Fréttatíminn - 05.11.2010, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 05.11.2010, Blaðsíða 38
Þ etta voru undantekning- arlítið alveg vímulausar reisur, það tilheyrði auð- vitað. Bubbi hefur marg- sagt frá sinni edrú og AA- mennsku; reyndar lét hann næstum aldrei hjá líða í lok jólatónleika sinna á Hrauninu að móralísera dálítið yfir föngunum, á vinsamlegan hátt þó eins og var kópérað í sjónvarpsþáttunum „Fangavaktinni“ sem sýndir voru á Stöð tvö. Hann sagði að flestir á staðn- um væru fastir í vítahring ofneyslu og glæpa, en að það væri til leið út: „Sæk- iði AA-fundina sem eru haldnir hérna strákar!“ Ég man þó tvær undantekn- ingar frá vímuleysinu í jólaferðunum austur. Rauður í kinnum með Bubba og KK Um Einar Má Guðmundsson og KK, trúbadúrinn og vin minn Kristján Kristjánsson, held ég tæpast að ég sé að upplýsa leyndarmál þótt ég segi að þeir áttu eftir síðar að feta tólfspora slóðina; Einar Már hefur í amk. þrem- ur verkum fjallað um einmitt sína edrúmennsku, og KK hefur ekki legið á henni heldur. En það var tveimur- þremur árum eftir að við fórum saman á Hraunið, og í eitt af fáum skiptum sem Bubbi var lauslega fallinn úr sínu neyslubindindi. Við sóttum KK inn í Álfheima og þegar hann var kominn inn í bílinn dró annaðhvort hann eða Bubbi jónu úr fórum sínum, þeir höfðu greinilega talað sig saman um þetta fyrirfram því það þurfti ekkert að segja, svo soguðu þeir ofan í sig heita reykjarbólstra og biðu með þá ofan í sér um hríð eins og tíðkast, blésu loks frá sér og þá man ég að Bubbi leit í aug- un á mér og sagði: „Núna eru jól hjá okkur KK.“ Svo var jónan látin ganga og ég tók einn eða tvo smóka eins og aðrir og hélt ofan í mér og hef eflaust orðið örlítið rauður í framan eins og aðrir en önnur áhrif fann ég næstum ekki. Sem betur fer því að ég hef aldrei verið mikið fyrir kannabisreyk, hann hefur einhvernveginn aldrei átt við mig. Þetta hefur auðvitað oft verið í kringum mig í gegnum áratugina en ég fann snemma inná að þetta væri ekki mín víma; henni fylgdi gjarnan einhverskonar óöryggi og svimatil- finning, mér fannst ég missa yfirstjórn yfir sjálfum mér og vald á því sem mér finnst ég þurfa að ráða yfir, ef ég fann þá til einhvers; ég ímyndaði mér líka stundum að þessi fjandans reykur dygði ekki á mig; það þyrfti meira til. Og ég man ekki til þess heldur að aðrir í bílnum yrðu skakkir, við tókum bara gigg eins og vanalega; mjög fínt núna, enda tvö söngvaskáld í föruneytinu og hvorugt vildi að hitt skyggði á sig. Tvær stórar jónur En svo var það nokkrum árum seinna, þeir Bubbi og Denni og tveir eða þrír í viðbót sóttu mig í Hlíðarnar, svo var endað uppi í Grafarvogi þar sem Einar Már bjó og lagt á heiðina;ferðin full- mönnuð. Og einhver dró upp tvær stórar jónur. Það var kveikt í þarna fremst í bílnum og menn héldu ofan í sér og svo var önnur jónan fljótlega komin í sætaröðina þar sem við Einar Már vorum og við soguðum að okkur hinum til samlætis og urðum dálítið rauðir í framan og bíllinn malaði áleið- is upp á heiðina og mér fannst það væri þögn í bíln um en sá þó að Bubbi var að skiptast á orðum við einhvern þarna fremst og jónan gekk eitthvað á milli okkar nafnanna, ég man það snarkaði mikið í jónunni þegar maður dró að sér reykinn, kannski voru fræ í blöndunni, en svo sá ég að Bubbi var að horfa á okkur nafnana og hann sagði: „Þið skuluð fara varlega í þetta strákar, þetta er mjög heví stöff.“ Og hann hafði varla fyrr sleppt orð- inu en mér fannst einsog það væri þrifið í mig og mér snúið í hringi eins og einhver væri að búa sig undir að slöngva mér út í geiminn. Og þetta var hroðalega óþægileg tilfinning. Alveg eins og ég væri á valdi bíómyndaeff- ekta þá hljómuðu raddir bjagaðar og bergmálandi í kringum mig, stundum eins og í órafjarlægð en stundum eins og inni í eyrunum og þá mjög hávær- ar, sérstaklega var ég alveg að ærast ef það var hlegið í bílnum. Ég vonaði að þetta liði hratt hjá og fannst eins og það hlyti að gerast, svona eins og svimakast sem maður hristir af sér, og innan skamms þótti mér sem ég væri að komast til sjálfs mín og létti við það, en þá var aftur gripið í mig, það átti að slöngva mér út í geim. Ég er þá svona mikill hænuhaus á fíkni- efni. Þessi ferð var eins og lyfjaslung- in reisa Hunters S. Thompson og lög- fræðingsins hans í „Fear and Loathing in Las Vegas“, þeirri fínu skáldsögu - það vantaði bara að ég sæi orma og skrímsli skríða út úr vitum samferða- manna í bílnum. Þegar ég á einhvern hátt komst til sjálfs mín, sem varði aldrei lengi í einu, fylltist ég miklum kvíða yfir því að sjá að við nálguðumst staðinn æ meir, innan skamms yrðum við komnir, og svona eins og ástandið var á mér langaði mig ekki til að ganga inn í ríkisfangelsið. Einar Már skrýtnastur allra En við vorum komnir. Bílstjórinn ýtti á nokkurskonar dyrabjöllu þegar komið var að hliði á rammgerðu girðingunni kringum staðinn: „Bubbi og félagar!“ „Gerið svo vel strákar mínir.“ Hlið- grindin seig til hliðar með traustlegu urgi, svo var ekið inn í port, upp að dyrum. Fyrst var stoppað í framhýsi þar sem var afdrep fangavarða, þetta var nýtt og allt dálítið tæknilegt með fullt af sjónvarpsskjám sem sýndu inn í mismunandi vistarverur bygginganna. Þær voru að taka algerum stakka- skiptum; eftir flóttatilraunir síðustu ára var ákveðið að breyta staðnum úr heimilislegum letigarði úti á landi í alvöru fangelsi eins og þau þekkjast úr bíómyndunum; fast við hlið gömlu húsanna var risin stærðar bygging með turni og öllu; varðturni þar sem sá yfir svæðið og glerhjúpur efst; í am- erískum myndum eru alltaf verðir með öfluga riffla uppi í svona turnum og horfa haukfránum augum yfir svæð- ið, reiðubúnir að plaffa á þá sem eru með stæla eða reyna að flýja. Ég var enn fullur óþæginda yfir þessum sví- virðilegu áhrifum sem ég var undir; hafði fundist þeim létta af mér þegar ég steig út úr bílnum og kom út í vetr- arsvalann, en þetta hreif mig með sér fljótt aftur, einsog ég hefði lent í hring- iðu; ég leit upp á nýja turninn og hann tók þegar að snúast fyrir ofan mig. Inni í varðmannaskýlinu var boðið upp á svart kaffi og nóakonfekt; ég sturtaði í mig kaffi og bruddi nokkra konfekt- mola, í von um að sykurinn og kaffið myndu færa mér orku til að standa af mér þennan hvirfilbyl. Bubbi hafði orð fyrir okkur, ég horfði á hann og hlust- Hélaðir á Hrauninu Einari Kárason segir skrautlegar sögur af enn skrautlegri samferða- mönnum í nýrri bók sinni. Jólin á Hrauninu er einn þeirra kafla. Einar Kárason er einn af mestu núlifandi sagnameisturum landsins. Í nýrri bók „Mér er skemmt“ segir hann af ævintýrum úr eigin lífi af fádæma krafti og einlægni. Hér er gripið niður í kafla sem heitir „Jólin á Hrauninu“ þar sem koma meðal annars við sögu KK, Bubbi og Einar Már Guðmundsson. m ag gi @ 12 og 3. is 4 11 .0 08 Batik • Bíldshöfða 16 • 110 Reykjavík • Sími 557 2200 • sala@batik.is • www.batik.is 38 bækur Helgin 5.-7. nóvember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.