Fréttatíminn - 05.11.2010, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 05.11.2010, Blaðsíða 30
skriffinnsku, en satt að segja hefðum við gott af aðhaldi bandalagsins. Efnahag okkar er sömleiðis betur borgið þar. Um gjaldmiðil er það að segja að við höfum hvenær sem er átt kost á því að fastbinda krónuna evru, eins og fjölmörg ríki gera, meðal annars í Afríku. En þá getum við að vísu ekki leikið okkur með krónuna í þágu útgerðarauðvaldsins.“ Hver er skoðun þín á þjóðkirkjunni? Stendur hún undir því nafni? Á að skilja að ríki og kirkju? „Ég tala ekki um aðskilnað ríkis og kirkju. Ég vil tala um aðskilnað ríkis og trúfélaga. Í lýðræðisþjóðfélagi, ef við vilj- um það, og ef við viljum raunverulegt trú- frelsi, er í grundvallaratriðum rangt að ein tegund trúar njóti forréttinda umfram aðrar. Ríkið sem slíkt á ekki að skipta sér af trúmálum.“ Erum enn ráðvillt Hugmyndir þínar um að stofna nýtt lýð- veldi með nýrri stjórnarskrá hafa vakið athygli. Á hverju skal byggja? Hver eiga að vera meginmarkmið nýrrar stjórnarskrár að þínu mati? „Eftir hrun taldi ég eðlilegt að byrja upp á nýtt, frá grunni. Með stofnun nýs lýð- veldis, eins og gert hefur verið í Frakk- landi, verða til algerlega ný tækifæri til að huga vandlega að öllum grundvallar- atriðum samfélagsins. Mér fannst þörf á því og finnst enn. Slík hugsun virðist fjarri ráðamönnum. Öll þeirra hugsun sýnist beinast að einhvers konar hálf- káki. Hins vegar hefur nú fundist nokkuð svo falleg aðferð til að kalla saman þver- skurð þjóðarinnar til að eiga fyrstu hug- myndir að nýrri stjórnarskrá, fela stjór- nlaganefnd að vinna úr vísbendingum þjóðfundar og bæta við hugmyndum fyr- ir stjórnlagaþing að vinna úr og semja frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Þetta er býsna frumleg og merkileg tilraun sem ekki má mistakast. Ég vil ekki segja hér margt um nýja stjórnarskrá, af því að ég á sæti í stjórnlaganefnd. Grundvallaratriði í mínum huga eru friðhelgi mannvirð- ingar og réttlæti, raunveruleg þrískipt- ing valds og þar með sjálfstæði dómstóla, tryggð þjóðareign á öllum auðlindum og náttúruvernd höfð til hliðsjónar allri nýt- ingu. Um þetta fjalla ég nánar í bókinni. Ný stjórnarskrá þarf að vera nýr þjóðar- sáttmáli um réttlátt þjóðfélag. Þjóðarsátt er okkur nauðsyn því að „hvert það ríki sem er sjálfu sér sundurþykkt leggst í auðn,“ eins og haft er eftir góðum manni sem margir þykjast taka mark á. En ný stjórnarskrá breytir ekki hugarfari ein og sér.“ Ekki fer á milli mála að þér er þungt um hjarta. Þú segir til að mynda að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis lýsi hnignun þjóðar, sem lendir á villigötum, og loks falli hennar. Hvar finnst þér þjóðin vera stödd núna? Er hún í afneitun yfir eigin Kunningi minn í Sjálfstæðisflokkn- um sagði mér einu sinni glott- andi að stundum hefðu mál verið samþykkt með einu atkvæði gegn 24! ábyrgð á stöðunni eða finnst þér hún tilbúin að halda áfram veginn? „Já, mér rennur til rifja hvernig kom- ið er fyrir okkur. Við erum enn ráð- villt og höfum ekki náð áttum. En í raun eigum við að vera þakklát fyrir hrunið, svo undarlega sem það kann að hljóma. Við höfðum álpast inn á villigötur. Nú getum við snúið af þeim götum og tekið nýja stefnu. Okkur er satt að segja engin vorkunn. Okkur eru allir vegir færir – ef … Ef við horf- umst í augu við okkur sjálf og hverf- um frá oflæti, hættum að sjá okkur í einhvers konar stómennskudraum- sýnum, þá eru okkur allir vegir færir. Við eigum gott land, yfrið landrými, gjöful fiskimið að nýta fyrir þjóðar- hagsmuni, næga orku fyrir okkur ef við hættum að gefa hana erlendum auðhringum, nægt vatn, dýrmætasta efni sólkerfisins, næg matvæli … En við verðum að eignast hugarfarsbreyt- ingu, eignast siðgæði og ábyrgðartil- finningu, læra að virða reglur og aga okkur sjálf og skilja að það er ekki hægt að gera allt fyrir alla án þess að kosta neinu til. Við verðum að hætta að hafa dauðasyndir að leiðarljósi og tileinka okkur hinar klassísku dyggð- ir. Þær eru viska, hófstilling, hug- rekki, réttlæti, von, trú og kærleikur.“ Jón Kaldal jk@frettatiminn.is Okkur eru allir vegir færir – ef … Ef við horfumst í augu við okkur sjálf og hverfum frá oflæti, hættum að sjá okkur í einhvers konar stómennskudraumsýnum, þá eru okkur allir vegir færir. Bók Njarðar er skrán- ing á persónulegum vangaveltum hans um íslenskt samfélag frá því snemma á tuttugustu öld og fram til október 2010. Í brennidepli eru atburðir síðustu ára. 30 viðtal Helgin 5.-7. nóvember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.