Fréttatíminn - 05.11.2010, Qupperneq 52

Fréttatíminn - 05.11.2010, Qupperneq 52
Bæði námskeiðin hefjast 8. nóvember Fyrirlestur 6. nóvember Verð kr. 34.900 Skráning er hafin í síma 444-5090 eða nordicaspa@nordicaspa.is Fimm tímar í viku – hreinsun, liðleiki og styrkur 3 tímar – jóga, liðleiki og öndun 2 tímar – léttar styrktaræfingar í tækjasal Tímar: 17:30 mán/mið/fös. Þjálfari er Sigríður Guðjohnsen NORDICASPA 28 daga hreinsun með mataræði og hreyfingu Hjá okkur nærðu árangri! Fimm tímar í viku – Brennsla og styrkur 3 öflugir brennslutímar 2 styrktartímar í sal Vikulegar mælingar Ítarleg næringarráðgjöf Fyrirlestur – Borðaðu til að léttast og auka orkuna Slökun og herðanudd eftir hverja æfingu Takmarkaður fjöldi 6:30, 7:30, 10:00, 16:30 og 18:30 Þjálfari er Gunnar Már Sigfússon 1. vika – Orkuhleðsla Í fyrstu vikunni byggir þú upp orku og kemur líkamanum í jafnvægi. 2. vika – Öflug melting – Aukin brennsla Í viku tvö er verið að efla og bæta meltinguna til að þú fáir sem mest út úr holla matnum sem þú ert að borða. 3. vika – Hormóna jafnvægi – Hreinsun Þriðja vikan mun koma jafnvægi á hormónaflæði líkamanns sem mun hafa áhrif á skap þitt, lífsorku og kraft. 4. vika – Ónæmiskerfi eflt – Jafnvægi Í viku fjögur byggjum við upp ónæmiskerfið og hjálpum því að verja líkamann á náttúrulegan hátt. Lúxusnámskeið NORDICASPA fyrir konur og karla 4 vikna Á námskeiðinu hreinsum við líkamann af óæskilegum eiturefnum, aukum getu hans til að vinna rétt úr fæðunni, aukum liðleika og styrk og komum þér af stað í nýjan lífsstíl! Ertu að glíma við: • Mataróþol • Matarfíkn og sykurlöngun • Maga- og ristilvandamál • Verki og bólgur í liðum • Streitu, þreytu og svefnleysi • Þunglyndi • Aðra lífsstílssjúkdóma Síðustu námskeið fyrir jól! 52 heilsa Helgin 5.-7. nóvember 2010 Kartaflan Mælt er með að kartöflur, sem lengi voru helsti C-vítamíngjafinn hér á landi, eða annar kolvetnagjafi skipi þriðjung af matardisknum. Margir hafa gætt sér á kartöfluflögum og þess má geta að þrír hönnuðir fengu hugmynd að fitulausum kartöflu- flögum sem eru bakaðar en ekki steiktar. Verið er að þróa vöruna og fengu hönnuðirnir styrk frá Tækniþróunarsjóði til að vinna að verkefninu. Að sögn Helgu Bjargar Jónasardóttur, einnar úr hópnum, er stefnt á framleiðslu til að byrja með í litlu magni og vonandi í meira magni síðar. Hinir hönnuðurnir eru Guðrún Hjörleifsdóttir og Edda Gylfadóttir. Hönnuðirnir þrír luma á ýmsum fróðleik um kartöfluna: H ollur lífsstíll ætti að auka líkurnar á al-mennu heilbrigði. „Ef maður fylgir ráðleggingum um mataræði og næringarefni getur það haft jákvæð áhrif á bæði andlega líðan og líkam- lega heilsu,“ segir Hólmfríður Þorgeirsdóttir, næringar- fræðingur hjá Lýðheilsustöð. „Það sem talið er að dragi úr líkum á krabbameini er að halda þyngdinni innan eðilegra marka, hreyfa sig í að minnsta kosti hálftíma á dag, takmarka neyslu á orkuríkum mat og sykruðum drykkjum, forðast mikla neyslu á rauðu kjöti og unnum kjötvörum, takmarka neyslu áfengis og neyta sem mest fæðu úr plönturíkinu – borða mikið af ávöxtum, græn- meti og grófum kornvörum og baunum. Við eigum ekki að vera með nein boð og bönn heldur er það hófsemin og fjöl- breytnin sem á að ráða ríkjum. Ef maður gerir þetta dagsdag- lega þá má leyfa sér af og til eitthvað annað.“ Hólmfríður segir að því litsterkari sem ávextir og grænmeti séu því hollara. „Það er meira af bætiefnum í lit- sterkum ávöxtum og græn- meti. Það er best að velja mis- munandi tegundir og nota til dæmis grænmeti bæði með matnum og eins í réttina en það eykur fjölbreytnina. Það er engin ein fæðutegund svo holl að hún veiti okkur öll þau næringarefni sem við þurfum á að halda; fjölbreytnin skiptir öllu. Svo skiptir máli að borða reglulega og í hóflegu magni og ekki sleppa morgunmatnum sem er ein mikilvægasta máltíð dagsins.“ Gegn krabbameini Hólmfríður segir að rífleg neysla grænmetis og ávaxta minnki líkur á ýmsum sjúk- dómum eins og hjarta- og æða- sjúkdómum, sykursýki af gerð 2, offitu og ýmsum tegundum krabbameins. Hvað krabba- mein varðar má sérstaklega nefna tómata, spergilkál (brok- kólí), hvítlauk og bláber. Holl- usta ávaxta og grænmetis er meðal annars fólgin í ríkulegu magni þeirra af trefjum, vítam- ínum og steinefnum, til dæmis andoxunarefnum eins og C- og E-vítamínum, karótenóíðum, flavenóíðum og fleiri lífvirkum efnum eins og plöntuestró- genum og öðrum plöntuefnum. Það er trúlega ekki síður sam- spil þessara efna sem hafa góð og verndandi áhrif en áhrifin virðast ekki þau sömu ef efnin eru tekin í töfluformi. „Ef fólk borðar fjölbreytt fæði að öllu jöfnu er ekki þörf fyrir fæðubótarefni en undan- tekning er D-vítamín því við hér á norðlægum slóðum fáum ekki nægilegt magn af því yfir vetrartímann þar sem sól er ekki nægilega hátt á lofti til að D-vítamín myndist í húðinni og D-vítamín er einnig í mjög fáum fæðutegundum.“ Hólmfríður bendir fólki á að muna eftir að taka þorskalýsi eða annan D-vítamíngjafa. „D-vítamín er nauðsynlegt fyrir uppbyggingu beina auk þess sem það er meðal annars talið geta verið verndandi gegn krabbameini og gott fyrir ónæmiskerfið. Þá eru einnig Omega-3 fitusýrur í lýsi. Önnur undantekning varðandi fæðubótarefni er að konum sem geta orðið barnshafandi er ráðlagt að taka fólasín sem er B-vítamín en það dregur úr líkum á skaða í miðtauga- kerfi fósturs. Fólasín er meðal annars í dökkgrænu grænmeti, rauðri papriku, jarðarberjum, appelsínum, haframjöli, hnet- um og sojabaunum.“  HvErsdaGslEG en meðal þeirra mikilvægustu Hönnuðirnir þrír sem hafa unnið með hugmyndina að fitulausum kartöfluflögum. Ljósmynd/Hari  fyrir líkama og sál Fjölbreytni í mat Góð vísa er aldrei of oft kveðin og Hólmfríður Þorgeirsdóttir, næringarfræðingur hjá Lýðheilsustöð, bendir á mikilvægi ávaxta og grænmetis; því litsterkara því hollara. Hólmfríður Þorgeirsdóttir næringarfræðingur. Ljósmynd/Hari Við eigum ekki að vera með nein boð og bönn heldur er það hófsemin og fjölbreytnin sem á að ráða ríkjum. g Það eru til bláar kartöflur. g Ákavíti er bruggað úr kartöflum. g Kartöflur kallast líka jarðepli. g Sumir krakkar fá kartöflu í skóinn. g Kartöflur eru fitusnauðar, hafa aðeins 0,5% fitu. g Það er hægt að búa til stimpla úr kartöflum. g Franskar kartöflur eru upprunnar í Belgíu. g Kartöflugrösin eru eitruð. g Á Íslandi voru fyrstu kartöflurnar ræktaðar á Bessastöðum. g Kartaflan er ein af fjórum mikil- vægustu grunnfæðutegundunum. g Fyrstu kartöflurnar voru ræktaðar fyrir um 8.000 árum í Suður-Amer- íku. g Það er hægt að rækta kartöflur í ruslapoka eða potti úti á svölum. g Kartaflan hefur verið rómuð sem „gjöf af himnum“ og „brauð jarðar“. g Það er nóg að setja niður hálfa spíraða kartöflu til að fá uppskeru. g Sameinuðu þjóðirnar helguðu kartöflunni árið 2008 til þess að vekja athygli á mikilvægi hennar í baráttu gegn hungri í heiminum. g Írum fækkaði um ¼ þegar kartöflu- uppskera brást á 19. öld. g Í Kína er framleitt mest af kartöflum í heiminum í dag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.