Fréttatíminn - 05.11.2010, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 05.11.2010, Blaðsíða 28
minn í Sjálfstæðisflokknum sagði mér einu sinni glottandi að stundum hefðu mál verið samþykkt með einu atkvæði gegn 24! Við vitum vel að formenn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar ráðskuð- ust með þjóðina eins og þeim sýndist í alltof langan tíma. Ekki einasta með því að styðja ólöglega innrás í fjarlægt ríki, heldur með hinu rangláta kvótakerfi og það sem allra verst var – með vali sínu á þeim þóknanlegum mönnum til að fá ríkisbanka svo til gefins. Þá voru að mínu áliti teknar gríðarlega verðmæt- ar þjóðareignir og afhentar fáeinum ófyrirleitnum mönnum. Nú eigum við að borga fyrir afglöp – svo að ekki sé meira sagt – þeirra.“ Hvað segir það um Íslendinga að þeir kusu ítrekað sömu menn til valda, og höfðu til dæmis komið vinum og ættingj- um í góð störf hjá ríkinu og handvalið hverjir fengu að kaupa ríkisfyrirtæki? „Það bendir til siðferðisbrests og skorts á dómgreind, – nema það sama fólk hafi ætlað sér að gæta þess að vera í hin- um þóknanlega hópi sem nýtur fyrir- greiðslunnar. Eða kannski af ótta við að vera haft útundan. Það er ekkert sér- íslenskt fyrirbæri að velja sér þá þægi- legu leið að fylgja valdinu og koma sér í mjúkinn hjá því. Í Austur-Þýskalandi grínuðust menn með að þar hefði eng- inn verið nasisti eftir að vald Hitlers féll og svo enginn kommúnisti eftir að hinn svokallaði kommúnismi féll! Ef við ætl- um okkur að rétta við þjóðfélag okkar, er lykilatriði að losa okkur við spillta stjórnmálamenn.“ Smæð þjóðarinnar og klíkustríðin Getur verið að smæð þjóðarinnar dæmi hana til endalausra innbyrðis vígaferla sterkra afla? Kolkrabbi gegn Smokkfiski, Davíð og fylgismenn gegn Baugi? „Nei, fámenni þjóðarinnar er engin afsökun fyrir því sundurlyndi sem hefur löngum skaðað okkur. Auðvitað má segja að því fylgi meira návígi, en það hefur líka marga kosti. Þjóðremba okkar hefur hins vegar beinst að því að halda að við séum ekki smáríki, heldur einhvers konar afburðafólk. Kannastu ekki við upphrópunina: BEST Í HEIMI. „Látum vera lítið ríki / með fáu fólki“ segir í Bókinni um veginn og dyggð- ina. Fámennið gefur okkur tækifæri til að hittast persónulega og horfast í augu. Það ætti að hjálpa okkur að leysa ágreining, ef við lærum að hlusta og hugsa, ef við lærum sanngirni og skyn- semi. En því verður að fylgja að hætta þeim eilífa klíkuskap sem hér ræður ríkjum og hefur leitt til alltof mikillar og alltof algengrar vanhæfni.“ Er innganga í Evrópusambandið aðferð til að komast í stærra andlegt umhverfi og minnka áhrif svona klíkustríða á allt samfélagið? „Ég er Evrópusinni og fer ekki dult með það. Ég ólst upp í norrænni Evr- ópuþjóð og tel að það eigi þjóðin að vera en ekki einhvers konar taglhnýtingur Bandaríkjanna. Stórveldi hugsa ein- ungis um eigin hagsmuni, aldrei um aðra. Menningarlega eigum við heima í Evrópu. Evrópusambandið hófst sem friðarhreyfing, til þess bókstaflega að bjarga álfunni frá eilífum deilum og togstreitu. Það hefur tekist undravel. Fornir fjendur ákváðu að vinna saman. Af því getum við lært. Auðvitað hefur svo stór samsteypa sína galla, einkum H ann er skáld, fyrrverandi prófessor við Háskóla Íslands, forystumað- ur hjálparsamtakanna Spes, sem láta gott af sér leiða í Vestur-Afríku, svo fátt eitt sé nefnt. Njörður P. Njarðvík er líka maður sem er óhræddur við að láta skoðanir sínar í ljós, kveða fast að orði og færa rök fyrir máli sínu. Í nýjustu bók sinni, Spegill þjóðar, beinir hann sjónum að stöðu Íslands, veltir fyrir sér af hverju þjóðin lét afvegaleiðast og hvað má betur fara. Myndin sem hann dregur upp er óvægin og kjarnyrt, eins og við var að búast af hans hálfu. Þú rifjar upp í bókinni þau orð vinar þíns Haraldar Björnssonar leikara um þjóðina að „90 prósent eru fífl, og við hin í stöðugri smithættu“. Við lestur bókar- innar fær maður á tilfinninguna að ekki sé laust við að þú sért sammála þessum dómi Haraldar. Passar það? „Nei, ekki er það rétt. Haraldur átti það til að vera talsverður æringi og hafði gaman af því að ganga fram af fólki. Og ummæli hans takmörkuðust ekki við íslenska þjóð, heldur mannkynið. Ég segi hins vegar í bókinni að sann- leikskornið í orðum hans felist í smit- hættunni. Þórbergur talaði um land for- heimskunnar. Það geri ég ekki. Hins vegar er stundum hægt að haga sér eins og fífl án þess að vera það, eink- um þegar maður apar fíflaskapinn eftir öðrum. Okkur er því miður gjarnt að smitast af því einkennilega fyrirbæri „tíðarandanum“ og þá brenglast oftlega dómgreind okkar. Við erum því miður oft blind á okkur sjálf af því að okkur er ekki tamt að horfa inn á við. Allir vita auðvitað að enginn getur lifað um efni fram til lengdar. Fyrr eða síðar kemur að skuldadögum. Í bókinni kalla ég það reyndar ekki fíflaskap heldur flottræfilshátt að stofna til skulda fyrir algerlega óþarfan lúxus. Það hafa alltof margir gert. En ég segi líka að ýmsir aðrir hafi orðið leiksoppar að ósekju vegna óbilgirni annarra og með því fólki hef ég samúð.“ Ísland er ekki lýðveldi Háttsettur stjórnmálamaður í Tógó ræddi einu sinni við þig það sem honum fannst undarlegar hugmyndir Evrópu- manna um lýðræði, „að 51% ráði öllu og 49% engu.“ Tókum við Íslendingar þetta fyrirkomulag ekki enn lengra þann tíma sem Sjálfstæðisflokkurinn stýrði landinu með stuðningi mun smærri flokka? Mót- aði þá ekki stærsti minnihlutinn, Sjálf- stæðisflokkurinn með um 40 prósentna fylgi, samfélag okkar nákvæmlega á þann veg sem foringjum hans þóknaðist í krafti yfirburða í stjórnarsamstarfinu hverju sinni? „Ég fullyrði beinum orðum í bókinni, og hafði reyndar áður gert í blaða- grein, að Ísland sé ekki lýðveldi. Það sé flokksveldi þegar best lætur, en oftar en ekki allt að því alræði tveggja flokks- foringja – og jafnvel eins. Kunningi „Við verðum að hætta að hafa dauðasyndir að leiðarljósi“ Njörður P. Njarðvík skáld hefur sett á bók vangaveltur um af hverju íslensk þjóð lenti á þeim villigötum sem hún er nú stödd á. Í viðtali við Jón Kaldal ræðir hann vafningalaust vanda stjórnmálanna og nauðsyn þess að þjóðin horfist í augu við sjálfa sig. Ljósmyndir/Teitur Það er ekkert séríslenskt fyrirbæri að velja sér þá þægilegu leið að fylgja valdinu og koma sér í mjúkinn hjá því. Framhald á síðu 30 28 viðtal Helgin 5.-7. nóvember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.