Fréttatíminn - 05.11.2010, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 05.11.2010, Blaðsíða 32
Rúmlega tvítug braust MALÍN BRAND út úr söfnuði Votta Jehóva með kjafti og klóm. Skömmu síðar missti hún báða foreldra sína. Faðir hennar varð bráðkvaddur en móðir hennar svipti sig lífi. Heiðdís Lilja Magnúsdóttir ræddi við Malínu um einelti á æsku- árum, útskúfun á fullorðinsárum vegna úrsagnar hennar úr söfnuðinum, yfirhylmingu kynferðisbrotamála innan safnaðarins, sorgina, réttlætiskenndina og hvernig það er að uppgötva heiminn upp á nýtt. Ljósmyndir/Teitur Jónasson Mér var bannað að hugsa M alín Brand ólst upp í söfnuði Votta Jehóva á Íslandi. Einhverj- ir gætu ætlað að það væri svona álíka merkilegt og að alast upp í fámennu sjávarþorpi þar sem allir kjósa Framsóknarflokkinn. Svo einfalt var það ekki. Að tilheyra Vottum Jehóva þýddi meðal annars að fjölskyldan hélt ekki jól og börn innan safnaðarins fengu hvorki að halda upp á afmælið sitt né mæta í afmæli bekkjarfélaga sinna. „Fyrsta hugsunin þegar ég heyrði jólalag var alltaf: Æ, nei, ég má ekki hlusta. Verð að loka eyr- unum. Við máttum aldrei syngja með jólalögunum. Þegar verið var að jólaföndra í skólanum sat ég úti í horni og teiknaði fugl. Allir hlógu að mér af því að ég var svo vitlaus að teikna fugl en ekki jóla- svein. Ég fór á mis við allt félagslíf sem barn. Öll börnin fóru í afmæli ... nema Vottabörnin. Ég fór á trúarsamkomur með mömmu, Valgerði Kristínu Brand, þrisvar í viku. Svo var það skylda okkar allra að ganga í hús til að bjóða fólki blöð og lesa upp úr Biblíunni. Fólkið sem kom til dyra horfði stórum augum á mig og spurði hvað ég væri eigin- lega að gera,“ rifjar Malín upp og brosir vandræða- lega. Minningin er fjarlæg og hálffjarstæðukennd, þótt ekki sé langt um liðið. „Þegar maður elst upp innan veggja safnaðarins er maður ekki hluti af samfélaginu. Reyndar vorum við annars flokks í söfnuðinum af því að pabbi var ekki í honum. Það er frekar óvenjulegt. Mamma hefur verið „óþekk“,“ segir Malín sposk á svip. Húmoristinn strax kom- inn upp í henni. Hún segist alltaf hafa reynt að sjá spaugilegu hliðarnar á hlutunum. Það hafi hún lært af föður sínum, Einari Oddgeirssyni, sem var mikill húmoristi. Hvað þýddi það að vera annars flokks? „Við sátum ekki við sama borð og hinir. Þótt það séu aldrei haldin afmæli í söfnuðinum er reynt að hafa barnaboð í staðinn. Mér var ekki boðið í þau boð fyrr en ég var orðin fimmtán ára. Ég átti hvorki vini í söfnuðinum né í skólanum. Mér var strítt mikið í skóla og ég var lögð í einelti. Ég þótti skrýtinn krakki. Bæði af því að ég ólst upp í þess- um söfnuði og svo talaði ég líka öðruvísi en hinir. Málfarið í fjölskyldunni minni er svolítið sérstakt af því að við erum Vestur-Íslendingar. Við fædd- umst samt á Íslandi. Svo sá ég mjög illa, þurfti að nota gleraugu og var strítt út af því líka. Ég sagði ekki frá þessu heima fyrir. Ég skammaðist mín svo mikið fyrir að vera strítt í skólanum.“ Er stríðni eitthvað sem fylgir því að tilheyra þessum trúarsöfnuði? „Já, ég gæti alveg ímyndað mér það. Í söfnuðin- um var talað um trúarofsóknir eða að við þyrftum að láta margt yfir okkur ganga vegna trúarinnar. En það er til orð yfir þetta: Einelti.“ Malín gekk í skóla í Kópavogi, skipti um skóla þegar hún var ellefu ára og fór þá í annan skóla í Kópavogi og því næst í Hafnarfirði. „Ég skipti um skóla af því að ég hélt að allt myndi lagast við það. En ég tók vandamálið náttúrlega bara með mér. Ég var orðin fimmtán ára þegar ég svaraði fyrir mig í fyrsta skiptið. Þá hugsaði ég með mér: „Hey, af hverju gerði ég þetta ekki fyrr? Þetta er snilld!“ Hvað með systkin þín? „Ég á eina systur, Hlín Einarsdóttur, sem er fjór- um árum eldri en ég. Hún var meira í því að lemja mig!“ segir Malín og hlær. „Hún þoldi mig ekki framan af. Við töluðum eiginlega saman í fyrsta skipti þegar ég var fimmtán. Þá horfði hún á mig og sagði: „Nú, kanntu að tala?“ Ég bar snemma alltof mikla ábyrgð. Hafði áhyggjur af öllu. Ég fékk magasár þegar ég var níu ára.“ Hafði eineltið í skólanum þau áhrif? „Nei. Magasárið var meira út af fjárhagsáhyggj- um. Foreldrar mínir áttu aldrei pening og mamma deildi þeim áhyggjum alltaf með mér, barninu. Eins og hún var frábær mamma þá var þetta dæmi um hvernig á ekki að tala við börn. Hún átti til að segja hluti eins og: „Jæja, Malín mín, ætli við fáum eitthvað að borða í næstu viku?“ Þar af leiðandi bað maður aldrei um neitt. Ég vissi að peningarnir voru ekki til. Ég hafði þó ekki bara áhyggjur af pen- ingaleysinu, heldur líka því að móður minni leið greinilega ekki vel. Ég var hrædd um að hún myndi kannski taka eigið líf, alveg frá því ég var sjö ára.“ Hafði einhver sem þú þekktir farið þá leið? „Nei, en ég er mjög næm á líðan fólks. Mamma hótaði því líka stundum að láta sig bara hverfa. Ef ég fann hana ekki heima þá fór ég út að leita að henni. Hún var kannski ekki þunglynd en ég held að hún hafi verið í einhvers konar sálarklemmu. Kannski hafði hún skyggnigáfu sem hún vissi ekki alveg hvernig hún ætti að díla við. Ég veit það ekki. Ég hef stundum pælt í því. Hún vissi nefnilega oft hluti sem hún átti ekki að vita. Afi er svona líka.“ Ertu þú skyggn sjálf? „Já, ég er það, ef ég opna fyrir það. Ég sé t.d. árur fólks. Einu sinni hélt ég að árur væri eitthvað sem allir sæju en núna veit ég að svo er ekki. Árur endurspegla bæði persónuleika og líðan fólks.“ Hjálpaði trúin þér í þessum erfiðleikum í æsku? „Nei, þessi trú er þannig að hún færir ekkert sérstaklega góð rök fyrir tilveru manns. Sú ákvörð- un að trúa var tekin fyrir mig, rétt eins og einhver hefði tilkynnt mér að uppáhaldsliturinn minn væri grænn. Ég er mjög gagnrýnin og trúði í raun og veru aldrei. Það var eiginlega mesti skandallinn því að sá sem efast er ekki í góðum málum í söfnuð- inum. Ef maður impraði á einhverju slíku var bara sussað á mann og sagt að djöfullinn væri að hræra í hausnum á manni. Þetta var algjör heilaþvottur. Það er engin tilviljun að vottur rímar við þvottur! Þetta er heilaþvottastöð en ekki staður þar sem kærleikurinn blómstrar,“ segir Malín ákveðin. „Manni er innrætt frá fyrsta degi að öll gagn- rýnin hugsun og efahyggja eigi ekki heima innan safnaðarins. Mér var bókstaflega bannað að hugsa. Ég las alltaf mjög mikið. Þegar ég var fimmtán ára fór ég að lesa heimspeki og gleypti í mig allt lesefni sem ég komst í. Þetta kollvarpaði þeirri heims- mynd sem mér hafði verið innrætt. Í gegnum heim- spekina og vísindin fór ég að líta heiminn öðrum augum. Vottarnir hafna þróunarkenningu Darwins en mér finnst þróunarkenningin æðisleg! Hún er skemmtileg og rökrétt.“ Hylmt yfir kynferðisbrot Átján ára giftist Malín öðrum safnaðarmeðlimi, manni sem var átta árum eldri en hún. „Í söfnuðinum er bannað að stunda kynlíf fyrir hjónaband. Ég held að það sé ástæðan fyrir því að margir þarna gifta sig mjög ungir.“ Varstu ástfangin? „Ég hélt það á einhverjum tímapunkti. En svo hélt ég áfram að grúska í mínu og gera það sem var bannað: Að hugsa. Við fórum bara hvort í sína áttina. Svo sagði ég mig úr söfnuðinum árið 2004 og með því sagði ég mig úr hjónabandinu.“ Hvað varð til þess að þú ákvaðst að stíga það skref? „Stór ástæða þess að ég fékk algjöran viðbjóð á söfnuðinum var sú að réttlætiskennd minni var storkað illilega. Ég fylgdist með máli innan safn- 32 viðtal Helgin 5.-7. nóvember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.