Fréttatíminn - 05.11.2010, Blaðsíða 33

Fréttatíminn - 05.11.2010, Blaðsíða 33
Ég var bann- færð. Fólki var bannað að tala við mig. Ef ég mæti fólki úr söfnuðinum úti á götu þá annað hvort tekur það á sig krók og snýr við eða lætur eins og það sjái mig ekki. aðarins þar sem maður nokkur misnotaði ung börn. Æðstustrumpar safnaðarins, þ.e. öldungarnir, tóku málið í sínar hendur og maðurinn slapp með að fá áminningu á samkomu. Það var það eina. Ég spurði öldungana hvort lögreglan hefði hafið rannsókn á þessu kynferðisbrotamáli. Ég veit nefnilega til að slík mál hafi verið þögguð niður innan safnaðarins í gegnum tíðina. Þeir brugðust ókvæða við og sögðu að ég skyldi treysta á söfnuðinn og Guð. Málin væru í farvegi og veraldlegum stjórnvöldum skyldi ekki blandað í þetta þar sem ill umræða um söfnuðinn myndi fara af stað innan þjóðfélagsins. Sem sagt: Litið var fram hjá lögum og reglum landsins. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Vottar Jehóva hylma yfir með barnaníðingum og því miður sennilega ekki í það síðasta. Þarna fékk ég svo innilega nóg! Mér var heiftar- lega misboðið og réttlætiskenndin öskraði innra með mér. Annað mikilvægt atriði er að einn náungi í söfn- uðinum er í rannsóknarlögreglunni og raunar innan deildarinnar sem sinnir kynferðisafbrotum. Almennt séð er ekki mælt með því að menn innan safnaðar- ins starfi fyrir lögregluna en þessi maður var í lög- reglunni áður en hann kynntist heilaþvottavélinni. Annars er talið mjög varhugavert að menn taki að sér störf sem snúa að svo veraldlegum þáttum þjóðfélags- ins því bjargræði Vottanna er ríki Guðs sem þeir bíða spenntir eftir að taki alla stjórn hér á jörðinni. Ég var bannfærð Hver voru viðbrögð foreldra þinna þegar þú hættir í söfnuðinum? „Það var svolítið merkilegt. Þau voru frekar reið út í mig þegar ég ákvað að gifta mig átján ára. Hvöttu mig ekki til þess. En þegar ég skildi við manninn þá fannst þeim það ekki sniðugt heldur. Ég braust út úr söfnuðinum árið 2004 með kjafti og klóm, blóði, svita og tárum. Pabbi skildi það náttúrlega. Mömmu fannst það mjög leiðinlegt vegna þess að hún mátti ekki tala við mig eftir það. Hún var sett undir sama hatt og allir hinir. Ég var bannfærð. Fólki var bannað að tala við mig. Ef ég mæti fólki úr söfnuðinum úti á götu þá annað hvort tekur það á sig krók og snýr við eða lætur eins og það sjái mig ekki. Fólk sem ég ólst upp með og hef þekkt í tuttugu og þrjú ár heilsar mér ekki! Í augum þess er ég dauð.“ Faðir Malínar varð bráðkvaddur haustið 2005. „Hann var fimmtíu og sex ára þegar hann lést. Það var auðvitað mjög dapurlegt. Þetta var ári eftir að ég hætti í söfnuðinum. Þegar faðir minn var jarðaður komu nokkrir Vottar í jarðarförina. Þetta fólk gekk fram hjá mér, vottaði mér ekki samúð og lét eins og ég væri ekki til. Ég upplifði þetta þannig að fólkið væri að vanvirða minningu föður míns með því að mæta í jarðarförina hans og í raun og veru að sýna mér fingurinn.“ Hvernig brást mamma þín við þessari framkomu? „Hún þóttist ekki taka eftir neinu. Auðvitað tók hún eftir þessu en hún gat ekki tekið upp hanskann fyrir mig af því að hún var í söfnuðinum. Það voru ótrúlega margar mótsagnir í þessu. Þetta var erfið staða fyrir hana. En hún valdi þetta.“ Hvað með systur þína? „Það var allt öðruvísi. Hún gerði uppreisn þegar hún var þrettán ára og hætti þá að koma með á sam- komur. Af því að hún var svo ung þegar hún kúplaði sig út þá hafði hún ekki tekið afstöðu. Ég hafði látið vígja mig inn í söfnuðinn sextán ára, gjörsamlega á skjön við það sem ég hafði uppgötvað: að þetta væri ekki sannleikurinn. Þegar búið er að vígja mann inn í söfnuðinn er maður handjárnaður við þetta. Ef innvígðir Vottar brjóta reglur eða skipta um skoðun eru þeir komnir í gapastokkinn. Þá eru þeir bann- færðir og reknir úr söfnuðinum. Enginn má eiga sam- neyti við þá eða vera í sama herbergi og þeir. Þetta er eins og að vera með svartadauða. Systir mín gat gengið úr söfnuðinum af því að hún var í raun ekki í honum. Þess vegna heilsar þetta fólk henni en ekki mér. Reyndar ruglar það okkur stundum saman.“ Fyrrverandi eiginmaður Malínar mátti ekki hafa nein samskipti við hana frekar en aðrir. „Ég hef ekki talað við þann mann síðan við skildum því hann einmitt heilsar mér ekki ef ég mæti hon- um úti á götu! Maður þarf eiginlega annað hvort að vera brjálæðislega heilaþveginn eða hafa í sér mikla mannfyrirlitningu til að geta komið svona fram. Það er alltaf talað um að aðalsmerki krist- inna manna sé kærleikurinn. Þetta er ekki kær- leikur. Ég fékk ekki að kynnast honum þarna.“ Hlýddi mamma þín fyrirmælum um að slíta sambandi við þig? „Nei, hún gerði það ekki. En ef ég var heima hjá henni og einn af Vottunum kom í heimsókn þá þurfti ég að fara. Því miður. Það er leiðinlegt að segja frá því en ég þurfti að lúta í lægra haldi. Þetta var afar vandræðalegt, gerðist ekki oft en tók mjög á. Það var líka sárt að horfa upp á þetta hatur. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar Vottafólk bankaði einu sinni upp á heima og ég fór til dyra. Þetta voru hjón og dóttir þeirra. Mér fannst ég ekki eiga neitt sökótt við þau þannig að ég heilsaði bara vinsamlega og sagði: „Nei, hæ!“ Þau svöruðu ekki, heldur skimuðu inn fyrir og biðu eftir að mamma kæmi til dyra. Þrátt fyrir að ég stæði beint fyrir framan þau þá horfðu þau í gegnum mig eins og ég væri ekki þarna. Svo kom mamma og þá sögðu þau: „Við sjáum að þú ert upptekin, Vala mín.“ Ég gerði í því að fá þau til að svara mér og spurði: „Hvað segið þið gott? Ætlið þið ekki að ansa mér?“ Þá sögðu þau við móður mína: „Jæja, Vala mín, við sjáumst bara seinna.“ Með það fóru þau. Þetta var hryllilegt og ömur- legt atvik. Við mamma fórum báðar að gráta. Ég veit að þetta tók mikið á hana. Allt þetta. Að eiga dóttur sem var verri en skrattinn sjálfur í augum þessa fólks. Þótt maður væri ekki að gera neitt Framhald á næstu síðu Litið var fram hjá lögum og reglum landsins. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Vottar Jehóva hylma yfir með barnaníðingum og því miður senni- lega ekki í það síðasta. viðtal 33 Helgin 5.-7. nóvember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.