyrir fjölskylduna. Hún er líka með mat- reiðsluþætti í sjónvarpinu því eftir ára- mót hefst Matarást með Rikku á Stöð 2. oskar@frettatiminn.is  Friðrika GeirSdóttir kætir kökuGerðarmenn  nýtt kolaport Fimmtíu báSar á korputorGi Stjörnukokkur kennir kökuskreytingar Stjörnukokkurinn Friðrika vinnur við mat alla daga og elskar það. Á morgun, laugardag, verður opnað í fyrsta sinn Markaðs- torg á Korputorgi, ekki ósvipað Kolaportinu vinsæla. Nadia Ta- mimi stendur fyrir Markaðs- torginu ásamt eiginmanni sín- um og segir móttökurnar hafa verið framar björtustu vonum. „Ég hef lengi verið að reyna að fá bás í Kolaportinu en ekki haft erindi sem erfiði. Ég vissi líka að margir í kringum mig voru í sömu stöðu. Við duttum niður á þetta fína húsnæði hérna á Korpu- torgi og það er greinilega mark- aður fyrir þetta. Viðtökurnar eru frábærar og við erum byrjuð að bóka næsta ár,“ segir Nadia. Aðspurð segir hún að boðið verði upp á fimmtíu bása og fjölbreytt úrval. „Það verður mikið af ís- lenskri hönnun, bæði skartgripum og prjónadóti. Síðan er þetta auð- vitað bara venjulegt fólk að selja úr geymslunni sinni,“ segir Nadia. Hún ætlar að reyna að hafa opið á hverjum degi frá 4. desember fram á Þorláksmessu og segir að miðað við viðbrögðin stefni í að það takist. -óhþ Fékk ekki bás í Kolaportinu en fann pláss á Korputorgi Glæpasagnahöfundurinn Arnaldur Indriðason situr óhaggaður á hásæti sínu og engin teikn eru á lofti um að sú staða breytist í bráð. Glæpa- sögur Arnaldar hafa selst eins og vindurinn síðasta áratuginn og gott betur en markaðurinn er greinilega hvergi nærri mettur þegar Arnaldur er annars vegar því sala á bók eftir hann hefur aldrei farið jafn vel af stað og núna. Bókin Furðustrandir kom út þann 1. nóvember og hefur mokast út með slíkum ósköpum að annað eins hefur ekki sést og eru þó Arnaldur og útgefendur hans ýmsu vanir þegar kemur að vinsældum og metsölu. Ætla má að fjarvera aðalsöguhetjunnar Er- lendar í síðustu tveimur bókum hafi eitthvað með ákafann núna að gera en í Furðuströndum er loks komið að endurfundum löggunnar þungbúnu og æstra aðdáenda. Arnaldur aldrei vinsælli Vinnudagarnir eru langir hjá Gunnari Birni Guð- mundssyni leikstjóra um þessar mundir. Í fyrra leikstýrði hann Áramó- taskaupinu sem þótti með þeim allra bestu á liðnum árum. Hann var fenginn til þess að endurtaka leikinn í ár með sama hópi hand- ritshöfunda. Þau skiluðu handritinu inn á dögunum og Gunnar sinnir Skaupinu á daginn en þegar degi hallar fer hann í Austurbæjarskóla þar sem hann tekur upp atriði fyrir bíómynd sína byggða á Gaura- gangi eftir Ólaf Hauk Símonarson. Námskeið Verð: 5.900 krónur Tímalengd: Tveir og hálfur tími Hvar er hægt að skrá sig: cupcakes@ hagkaup.is eða í síma 563 5082 Nadia Tamimi fékk ekki bás í Kolaportinu og fann því nýjan stað fyrir markaðstorg. Kærustuparið Mikael Torfason rit- höfundur og Ragnhildur Magnús- dóttir, kvikmyndagerðarkona og fyrrverandi útvarpskona á Bylgjunni, settu upp trúlofunarhringa í síðustu viku. Þau fluttu til Bandaríkjanna í sumarlok þar sem Ragnhildur stundar nám og Mikael situr við skriftir. Mikael sneri aftur á bókamarkað í fyrra með bók sinni Vormenn Íslands eftir að hafa staðið í ströngu um árabil sem ritstjóri DV.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.