Fréttatíminn - 05.11.2010, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 05.11.2010, Blaðsíða 46
 MatartíMinn Persónuleg saMskiPti eru forsenda ábyrgðar BARA KREISTA! H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 0 -1 2 0 4 Þ ótt hrun fjár-málaheimsins hafi komið aftan að flestum hefði mátt sjá það fyrir. Vaxandi and- staða við iðnvæðingu matarins og efasemd- ir um þann verslun- armáta sem hefur byggst upp samhliða matvælaiðnaðinum, snýst nefnilega um einn af hornsteinum hrunsins: Flutning ábyrgðar úr hefð- bundnum samskipt- um manna og yfir í hátimbruð líkön og persónulausar stofn- anir. Viðskipti eru húmanískt fag Hinn hefðbundni banki byggir á þekkingu útibús- stjórans á kúnnanum. Með árunum byggir hann upp þekkingu á fasteignamarkaði og veikleika og styrk atvinnulífs síns svæðis. Hann verður leiknari í að lesa fólk og þekkja. Hann sér í gegnum óraunhæf áform og sjálfsblekkingu en þekkir fljótt einarðan vilja, þrek og þor. Hefðbundinn bankarekstur er þannig húmanískt fag; byggist á mannþekkingu og -skilningi. Ofan á þessari þekkingu útibússtjórans byggðist píramídi bankaheimsins. Útibússtjórinn lánaði þeim sem hann þekkti, bankastjórinn útibússtjórum sem hann treysti og svo áfram upp í stærstu heildsölu- banka. Þegar allt var brotið niður þá voru ógnar- upphæðir fjármálalífsins byggðar upp á gamaldags handabandi. Þar til á síðustu árum síðustu aldar. Þá töldu menn sig hafa fundið formúlur sem gætu reiknað út áhættu svo varla skeikaði eyri. Útibússtjórar fóru að lána samkvæmt krossaprófi og fengu að selja frá sér ábyrgðina til næsta banka, sem aftur gat keypt sér tryggingar gegn tapi á láni til útibúsins. Skyndilega byggðist ábyrgð ekki á trausti heldur útreikningum. Bankastarfsemi var ekki húmanísk lengur. Hún var orðin verkfræði. Allir þekkja afleiðingarnar. Eftir áratug var banka- starfsemi í heiminum ekki aðeins í rústum heldur stór hluti efnahagslífsins einnig. Hugmyndir um eftirlit matsfyrirtækja og fjármálaeftirlits reyndist blekking. Það kom í ljós að ekkert kerfi, engin form- úla, engin lögga getur komið í stað hefðbundins trausts millum manna. Persónulaus markaður er barbarí Þessu höfðu menn áttað sig á fyrir löngu varðandi mat. Iðnvæðing matarins og uppbygging stórmark- aða hafði haldist í hendur. Í stað þess að kaupmaður- inn væri milliliður birgja og viðskiptavina og þekkti báða – og báðir treystu honum – var komið kerfi and- litslausra samskipta. Kúnninn vafraði afskiptalaus um stórmarkaðina og valdi vörur eftir því hversu tælandi umbúðirnar voru. Hann átti engin mannleg tengsl við framleiðandann. Sem gaf framleiðandan- um frítt spil til að svíkja soldið, ljúga dáldið. Á örfáum árum breytti þetta kerfi matnum í eitt- hvað allt annað. Megnið af vörum í stórmörkuðum í Bandaríkjunum má varla kalla mat. Réttnefni væri matarlíki. Og þótt við Íslendingar séum ekki eins illa settir þá erum við skammt undan. Andsvar við þessari þróun hófst fyrir um tveimur áratugum og hefur vaxið ásmegin jafnt og þétt. And- svarið felst í að draga mannlega þáttinn aftur inn í viðskipti með mat. Í stað þess að treysta á matvæla- eftirlit og reglugerðir, eða staðla um umhverfisvæna framleiðslu eða lífræna, byggjast bændamarkaðir og smærri verslanir á ábyrgð sem verður til í persónu- legum samskiptum birgja, kaupmanna og kúnna – gamaldags traust sem ekkert getur leyst af hólmi. Vex hraðar en Kína Og þessi þróun er ekki hæg eða aflokuð í einhverj- um tískukimum. Bændamarkaðir í Bandaríkjunum voru um 1.750 árið 1994, voru orðnir 2.860 um aldamótin en eru í ár taldir vera um 6.130. Þetta er aukning um rúm 8 prósent að meðaltali í sextán ár (svipað og hagvöxtur í Kína). Frá hruni hefur mörk- uðunum fjölgað hraðar en fyrir hrun (2009 = 13%, 2010 = 16%). Spár um afturkipp í lífrænum vörum og öðrum dýrar en „betri“ vörum í kjölfar efnahags- þrenginga gengu ekki eftir. Þvert á móti virðist samdrátturinn hafa aukið verslun með lókalvörur, lífrænar vörur og aðrar vörur með þekkta og geðuga sögu. Verslun með hefðbundinn mat vex hraðar en Kína  Margt sMátt gerir eitt stórt  uPPskriftir rauðrófur og gulrætur Matur Þórir Bergsson og Gunnar Smári Egilsson matur@frettatiminn.is 46 matur Helgin 5.-7. nóvember 2010 Lífræni markaðurinn er sá hluti matvælamark- aðarins sem vex hraðast í Bandaríkjunum. Þar hefur árlegur vöxtur verið á bilinu 17 til 20 prósent mörg undanfarin ár á meðan matvælamarkað- urinn sem heild óx um 2 til 3 prósent árlega. Talið er að lífræni hlutinn sé orðinn um 3,7 prósent af matvælamarkaðnum í Bandaríkjunum í dag. Af grænmeti og ávöxtum eru 11,4 prósent mark- aðarins lífræn. Í fyrra var veltan í lífræna geiranum 24,8 milljarðar dollara eða 3.100 milljarðar fallinna íslenskra króna. Bandaríkjamenn eru tæplega þúsund sinnum fleiri en við svo þetta ætti að samsvara rúmum 3 milljörðum króna á Íslandi. Um aldamótin 1900 voru í Englandi um 1.324 brugghús. Við hámark iðnvæðingar matvælaframleiðslunnar og massa-markaðssetn- ingar stórra vörumerkja, 1970, voru brugghúsin orðin 141. Fyrir fimm árum voru þau hins vegar orðin 480. Þegar litið er yfir söguna með þessum hætti sést að mini-brugg- húsin eru ekki ný tíska eða eitthvað sem reikna má með að komi og fari. Þvert á móti sést að tímabil iðnvæðing- ar matvælafram- leiðslunnar er frekar frávikið. Vöxtur smárra brugghúsa í Bandaríkjunum hefur verið ör. Árið 2009 dróst heildar-bjór- markaðurinn í Banda- ríkjunum saman um 2,2 prósent. Fram- leiðsla lítilla brugg- húsa jókst hins vegar um 7,2 prósent í magni og um 10,3 prósent að verðmæti. Spár fyrir 2010 segja 9 prósent vöxtur að magni og 10 prósent að verðmæti á markaði sem dregst saman um 2,7 prósent. Árið 2009 áttu litlu brugghúsin um 4,3 prósent af seldu magni og 6,9 prósent af veltu markaðarins. Af endurreisn ostagerðar á sveitabæjum í Banda- ríkjunum er svipaða sögu að segja. Prófessor við Cornell-háskóla, Frank Kosikowski, hóf baráttu fyrir endur- vakningu í ostagerð og stofnaði Bandaríska ostagerðarfélagið 1983. Eftir brösótta byrjun fór ostagerð í Bandaríkjunum á flug á tíunda áratugnum og sú þróun hefur haldið áfram á þessari öld. Árið 2003 voru 776 bú í félaginu hans Kosikowskis og þau sendu 762 osta í árlega samkeppni. Árið 2009 voru félagarnir orðnir 1.200 og ostarnir í keppninni 1.327. Endur- vakning ostagerðar í Vesturheimi er nú komin á það stig að kanadískur ostur vann helstu alþjóð- legu samkeppnina í ár (og eru Frakkar og aðrir Evrópubúar enn að klóra sér í hausnum yfir því). Rauðrófusalat Rauðrófur er ekki bara ótrú- lega fall egar á litinn (líklega dýpsti rauði litur náttúrunnar) heldur frábærlega hollar. Og með einstakt bragð, sem er næstum jafnt djúpt og liturinn. Hér er uppskrift að rauðrófu- salati sem er gott meðlæti en getur líka verið forréttur. 1. Pakkið 3-4 rauðrófum (um eitt kíló) í álpappír og setjið inn í 200°C heitan ofn í 45 til 60 mínútur. Stingið prjóni í rófurnar til að finna hvort þær eru soðnar. 2. Ristið um 75 g af sólblóma- fræjum í ofninum í um 8-10 mínútur. 3. Hrærið saman 90 ml af hlynsírópi, 4 msk. af sérrí- ediki, 4 msk. af ólívuolíu, 2 smáttsöxuðum eða mörðum hvítlauskgeirum. 4. Flysjið rauðrófurnar meðan þær eru enn heitar, skerið í um 2 sentimetra teninga, setjið í skál og hellið sírópsblöndunni yfir. 5. Blandið hnefafylli af kerfli, graslauk eða steinselju saman við og þremur hnefafyllum af spínatlaufum eða klettasalati. 6. Stráið sólblóma- fræjunum yfir. Gulrótar- og appel sínu- súpa Súpur eru hollar vegna þess að öll nær- ingin helst í soðinu. Það er líka gott fyrir fólk sem hættir til að borða of mikið að byrja máltíðina á súpu eða öðrum vatnsmiklum mat. Hér er sér- stætt hjónaband gulrótar og appelsínu í glaðri súpu. 1. Hitið einn saxaðan lauk og hálft kíló af brytjuðum gulrótum í smjöri í potti í um 5 mínútur. 2. Hellið einum lítra af kjúklingasoði yfir og sjóðið við vægan hita í 20 mínútur. 3. Maukið með töfrasprota. 4. Kreistið fjórar appelsínur og blandið safanum saman við súpuna. Hitið að suðu, ekki sjóða. 5. Bragðið til með salti og pipar. 6. Berið fram með sýrðum rjóma og rifnum appelsínu- berki. Eða með grískri jógúrt og nokkrum myntublöðum. Ljósmynd/Per Enström Smátt er hið nýja stóra Útbreiðsla bændamarkaða og smærri verslana byggist á því að kaupmaðurinn þekki birginn og kúnninn þekki kaupmanninn. Í slíkri keðju mannlegs trausts er minna logið og minna svikið en í mannlausum göngum stórmarkaðanna. Megnið af vörum í stórmörk- uðum í Bandaríkjunum má varla kalla mat. Réttnefni væri matarlíki. Haustið er tími rótarávaxta Frú Lauga við Laugalæk er vísir að bændamarkaði í Reykjavík. Þar eru vörur bænda seldar í umboðssölu. Kaupmaðurinn þekkir bændurna. Og kúnninn treystir kaupmanninum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.