Fréttatíminn - 05.11.2010, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 05.11.2010, Blaðsíða 6
Saga gnarrS „Margir spyrja sig eflaust hvort þessi bók sé ævisaga eða skáldsaga. Hún er bæði. Hún er ekki alveg sönn. Það er þó engin bein lygi í henni.“ Jón Gna r r „Nöturleg og fyndin upplifun barns sem upplifir sig utangarðs.“ Pá ll Ba ldv in Ba ldv insson / Fr ét ta Bl a ðið „Indjáninn er fín viðbót við íslensku skáldævisöguflóruna auk þess að vera gott innlegg í umræðu um einelti og þroskaraskanir.“ soFFí a au ðu r BirGisdót tir / MorGu nBl a ðið www.forlagid.is Ný kilja skálduð ævisaga Jóns Gnarrs, Indjáninn, er fáanleg að nýju. „Mér ofbauð verð á barnafötum úti í búð. Svo sat ég uppi með lítið notuð föt af litla mínum, hann óx kannski bara upp úr þeim á nokkrum vikum. Mér fannst rosalega sorglegt að keyra með þetta út í gám.“ Þetta segir Arnbjörg Högnadóttir, sem fékk í framhaldinu þá hugmynd að opna verslun með notuð barnaföt. Verslunin Blómabörn var opnuð í mars í fyrra en er nú flutt í hentugra húsnæði að Bæjarhrauni 2, spölkorn frá gamla staðnum. „Þetta hefur gengið mjög vel,“ segir Arnbjörg. „Ég þarf því miður stundum að segja nei takk við fólk því mér er boðið miklu meira en ég get tekið við. Svo finnst mér ógnvekjandi hversu mörg símtöl ég fæ frá fólki sem er að flytjast úr landi. Einn daginn fékk ég fimm svoleiðis símtöl.“ Arnbjörg segist geta leyft sér að velja og hafna og tekur bara föt í sölu sem eru vel með farin. „Ég er með föt fyrir nýfædd börn og upp í svona sjö til átta ára. Föt fyrir eldri eru oft orðin of snjáð til að ég geti haft þau til sölu. Ef það koma vel með farin föt fyrir eldri börn tek ég þau samt inn. Ég borga 1.400-1.800 kr. fyrir kílóið og kaupi þar að auki merkjavöru og útiföt í stykkjatali,“ segir hún. Arnbjörg segist ekki vera alveg með það á hreinu hversu mikið ódýrari vörurnar hjá henni eru miðað við nýjar vörur „en ég held ég geti sagt að fötin séu a.m.k. 70 til 80 prósentum ódýrari en ný föt út úr búð.“ Hvað með foreldrana – sætta þeir sig allir við að klæða börnin sín í notuð föt? „Örugglega ekki. En sem betur fer er stækkandi hópur sem sér skynsemina í því. Litli minn fær bara notuð föt og þá á ég peninga afgangs sem hægt er að nota til að gera eitthvað skemmtilegt með honum. Þetta fyrirkomulag, að höndla með notuð barnaföt, er þekkt erlendis og það er alveg kominn tími til að við gerum þetta líka.“ Blómabörn, barnafataverslun er opin virka daga og stundum á laugardögum. Verslunin er á Facebook og best er að fylgjast með afgreiðslutímanumtímanum þar. Vert er að minnast á svipaða verslun í Faxafeni, sem heitir Fiðrildið. Þar eru seldar vel með farnar barnaflíkur, í bland við nýjar vörur og íslenska hönnun. Dr Gunni er UmboðsmaðUr neytenda Ábendingar og kvartanir: drgunni@centrum.is Notuð barnaföt í Blómabörnum Gunnar Hjálmarsson drgunni@centrum.is  stjórnlagaþing UndirbúningUr fyrir þjóðfUnd 2010 Á lokaspretti Æfingum lokið fyrir þús- und manna þjóðfund Þjóðfundurinn er undanfari stjórnlagaþings þar sem kallað verður eftir meginsjónarmiðum um stjórnskipun landsins. Æ fingar hafa staðið undanfarin kvöld, frá mánudegi til miðvikudags, fyrir 128 lóðsa eða borðstjóra fyrir Þjóðfund 2010 sem haldinn verður í Laugardalshöllinni á morgun, laugardaginn 6. nóvember. Fundurinn hefst kl. 9 og stendur til kl. 18. Þátttakendur á þjóðfundinum verða eitt þúsund en þeir voru valdir af handahófi úr þjóðskrá þar sem gætt var að eðlilegri skiptingu þeirra eftir búsetu og kyni. Jafnmargar konur eru skráðar á fundinn og karlar. Aldur gesta endurspeglar aldursdreifingu í landinu. Elsti þátttakandinn er fæddur 1921, en fjórtán eru fæddir fyrir árið 1930. Yngstu gestirn­ ir eru fæddir 1992 og verða þeir 22 talsins. Fundurinn er undanfari stjórnlagaþings en á honum verður kallað eftir meginsjónarmiðum og áherslum almennings um stjórnskipun landsins, stjórnarskrá og breytingar á henni. Þjóðfundur­ inn nú byggist að nokkru á reynslu af þjóðfund­ inum sem haldinn var í fyrra, að sögn Berghildar Erlu Bernharðsdóttur, upplýsingafulltrúa stjórn­ lagaþings. Hlutverk lóðsanna er fyrst og fremst að draga fram sem flest sjónarmið þátttakenda og sjá til þess að allir hafi jöfn tækifæri til að tjá sig. Þeir sem gegna hlutverki lóðs verða að halda hlut­ leysi sínu á fundinum og ræða ekki stök málefni eða taka afstöðu til tillagna. Berghildur Erla segir að til starfs lóðsa hafi verið valdir einstaklingar sem eiga auðvelt með mannleg samskipti, fólk sem skapar vellíðan. Hafi sá sem lenti í úrtaki til setu á þjóðfundin­ um síðar ákveðið að bjóða sig fram til stjórnlaga­ þings hefur það ekki áhrif á seturétt hans á fund­ inum en honum er óheimilt að kynna framboð sitt þar. Þjóðfundurinn er að öðru leyti lokaður fundur og ekki opinn frambjóðendum. Stjórnlaganefnd mun vinna úr upplýsingum sem safnast á þjóðfundinum og afhendir stjór­ nlagaþingi þegar það kemur saman í febrúar næstkomandi. Að sögn Berghildar Erlu mun stjórnlaganefnd kynna helstu niðurstöður þjóðfundarins á sunnu­ daginn. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Arnbjörg Högnadóttir í verslun sinni Blóma- börnum, sem selur notuð barnaföt. 128 lóðsar eða borðstjórar hafa verið á kvöldfundum í þessari viku þar sem þeir hafa æft sig fyrir þjóðfundinn sem haldinn verður í Laugardalshöll á laugardaginn. Ljósmynd/Hari 6 fréttir Helgin 5.-7. nóvember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.