Fréttatíminn - 01.10.2010, Side 4

Fréttatíminn - 01.10.2010, Side 4
Með tárin í augunum af álagi og reynsluleysi Jón Gnarr útskýrir af hverju Besta flokknum finnst sjálfsagt að greiða laun vegna þeirra miklu vinnu sem varaborgarfulltrúar sinna. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag @frettatiminn.is Reykjavík Besti flokkurinn Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt HELGARBLAÐ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is DR Gunni er umBoðsmAður neytendA ABendinGAr oG kvArtAnir: drGunni@centrum.is Svona kapall var meira en helmingi ódýrari hjá Símabæ en Símanum, en hækkaði svo um helming við að vera sendur í póstkröfu. Fúl út í Póst og Síma Sólveig er hvorki ánægð með Íslandspóst né Síma. Hún skrifar: „Sem pirraður neytandi veigra ég mér ekki við því að skipta um þjónustuaðila ef mér þykir á mér brotið og spara iðulega með því að leita lægsta verðsins. Ég keypti mér nýlega gagnakapal fyrir Sony Ericsson-síma sem kostar hjá Símanum 3.990 krónur. Mér fannst það heldur mikið og gerði því litla óformlega verðkönnun á netinu. Það borgaði sig klárlega og ég fann sama kapal hjá Símabæ á litlar 1.490 krónur. Verandi ekki í höfuðborginni pantaði ég gripinn í vefverslun Símabæjar og fékk hann sendan í póstkröfu. Sendingarkostnaður kom mér þó heldur betur á óvart þar sem ég fékk að borga heilar 1.205 krónur í sendingarkostnað af einu venjulegu umslagi af stærðinni A5 sem náði ekki 50 g þyngd! Það mætti halda að Pósturinn væru þarna að reyna að sporna við viðleitni minni til að spara með því að kaupa af samkeppnisaðila Símans, og ég sem hélt að þetta væri ekki lengur eitt og sama fyrirtækið.“ Símabær (www.simabaer.is) hefur löngum verið góður kostur og má mæla með þeirri verslun. Það er dýrt að fá sent í póstkröfu. Það kostar 500 krónur ofan á sendingargjald sem alltaf er reiknað af einu kílói lágmark, alveg sama hvað pakkinn er þungur. Þess ber þó að geta að hlutir sendir í póstkröfu eru í ábyrgð. Sólveig hefði getað sparað meira en þúsund kall hefði hún greitt kapalinn með korti og látið senda sér hann í venjulegum bréfapósti. Slík sending kostar 75 krónur, en þá hefði kapallinn reyndar ekki verið sendur í ábyrgð. Gunnar Hjálmarsson drgunni@centrum.is 4 fréttir Helgin 1.-3. október 2010 „Þegar við fulltrúar Besta flokksins hófum störf fyrir borgina vissum við ekki muninn á ráði og nefndum,“ segir Jón Gnarr borgarstjóri. „Fólk réð sig í einhver störf en hafði ekki hugmynd um hvort greitt væri fyrir þau eða hvað þeim fylgdi mikil vinna.“ Hann segir að fólk hafi orðið kríthvítt í framan og fengið tár í augun af álaginu. „Því öll erum við venjulegt fólk og höf- um aldrei komið neitt nálægt borgarmál- um, ekkert af okkur. Þetta er svo nýtt fyrir okkur öllum.“ Arkitektinn Páll Hjaltason, fyrsti varaborgarfulltrúi flokksins, hafi til að mynda tekið að sér ýmis störf án þess að spyrja um laun. Besta flokknum finnist sanngjarnt að borga fyrir unnin störf og styðji því að laun fyrstu varaborgarfulltrúa hafi verið færð í fyrra horf, eftir að hafa verið lækkuð frá 1. júní. Borgarfulltrúar Besta flokksins vissu þó ekki að hækka ætti launin þegar það var gert 17. september síðastliðinn. Það kom þeim einnig á óvart að Hanna Birna Kristjánsdóttir, forseti borgarstjórnar, gagnrýndi launahækkunina. Þeir töldu að allir flokkar væru sáttir við að færa launin í fyrra horf. Jón skrifar samskiptaleysið milli Besta flokksins og Samfylkingarinnar þennan dag á eigin reikning og reynsluleysi full- trúa Besta flokksins. „Dagur Bergþóruson og Eggertsson er mikill indælismaður og hefur verið okkur haukur í horni,“ segir hann. „En ég ítreka að við erum engin hliðardeild í Samfylkingunni – við erum eiginlega svolítið annað.“ Viðtal við borgarstjóra á bls. 22-23 Jón Gnarr þvertekur fyrir að Besti flokkurinn sé angi af Samfylkingunni. Ljósmynd/Hari Umvafin þjónustu Rekstrarþjónusta Skyggnis Borgartúni 37 | 105 Reykjavík | Sími 516 1000 | skyggnir.is Hafðu samband við söluráðgjafa Skyggnis til að fá frekari upplýsingar um rekstrar­ þjónustu Skyggnis. Síminn er 516 1000 og netfangið: sala@skyggnir.is Treystu okkur fyrir heildarrekstri tölvukerfa þinna og þú getur áhyggjulaus tryggt viðskiptavinum þínum gæði og framúrskarandi þjónustu. Við umvefjum þig þjónustu og pössum að tölvukerfi þín séu til reiðu þegar þú vinnur og vökum yfir þeim þegar þú sefur. Skyggnir - Rekstrarþjónusta án aukareikninga. H 2 H Ö N N U N Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna og formaður nefndarinnar sem fjallaði um hvort sækja ætti ráðherra við hrunið til saka, liggur nú undir feldi og íhugar. „Ummælin gagnvart mér og nefndinni pirra mig,“ segir hann hreinskilnislega. „Kannski er rétt að þjóðin fái nú tækifæri til að láta til sín taka og að boðað verði til kosninga,“ segir Atli. Trúnaður milli þingmanna Vinstri grænna og leiðtoga Samfylkingar- innar skaðaðist að hans sögn við gagnrýni Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á sig og nefndina sem og af atkvæðagreiðslunni um ákærurnar. Hefði ekki verið póli- tískur vilji til að ákæra þingmenn, hefði ekki átt að setja nefndina af stað. Spurður hvort hann gæti eftir kosningar hugsað sér að setjast aftur að stjórnarborðinu með Sam- fylkingunni, vill hann ekkert um það segja en nefnir þó að það séu ekki miklir möguleikar í stöðunni nú. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þing- flokksformaður Samfylkingarinnar, segir alþingiskosningar ekki tíma- bærar þótt Atli og nefndin hans hafi verið gagnrýnd: „Þetta var, eins og alþjóð veit, okkur öllum erfið ákvörðun og erfitt mál að fjalla um og afgreiða. Nú er það að baki. Þá er ekki annað að gera en að taka okkur saman í andlitinu og taka til við að sinna verkefnunum sem bíða.“ Hún segir að Samfylkingin hafi allan tímann búið við hótanir þingmanna Vinstri grænna um að komið sé nóg. „En við erum í þessu stjórnarsam- starfi með ákveðinn stjórnarsátt- mála og enginn er af baki dottinn í hópi Samfylkingarinnar.“ Alþingi í sárum Rafmagnað andrúmsloft er á þingi og það er í sárum eftir að ljóst varð að Geir H. Haarde, fyrrverandi for- sætisráðherra, yrði einn af fjórum ákærður fyrir landsdómi vegna hrunsins. „Reiði sjálfstæðismanna beinist að Samfylkingarþingmönnum,“ segir Atli, og þótt Einar Kristinn Guðfinnsson, Sjálfstæðisflokki, hafi neitað því að samkomulag hafi verið milli flokkanna um að greiða ekki at- kvæði með því að ákæra ráðherrana fyrrverandi, telur Atli enn að svo hafi verið: „Allavega voru sjálfstæð- ismenn pollrólegir og vissir um að allt yrði fellt, en þegar það var ekki gert spratt þessi mikla reiði upp.“ Þá segir hann að sjálfstæðismenn séu reiðir framsóknarmönnunum Siv Friðleifsdóttur og Birki Jóni Jóns- syni. Hún vildi ekki tjá sig og ekki náðist í hann. Ósæmilegar dylgjur Þórunn er óhress með mat Atla: „Mér finnst þetta ósæmilegar dylgj- ur. Það lá fyrir í upphafi að hver og einn einasti myndi vega og meta einn og sjálfur hvernig hann eða hún greiddi atkvæði og þannig var það. Við vissum í raun ekki hvernig málið lá fyrr en daginn sem það var afgreitt.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, þing- flokksformaður Sjálfstæðisflokks- ins, aftekur einnig að samkomulag hafi verið milli flokkanna. Allir hafi reynt að kortleggja stöðuna, ekki síst Vinstri grænir. Hins vegar segir hún að sjálfstæðismenn séu sárir og reiðir og að trúnaðarbrestur sé milli Sjálfstæðisflokks og margra. Þingið rúið trausti, vilja kosningar „Ég ber ekki mikið traust til Atla Gíslasonar. Það hefur komið fram í máli okkar þingmanna að við erum afar hugsi og reið yfir þessum málalokum. Mér finnst þessi niður- staða vera þinginu og Atla til minnk- unar. Málið er allt hið ömurlegasta,“ segir Ragnheiður Elín. Ótækt sé að höfða málið gegn einum manni. Hún sé mest hissa á því að ekki hafi verið gerð krafa um að málið yrði endurflutt. „Ég er algjörlega á því að við ættum að ganga til kosninga,“ segir hún. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, vill einnig kosningar og segir Alþingi rúið trausti: „Ég er ekki viss um að Alþingi fái traustið að nýju með kosningum. Það verður ekki nema með betri stöðu heimila.“ Vinna verði að því. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksfor- maður Hreyfingarinnar, vill einnig kosningar þar sem Alþingi ráði ekki við landsdómsmálið. Alþingi þurfi að vera leitt af fólki sem almenn- ingur vilji að leiði það. „Ég kalla eftir því að fólk hætti að vera mýs og sýni manndóm. “ Ákall á kosningar alþinGi Atli GíslAson huGleiðir Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, hugleiðir hvort komið sé að því að boða til kosninga. Ekki spurning, segja Birgitta Jónsdóttir úr Hreyfingunni.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.