Fréttatíminn - 05.11.2010, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 05.11.2010, Blaðsíða 22
Smiðjuvegi 34 |Rauð gata | www.bilko.is | Sími 557-9110 Jeppadekk DEKK PERUR RAFGEYMAR RÚÐUÞURKUR BREMSUKLOSSAR ALÞRIF & TEFLONBÓN SMURÞJÓNUSTA SÆKJUM OG SKILUM Allt á einum stað! Smiðjuvegi 34 |Rauð gata | www.bilko.is | Sími 557-9110 Umfelgun með afslætti þessa dagana fyrir bæði fólksbíla og jeppa! Frábært verð Komdu núna og fáðu fría vetrarskoðun í leiðinni! G RA FI KE R S kólafólk er mest áberandi meðal þeirra sem bjóða sig fram til stjórnlagaþings, hvort heldur eru kenn-arar eða nemendur. Landskjörstjórn hefur birt nafnalista þeirra 523 sem bjóða sig fram til þingsins en kosið verður til þess 27. þessa mánaðar. Karlar eru mun fleiri en konur en þær eru 160. Meðal frambjóðenda eru 59 kennarar af öllum skóla- stigum, frá leikskólakennurum til háskólakennara. Nem- endur sem bjóða sig fram eru litlu færri eða 49. Sam- tals eru því 108 frambjóðendur innan veggja skólanna, eða um fimmtungur allra. Í kennarastétt má m.a. nefna prófessorana Gísla Má Gíslason, Hjalta Hugason, Jón Ólafsson og Þorstein Gylfason. Aðrir háskólakennarar eru m.a. Eiríkur Bergmann Eiríksson dósent og Silja Bára Ómarsdóttir aðjunkt. Af framhaldsskólakennur- um eru m.a. í framboði Árni Indriðason, Baldur Ósk- arsson, Erlingur Sigurðarson, Haukur Már Haralds- son og Tryggvi Gíslason, fyrrverandi skólameistari. Taka ber fram að starfstitlar sumra eru fleiri en einn. Stöku kennarar nefna annað starf. Sama á við um nem- ana og mun fleiri starfstéttir. Gömu embættismannastéttirnar Fróðlegt er að skoða frambjóðendur hinna gömlu emb- ættismannastétta, lögfræðinga, presta og lækna. Ekki kemur á óvart að lögfræðingarnir eru fjölmennastir, eða 24. Meðal þeirra má nefna Björn Friðfinnsson, Guð- mund Ágústsson, Jón Steindór Valdimarsson, Leó E. Löve, Magnús Thoroddsen og Jónínu Bjartmarz. Læknarnir eru átta, þar á meðal Andrés Magnússon, Katrín Fjeldsted og Lýður Árnason, sem jafnframt er kvikmyndagerðarmaður. Auk þess eru tveir dýralæknar í framboði. Prestarnir eru fæstir, fjórir, en þeirra á meðal eru Þórir Jökull Þorsteinsson og Örn Bárður Jónsson. Djáknar eru að auki tveir og fulltrúi ásatrúarmanna er Jörmundur Ingi Hansen Reykjavíkurgoði. Á sjó fremur en þingi Sé litið til þeirra atvinnuvega sem lengst hafa verið burðarásar í samfélaginu, þ.e. landbúnaðar og sjávarút- vegs, sést að fulltrúar eru ekki margir. Bændur eru þó fleiri en sjómenn, eða átta. Meðal þeirra eru fyrrverandi forystumenn bænda, Ari Teitsson og Haukur Hall- dórsson. Vera kann að bændur horfi til þess að stjór- nlagaþingið getur staðið fram yfir sauðburð. Sjómennirnir eru aðeins þrír, þar af aðeins einn sem titlar sig sjómann og ekkert annað, Sveinn Ágúst Krist- insson. Sjómenn gera það bærilegt um þessar mundir og sjá kannski fram á tekjutap fái þeir aðeins þingfarar- kaupið sem þeim er ætlað þann tíma sem stjórnlagaþing- ið stendur. Iðnaðarmenn eru heldur ekki margir. Séu þeir teknir saman, þ.e. rafvirkjar, málarar, smiðir, pípulagninga- menn og fleiri eru þeir tólf. Meðal þeirra má nefna Sigurð Grétar Guðmundsson pípulagningameistara, Árna Jónsson rafvirkjameistara og Bergsvein Hall- dórsson trésmíðameistara. Alþingismenn hafa ekki rétt til setu á stjórnlagaþingi en fyrrverandi stjór- nmálamenn eru meðal frambjóðenda, hvort heldur eru fyrrum þingmenn eða sveitarstjórnarmenn. Þar á meðal eru Katr- ín Fjeldsted, fyrrum borgarfulltrúi sem einnig er í læknahópnum, Jónína Bjart- marz, fyrrum þingmaður og ráðherra sem einnig er í lögfræðingahópnum, og Júlíus Sólnes, verkfræðingur og fyrrum þingmaður og ráðherra. Jafnstórir hópar lista- og fjölmiðlamanna Deila má um flokkun listamanna meðal þeirra sem bjóða sig fram til stjórn lagaþings. Þó má með góðu móti telja þá sextán. Þar eru leikstjórar mest áberandi; kvikmyndaleikstjórarnir Ágúst Guðmundsson, Lárus Ýmir Ósk- arsson og Hrafn Gunnlaugsson, auk Þórhildar Þorleifsdóttur. Sama gildir um fjölmiðlamenn, núverandi og fyrrverandi. Þeir eru sextán. Í þeirra hópi eru m.a. Jónas Kristjánsson ritstjóri, Ill- ugi Jökulsson blaðamaður, Inga Lind Karlsdóttir fjölmiðlamaður og nemi, Sigríður Dögg Auðuns- dóttir, fyrrum blaðamaður og núverandi forstöðumaður kynningarmála, feðgarnir Ómar Þ. Ragnarsson og Þorfinnur Ómarsson og Sigurður G. Tómasson útvarpsmaður. Að lokum má telja þá sem trauðla verða flokkaðir í hóp; Eva Sigurbjörnsdóttir, hótelstýra á Ströndum, Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, Birna Þórðardóttir, ferðaskipuleggjandi og skáld, og Árni Björnsson þjóð- háttafræðingur, auk Halldórs Grétars Gunnarssonar sem titlar sig einfaldlega sem Íslending. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Meðal frambjóðenda eru 59 kennarar af öllum skólastigum og nemendur eru litlu færri.  Stjórnmál miSmunandi áhugi hinna ýmSu Stétta á framboði til StjórnlagaþingS Skólamenn í röðum en sjómenn fjarri góðu gamni Kennarar og nemendur eru fimmtungur þeirra rúmlega 500 manna og kvenna sem bjóða sig fram til stjórnlagaþings. Áhuginn áberandi minni hjá öðrum stéttum en sjómenn kjósa greinilega fremur að vera á sjó en þingi. 22 fréttir Helgin 5.-7. nóvember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.