Fréttatíminn - 01.10.2010, Qupperneq 8
FR ÉT TATÍMIN N 1. október 20108 fréttir
„Það er bara dagaspursmál hvenær
áin rífur vegarslóðann inn að Bá-
sum í sundur. Þá kemst enginn
þangað nema á risajeppum,“ segir
Reynir Þór Sigurðsson, skálavörður
í Básum, í samtali við Fréttatímann.
Hann hefur dvalið í Þórsmörk un-
danfarnar vikur og fylgst með Kros-
sá vaxa ásmegin og ryðjast fram í
áttina inn að Álfakirkju.
Reynir Þór segir ástandið grafal-
varlegt. „Þetta er ótrúlega vinsælt
svæði. Mér telst svo til að síðasta
hálfa mánuðinn hafi tæplega þú-
sund manns heimsótt Bása. Það er
frábært miðað við árstíma,“ segir
hann og bætir við að fjölmargir hafi
lifibrauð sitt af því að ferja ferða-
menn inn í Þórsmörk og þeir séu
órólegir.
Aðspurður hvað sé til ráða segir
Reynir Þór að tvennt sé í stöðunni:
Annars vegar þurfi að byggja var-
nargarð til langframa, til viðbótar
þeim sem nú liggur að Álfakirkju.
Bráðabirgðalausn sé að fá jarðýtu og
breyta farvegi Krossár. Það dugi þó
ekki nema tímabundið.
„Þetta liggur hjá Landgræðslunni og
Vegagerðinni. Ábyrgðin á þessum
vegi er þeirra,“ segir Reynir Þór.
Sveinn Runólfsson landgræðs-
lustjóri segir í samtali við Fréttatí-
mann að hans fólk sé á varðbergi
gagnvart vaxtavöxtum í Krossá.
„Annars er þetta nú bara þannig
með náttúruna að Drottinn gefur
og Drottinn tekur. Hann er að taka
núna,“ segir Sveinn.
Hreinn Haraldsson vegamálstjóri
segir vel fylgst með málum inni í
Þórsmörk. „Það gerist ekki að þessi
vegur lokist. Auðvitað getur það
gerst tímabundið en við munum sjá
til þess að þessi vegur inn í Bása
haldist opinn til frambúðar,“ segir
Hreinn.
oskar@frettatiminn.is
Óttast að Krossá loki Básum
Skálavörður er uggandi yfir útivistarparadísinni Básum í Þórmörk. Vegarslóðinn er í hættu vegna
vatnavaxta. Hann krefst aðgerða strax til að vernda aðgengi ferðamanna að þessum fallega stað.
Vefverslun:
handverkshusid.is
GJAFABRÉF
Akureyri
Kaupangi Sími: 461 1112
Reykjavík
Bolholt 4, Sími: 555 1212
Gerðu jólagjafirnar
í höndunum!
Á NÁMSKEIÐI
Hnífasmíði
Silfurleir
Víravirki skart
Tréútskurður
Tálgað í tré
Gler Tiffanys
Silfurkeðjur
Skráning í síma:
555-1212 Reykjavík
461-1112 Akureyri
Á ELDHÚSBORÐINU
Tólin á afslætti til 9. okt.:
Handverksbækur – 20%
Fjölnota slípivél – 20%
Silfurleirsett – 10%
Tálgusett – 20%
Nýherji hf. Borgartún 37 Sími 569 7700 www.nyherji.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
3
8
0
7
Helstu IBM sérfræðingar á Norðurlöndum
leiða þig inn í framtíðina
• IBM System x Intel netþjónar
• IBM gagnageymslulausnir
• IBM Tivoli afritunar-, aðgangs- og öryggishugbúnaður
• IBM Power, Unix og AS/400 netþjónar
19 erindi frá 10 sérfræðingum IBM, CCP, Arrow, NetApp og Nýherja
Dagskrá og skráning á www.nyherji.is
Ráðstefna Nýherja og IBM | Hótel Örk 7. október 2010
Comes to You 2010
HELGARBLAÐ
Sími 531 3300
Hópur fólks kom saman í gærkvöld
fyrir framan Alþingishúsið með
friðsamleg mótmæli í huga. Hug-
myndin var að leggjast til svefns til
þess að vekja athygli á því að gatan
bíður nú fjölda fólks sem er við það
að missa húsnæði sitt.
„Um fjörutíu manns hafa boðað
komu sína með svefnpoka og svo
ætla miklu fleiri að koma við og
sýna þannig stuðning sinn,“ sagði
Steinar Immanúel Sörensen, einn
forsprakka svefnpokahópsins, á fim-
mtudag. „Við ætlum bara að sofa úti;
í svefnpokum, kraftgöllum, umvafin
teppum, svona eins og hver annar
sem þarf að gista á götunni.“
Steinar segir þolinmæði fólks á
þrotum og að þetta verði síðustu
friðsamlegu mótmælin. Hann gerir
þó ekki ráð fyrir að valdhafar gefi
svefnpokamótmælendunum mikinn
gaum. „Það er svo dofið þetta fólk
að það hálfa væri nóg, en þetta hefur
vakið athygli út á við og fjölmiðlar
hafa sýnt okkur áhuga. Þetta verða
örugglega síðustu friðsamlegu
mótmælin; mér heyrist á fólki að
það sé alveg búið að fá nóg og finn-
ist þau ekki virka. Núna ætlum við
samt bara að koma saman, reyna
að kveikja einhvern eld og fá okkur
kaffi saman. Síðan reynum við bara
að sofna þegar við verðum þreytt.“
Kristján Loftur Bjarnason, félagi
Steinars, segist hafa hent hugmyn-
dina að þessum mótmælum á lofti
eftir að hann heyrði Alvar Óskars-
son öryrkja viðra hana í símatíma á
Útvarpi Sögu. Kristján tekur undir
með Steinari og spáir því að friðsam-
legum mótmælum sé hér með lokið.
Öllum ráðum verði að beita til þess
að koma ráðamönnum þjóðarinnar
frá.
MÓTMÆLI: Þolinmæði mótmælenda er á Þrotum Þeir ætla að sofa fyrir framan Þinghúsið
Síðustu friðsamlegu mótmælin
stund fyrir stríð
Kristján Loftur Bjarnason kannaði svefnstæði sitt kvöldið fyrir gistimótmælanóttina. FT/TeiTur Jónasson