Fréttatíminn - 01.10.2010, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 01.10.2010, Blaðsíða 6
L itla syni Þórunnar Gísladóttur og Þórarins Arnars Sævars-sonar lá á að komast í heim- inn um miðjan ágúst. „Ég kenndi mér smá meins um sexleytið að morgni og hugsaði með mér að nú væri ég komin af stað. Ég hringdi upp á fæðingardeild og var spurð hver tíminn væri á milli hríða. Ég lagði á og ætlaði að mæla tímann en sofnaði,“ segir Þórunn. „Ég vaknaði nálægt hálf sjö og þá fórum við að huga að því að koma dóttur okkar í pössun. Við hringdum í vin okkar og báðum hann að koma. Við ætluðum svo í rólegheitum upp á spítala. Ég fann hins vegar fljótt að ég gat lítið hreyft mig og bað um sjúkrabíl. Þá áttaði ég mig á því að hríðirnar yrðu ekki fleiri en þessi eina klukkan sex. Nú var ég farin að rembast.“ Biðu eftir andardrættinum Dóttir þeirra, Alexandra Björk tæplega fimm ára, vaknaði á þess- ari stundu ogt skreið upp í fangið á pabba sínum sem var í óðaönn að taka á móti syninum. „Hún stóð sig vel þótt hún hræddist hljóðin í móður sinni.“ Bjallan hringdi og litla stúlkan stökk upp til að hleypa vini þeirra hjóna inn og hrópaði: „Ekki fara á neðri hæðina. Þar er svo mik- ill hávaði.“ Hlutirnir gerðust hratt og litli drengurinn kom í heiminn rétt fyrir klukkan sjö að morgni, sautján merkur og 54 sentimetrar á lengd, eftir um fimmtán mínútna átök. „Ég leit út um gluggann. Sólin var að koma upp og veðrið var yndis- legt. Þetta var svo falleg stund,“ seg- ir Þórunn. „Mér leið vel. Það greip mig engin hræðsla við að eignast hann svo óvænt heima þótt reynslan hafi vissulega verið sérstök. En ég viðurkenni að alveg fram á síðustu mínútu var ég á leiðinni upp á spítala að eignast hann.“ Þórarinn maður hennar segir tvennt ólíkt að taka á móti barninu sínu eða vera áhorfandi að fæðing- unni. „Ég lagði meira af mörkum í þetta sinn. Þessi reynsla er svo dýrmæt og í hana nælir maður ekki allajafna þótt maður svo gjarna vildi. Eftir á að hyggja mæli ég nú heldur með heimafæðingu en spítalafæð- ingu fyrir heilbrigð börn. Við vorum laus við allt rót. En ég verð nú samt að segja að ef eitthvað hefði komið upp á hefði ekki verið gott að vera einn.“ Þau hjónin segja að eina stundin sem þau hafi fundið til ótta hafi verið þegar drengurinn var fæddur og ekkert heyrðist í honum. „Þá varð hver sekúnda löng,“ segja þau bæði og Þórunn bætir við: „Ég var þó ekki alveg meðvituð um þetta; var enn að ná andanum eftir þessa reynslu og heyrði þá manninn minn segja að ekkert heyrðist í honum – en svo kom það.“ Þórunn fékk litla drenginn í fang- ið og hann tók strax brjóst. Þá höfðu þau hjónin ekki klippt á naflastreng- inn. „Við höfðum engan aðbúnað til þess, en í því komu sjúkraflutninga- menn heim og hjálpuðu okkur.“ Litli drengurinn fær nafnið Arngrímur Flóki eftir rúma viku. Fæddist sjálf á ógnarhraða Þórunn segir að enginn hafi búist við því að sonurinn kæmi svo hratt í heiminn þótt hún hafi nú ekki getað útilokað það, þar sem hún sjálf kom í heiminn með hraði snemma á átt- unda áratugnum. „Mamma var að ryksuga stofuna í Sólheimum 24 og sjúkraflutningamennirnir voru rétt komnir og náðu að taka á móti mér þegar ég skaust í heiminn.“ Þórunn útilokar ekki skipulagða heimafæðingu eftir þessa einstöku upplifun en það gerði hún áður. Spurð um viðbrögð vinkvennanna segir hún brosandi að þær tali um drenginn sem sápustykkið en bætir svo við: „Ein vinkona mín sagði nú við mig að þetta væri yndisleg saga sem myndi fylgja fjölskyldunni alla tíð.“ LÖGREGLAN fJÁRSVIKAMÁLSígildar gerSemar Hundrað ára einSemd eftir Gabriel García Márquez í þýðingu Guðbergs Bergssonar lér konungur eftir William Shakespeare í nýrri þýðingu Þórarins Eldjárns Verk sem allir ættu að eiga, lesa og njóta! www.forlagid.is Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is FóLksFjÖLGuN HeIMAfæðInG 6 fréttir Helgin 1.-3. október 2010 Fæddi barn á fimmtán mínútum í heimahúsi Þórunn Gísladóttir fæddist með hraði í Sólheimunum í Reykjavík á áttunda áratugnum. Nú í haust fékk hún að upplifa hvernig móður hennar leið þegar hún fæddist, því eftir eina hríð og þrjá rembinga var sonur hennar kominn í heiminn, heima og í hendur föður síns. Fæðing Arngríms Flóka verður greipt í minni fjölskyldunnar. Hann fæddist heima og tók Þórarinn faðir hans á móti honum. Hér er litli snáðinn með móður sinni Þórunni og systur Alexöndru Björk. Ljósmynd/Hari Þessi reynsla er svo dýrmæt og í hana nælir maður ekki alla- jafna þótt maður svo gjarna vildi Steingrímur Þór Ólafsson var handtekinn í Venesúela á mánudag grunaður um aðild að stórfelldu fjár- svikamáli þar sem um 270 milljónir króna voru sviknar út úr ríkissjóði með tilhæfulausum endurgreiðslum á virðisaukaskatti. Málið er talið tengjast fíkniefnaviðskiptum á ein- hvern hátt. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lög- maður gætir hagsmuna Steingríms og hann telur handtökuna ytra hafa verið óþarfa og til þess fallna að tefja rannsókn málsins þar sem skjólstæðingur hans hafi verið á leið til Íslands þegar för hans hafi verið stöðvuð. „Maðurinn er með hreina saka- skrá og það er ekkert sem tengir hann við fíkniefni eða fíkniefnainn- flutning. Hann sagðist koma alveg af fjöllum varðandi þessar ásakanir um þátttöku í þessum fjársvikum og ætlaði að koma heim og hreinsa sig af þessum ásökunum,“ segir Vilhjálmur. Steingrímur var á leið frá Venesúela til Íslands þegar hann var tekinn fastur en fyrir sitja sex einstaklingar í varðhaldi hérlendis í tengslum við rannsókn málsins. -ÞÞ Ætlaði til Íslands að hreinsa nafn sitt Steingrímur Þór Ólafsson handtekinn í Venesúela. Hafnar aðild að meintum fíkniefnaviðskiptum. Steingrímur Þór Ólafsson var handtekinn í Venesúela að beiðni lögregluyfirvalda á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.