Fréttatíminn - 05.11.2010, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 05.11.2010, Blaðsíða 54
54 heilsa Helgin 5.-7. nóvember 2010 www.crymogea.is „Rífandi skemmtileg bók. Dásamlegt að fá Birgi til okkar á þennan hátt.“ Hrafn Jökulsson, Kiljan „Vináttu og fræðum fléttað listilega saman.“ BBBB Ragna Sigurðardóttir, Fréttablaðið „Falleg bók um vænan dreng.“ BBBB Páll Baldvin Baldvinsson, Fréttatíminn – Lifið heil www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 19 69 1 0/ 10 Hjúkrunarþjónusta í Lyfju Lágmúla Veitum ýmsa sérhæfða þjónustu m.a. ráðgjöf við val á stuðnings- og sjúkrasokkum/sokkabuxum. Einnig fyrir ófrískar konur. Þjónustan er opin virka daga frá kl. 8-17. Bellybolly er nýjung í Kram- húsinu og sér Rosana Ra- gimova Davusdóttir um kennsluna. Um er að ræða sambland af dansi og líkams- rækt sem hún segir að sé hollt fyrir líkama og sál. „Ég fékk þá hugmynd í vor að blanda saman tækni úr magadansi og dönsum sem tengjast Bollywood-kvikmyn- dum,“ segir Rosana og úr varð Bellybolly þar sem fjöl- breytileikinn ræður ríkjum. Dansað er við arabíska og indverska tónlist. „Magadans er kvenlegur og hann einkenna mjúkar hreyfingar á meðan hopp, gleði og mikið stuð einken- nir Bollywood-dansa.“ Rosana segir að magadans sé góður fyrir bakið og sé jafnvel góður fyrir bakveikar konur. „Ákveðnir vöðva- hópar eru einangraðir í ma- gadansi en konurnar læra að spenna og slaka á þeim. Þetta er erfitt og reynir bæði á bakvöðva, magavöðva og hendur. Bollywood-dansar eru hins vegar góðir til að þjálfa lærvöðva og kálfa og reynir þá á fæturna.“ Þegar Rosana er beðin að lýsa Bellybolly í fáum orðum segir hún: „Dans, kvenleiki, gleði og yndisleg líkams- rækt.“ -SJ E in algengasta spurn-ingin sem ég fæ varð-andi starf mitt er sú hvaða kvillar hrjái helst þá sem koma á bekkinn hjá mér. Svarið við þessu er bæði margslungið og einfalt. Marg- slungið vegna þess að kvillar og einkenni geta verið af öll- um toga, en einfalt vegna þess að í ótalmörgum tilvikum er undirliggjandi orsök einfald- lega streita eða viðbrögð við streitu. Einkenni geta verið afar ólík; verkir í öxlum og baki, eirðarleysi, svefnleysi, þróttleysi, meltingarvanda- mál, lélegt ónæmiskerfi eða tilfinningalegt ójafnvægi, til að nefna einhver dæmi. Þessi einkenni fara alveg eftir því hvar veikir hlekkir liggja hjá hverjum og einum, enda erum við ekki öll eins. Streitan samofin lífi fólks Stundum er ástæða streit- unnar augljós; fólk hefur ver- ið undir álagi í langan tíma, unnið yfir sig eða staðið í stór- ræðum af öðrum toga. Þá geta einkenni birst bæði á meðan ástandið varir, en eins er til í dæminu að fólk „hrynji niður“ þegar róðurinn léttist og fari þá skyndilega að kenna sér meins á ýmsa lund. Það er hins vegar algengara að streitan nái undirtökunum hægt og bít- andi, sé orðin samofin lífi fólks og stjórni því meira en það gerir sér grein fyrir því það lagar sig að henni, venst því að líða ekki vel. Dæmisagan um froskinn útskýrir þetta vel; ef þú setur lifandi frosk í pott með köldu vatni og hitar það rólega, situr froskurinn sem fastast þar til hann soðnar. Ef þú ætlar hins vegar að smella lifandi froski í sjóðandi heitt vatn mun hann stökkva upp úr sér til lífs. Kannski ekki falleg samlíking, en þið skiljið hvað ég er að fara. Streita er lævíst fyrirbæri og nær alltof oft að ræna fólk heilsu og hamingju áður en gripið er í taumana. Einkennin eru misjöfn og til- hneigingin er að fara að elt- ast við að laga þau án þess að sinna því að slaka á þessari innri spennu sem er hin raun- verulega orkusuga og orsaka- valdur. Ný forgangsröðun Samkvæmt hefðbundinni kínverskri læknisfræði er jafn- vægi á milli yin og yang undir- staða heilbrigðis. Yang er at- höfn og hreyfing; við sjáum fyrir okkur veiðikonuna sem er það lífsspursmál að ná bráð- inni, hjartað hamast, öll skiln- ingarvit eru galopin og taugar þandar, adrenalínið flæðir um æðarnar. Á nútímavísindamáli kallast þetta að sympatíska taugakerfið búi til innra með okkur ótta svo að við getum hlaupið í burtu eða barist, eft- ir því hvað við á. Andstæðan er yin; slökun, djúp öndun, friðsæld, öryggi og næring. Veiðikonan er komin heim til manns og barna heil á húfi, bráðin er elduð og etin, sög- ur sagðar og lúin bein hvíld. Parasympatíska taugakerfið er við völd; næringarvökvar flæða, líkaminn tekur til við að laga skemmdir, ráða niður- lögum óvinveittra örvera og hreinsa út úrgang og eitur- efni. Streita er á mjög einfald- aðan máta of mikið af yang; í streituástandi nær líkaminn ekki að endurnýja sig eins vel eða taka upp næringarefni svo fátt eitt sé nefnt, svo að það er augljóst að þetta er ójafnvægi sem þarf að leiðrétta. Við leiðréttum það með því að næra yin; taka okkur tíma til að anda djúpt, ala með okkur tilfinningu öryggis og friðar, gera upp gömul mál sem valda okkur angri (van- metið atriði), elda góðan mat og njóta hans í kyrrð, sinna áhugamálum, hlæja og leika okkur. Hreyfing og mataræði er líka stór þáttur í því að for- gangsraða upp á nýtt, en þó oft hægara sagt en gert, enda er þreytan skuggi streitunnar og svo komið að orkan sem þarf til að breyta lífi sínu er einfaldlega ekki til staðar. Hérna geta nálastungur kom- ið sterkar inn því styrkleiki þeirra er ekki síst fólginn í því að hjálpa fólki að slaka á spennu og hafa róandi áhrif á líkama og huga. Þær eru þró- aðar bæði til að greina og laga það ójafnvægi sem einstak- lingurinn sýnir á heildrænan máta, þar sem hugur, líkami og sál eru ein heild. Eftir lang- varandi streituástand er fólk oft komið í nokkuð stóra slök- unarskuld sem þarf að byrja á að vinna upp. Bataferlið hefst því ósjaldan með mikilli syfju, þreytu sem leyfir ekkert ann- að en svefn og nærandi hvíld. Þegar fer saman góð heildræn meðferð byggð á skilningi á samhengi hlutanna, líkaman- um gefinn tími til að rétta sig af og vilji til að breyta því sem betur má fara er þess þó ekki langt að bíða að orkan endur- heimtist og hægt sé að hefja nýtt líf í betra jafnvægi. Lifum heil. Ágústa Andersen er nálastungufræð- ingur og hómópati sem fjallar um heilsu og náttúrulækningar vítt og breitt.  dansað við arabíska og indvErska tónlist Kvenleiki og gleði Rosana Ragimova Davusdóttir. Ljósmynd/Hari Streita er lævíst fyrir- bæri og nær alltof oft að ræna fólk heilsu og ham- ingju áður en gripið er í taumana. Stressandi líf Ágústa andersen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.