Fréttatíminn - 05.11.2010, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 05.11.2010, Blaðsíða 44
Gabriel García Márques er enn að þótt hann hafi þrjú ár um áttrætt. Fyrir viku kom út safn af ræðum hans af ýmsum tilefnum og um leið var greint frá því að Kólumbíumaðurinn væri að ljúka við nýja skáldsögu. Ræðusafnið geymir ávörp frá 1944 til 2007 og tilefnin eru ýmis. Gabriel forðast ræðuhöld en sagði í tilefni af útkomu safnsins hjá spænskum og suðuramerískum forlögum að úrvalið hefði fært sér heim sanninn um hvernig hann hefði þróast sem höfundur. Meistaraverk Márques, Hundrað ára einsemd, kom nýlega út í kilju á vegum Forlagsins og er það þriðja útgáfa þessa meistaraverks á íslensku í þýðingu Guðbergs Bergssonar. -pbb Fyrsta heftið í myndasöguröð danska teiknarans Peters Madsen eftir nor- rænni goðafræði er komið út í annarri útgáfu. Á sínum tíma komu út fjögur hefti í þessum bálki á íslensku en þau eru nú orðin fimmtán í dönsku frumút- gáfunni. Sú rándýra og alræmda kvikmynd sem gerð var eftir fjórða og fimmta heftinu var ein af fyrstu talsettu kvikmyndunum hér á landi og var sýnd í Laugarásbíói. Hún kom aldrei út á myndbandi og lengi hafa áhugasamir leitað frumeintaksins eða sýningareintaka. Þar til það finnst geta menn ornað sér við endurút- gáfuna á fyrsta heftinu og þau fjögur sem komu út á síðustu öld. -pbb Tvær nýjar bækur frá MárquesGoðheimar Madsens  Bókadómur Furðustrandir eFtir arnald indriðason F urðustrandir gerast að hausti til þessa örfáu daga sem Arnaldur hefur í viðtölum sagt að hann hafi þjappað þremur sögum á, án þess þó að þess gæti á nokkurn hátt í sögunum utan þess að í Myrká og Svörtuloftum vitum við að Er- lendur er horfinn á fornar heimaslóðir – ef ég man rétt. Arnaldssafnið í hillum mínum er rýrt, mín eintök af sögum hans hafa jafnharðan horfið í spenntan og skyldurækan lesenda- hóp. Engin ástæða er að ætla annað en að nú bíði menn spenntir: Hvað er Erlendur að bauka á Austfjörðum – í sinni gömlu heima- sveit? Jú, hann liggur í rústinni af heimili sínu, nærist mest á samlokum, kaffi og síg- arettum, á hann sækja svipir fortíðar. Við fáum loks heildstæða lýsingu á því hvernig þeir bræður voru hætt komnir í aftakaveðri, bróðir hans týndist þar í hlíðum Harðskafa og hefur aldrei fundist. En heimsókn Erlends afhjúpar líka af- stöðu hins alvitra sölumanns til fram- kvæmda þar eystra, það er svolítil predik- un í upphafi verksins sem víkur brátt fyrir forvitni okkar manns um aðrar svaðilfarir: hörmulegri göngu breskra hermanna milli fjarða sem kostaði marga þeirra lífið og inn í þá sögu læðir Arnaldur hvarfi konu. Erlend- ur þræðir sögu hennar, nánast sem einhvers konar sárabót, sáluhjálp fyrir sitt „hvarf“, bróðurinn sem ekki er fundinn. Atburðarásin í þessari sögu er hæg, helst að keyrt sé milli bæja, talað við gamalt fólk, púslað saman ástarsögu sem endaði með Uppgjör Erlends á Austfjörðum  Furðustrandir Arnaldur Indriðason 301 bls. Vaka Helgafell 44 bækur Helgin 5.-7. nóvember 2010  Bókadómar kiljulistinn Sænski spennusagna- meistarinn Henning Mankell skaust beint á toppinn á kiljulista Eymundsson með Dans- kennarinn snýr aftur Stíllinn er þungur, hægur, víða fallegur og Arnaldur yrkir hér enn föður- arfinn og heldur áfram viðfangsefni í annan lið: Hvernig fórst okkur þegar borgin, bæirnir, þorpin köll- uðu okkur úr sveitinni? hatri, týndum sálum. Stíllinn er þungur, hægur, víða fallegur og Arnaldur yrkir hér enn föðurarfinn og heldur áfram viðfangs- efni í annan lið: Hvernig fórst okkur þegar borgin, bæirnir, þorpin kölluðu okkur úr sveitinni? Miðaldra karlmaður leitar að rót- um sínum og finnur bara lítinn bíl sem hann ásældist sem barn, svo lítinn að hann rúm- aðist í litlum lófa inni í vettlingi þegar þeir bræður hröktust um í hríðinni sem varð að lokum öðrum þeirra að aldurtila. Og skildi hinn eftir með ævilanga sekt. Sumt í heimsókn höfundarins til stríðs- áranna í einangruðum dal eystra kom á óvart: Þar hefur enginn faðir sett upp jóla- sveinahúfu til að gleðja syni sína, og með hvaða lyfi voru menn „sprautaðir niður“ á þeim árum? Eins og oft áður er nákvæm rannsókn á tilteknu fyrirbæri einn sterk- asti grunnurinn undir sögunni: ofkæling og áhrif hennar á manninn. Líkast til mætti svo þræða ferðir Erlendar um firði þar aust- ur frá, merkja leið hans á kort. Samfélags- myndin er ekki skýr, hann leitast meira við að lýsa aðstæðum aldraðra því öll eru vitnin við háan aldur. Það er fáránlegt að stilla þessari sögu í þrep annarra bóka hans. Hér er allt sem vin- ir þessa aflukta heims einsemdar og slysa í mannheimum vilja lesa. Reykjavíkin er fjarri, hér liggja leiðir hans um yfirgefnar sveitir til íbúa sem eru að hverfa yfir móð- una. Nútíminn sem glittir í er framkvæmdir við álver og stærstu stíflu landsins og okkur lærist að hvorugt mannvirkið er þessum þumbaralega löggumanni og höfundi hans að skapi. Og svo lesum við um síðir að Er- lendur er reiðubúinn að grípa til örþrifaráða sem eru utan við lög manna, og líka að hann finnur þau tákn sem færa honum frið. Sagan er því vel kompóneruð um tvær leitir sem leiða tvo menn að sömu niðurstöðu. Arnaldur er furðunaskur höfundur: Hann undirbyggir vel, stillir sig í frásögninni, jafnvel um skelfilega viðburði sem verða því áhrifameiri sem hann er fáorðari. Of- kælingin teygir sig um alla þræði sögunn- ar sem þema sem sýnir hversu merkilegur byggingameistari hann er orðinn, vandaður í einni stórri líkingu um alla fleti sögunn- ar. Það greinir hann frá öðrum íslenskum krimmahöfundum. Þá leikur hann sér í þessari sögu með yfirskilvitlega kafla sem dýpka söguna, vekja forvitni og spennu. Og eftir lifir spurningin: Hver er ferðalangur- inn í afdalnum sem les sál bróðurins unga sem síðan týnist í hríðinni? Aðfaranótt mánudags var bókabúð í miðborginni opin sérstaklega til að áhugasamir lesendur Arnalds Indriða- sonar gætu náð sér í eintak af Furðu- ströndum, hans fjórtándu skáldsögu. Þeir sem voru svo langsoltnir eftir nýjum fréttum af austurferð Erlends, sem hefur límt saman tvær síðustu bækur Arnalds, hafa því lagst til hvílu með nýjan Arnald og gamlan Erlend sér við hlið og lesið sig inn í morguninn. Arnaldur Indriðason Furðunaskur höfundur, undirbyggir vel, stillir sig í frásögninni, jafnvel um skelfilega viðburði sem verða því áhrifameiri sem hann er fáorðaðri. Gerður Kristný er vaxandi skáld, hefur tekið örugg og ósvíf- in skref fram veginn til fulls þroska. Hún er sýnilega skarp- gagnrýnin á sjálfa sig, er ekki í hökt- andi endurtekningu eins og mörg íslensk ljóðskáld, læst inni í sí-eltum minnum og myndum. Hún leiðir sitt hjól státin eftir veginum og í þessu öryggi með sitt er fólgin dýrmæt af- staða, þor, dirfska. Í nýrri ljóðabók, bálki, tekst hún á við merkilegt við- fangsefni, sögubrot úr goðafræðinni, en kjarninn er sam- mannlegur og sögu- legur, brottnám konu í fjandabyggð, þrælkun. Gerður tek- ur efnið engum vett- lingatökum, sveigir það af styrk inn í forna hefð án þess þó að eltast við fyrnsku, ljóðmæli hennar eru auðskiljanleg en skreytt nýyrðingum, lifandi máli en þó með hinum sígilda svip Bessastaðaskól- ans sem þeir bestu fylgdu, Jónas, Jó- hann, Snorri ... allir strákarnir okkar. Blóðhófnir er merkilegur og miskunnarlaus bálkur. Hann leiðir í ljós lifandi um- sköpun nútíma- konu á fornum arfi, djúpa tjáningu og skilning á máli og mynd, miðli og miði. Á sama tíma og verkið ógnar manni í tökum skálds- ins þá gleðst lesandinn yfir verkinu og glæsileika þess. Þetta er flott vinna, metnaðarfullt verk sem heppnast mjög vel. Auðvitað leggst lesandinn í breyt- ingar: t.d. felldi ég viðskeyttan greini í lestrinum oftar en einu sinni mér til einberrar skemmt- unar – sjá hvað allt breytist þá. Þrátt fyr- ir hann er þetta tær lyrik og epísk í senn. Sannarlega eitt best heppnaða skáldverk þessa árs. -pbb Frjósemi fornra minna  Blóðhófnir Gerður Kristný 120 bls. Mál og menning Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.