Fréttatíminn - 01.10.2010, Qupperneq 12

Fréttatíminn - 01.10.2010, Qupperneq 12
Ekki hefur tekist að fá lífeyrissjóðina til að fjármagna Vaðlaheiðargöng og því frestast útboð þeirra. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, gerði ráð fyrir því að hægt væri að bjóða verkið út í ágúst og hefja framkvæmdir í sama mánuði eða í september. Ögmundur Jónasson, nýr sam- göngu- og sveitarstjórnarmálaráðherra, hefur nú fengið Kristján til að semja við lífeyrissjóðina um fjármögnun Vaðlaheiðarganga og síðasta áfanga Suðurstrandarvegar. Ögmundur hyggst einnig fylgja áætlunum sem gerðar voru í tíð forverans, segir aðstoðarmaður hans, Einar Árnason. Hann segir sam- gönguráðuneytið búast við að verktakinn sem verði hlutskarpastur í útboði um Vaðlaheiðargöng þurfi hálft til eitt ár til að undirbúa verkið áður en fram- kvæmdir hefjist. Það byggir ráðuneytið á mati Gísla Eiríkssonar, umdæmisstjóra Vegagerðarinnar á Ísafirði. Samkvæmt heimildum Fréttatímans líst lífeyrissjóðunum illa á að sérstakt hlutafélag hafi verið stofnað um göngin nyrðra, rétt eins og um síðasta áfanga Suðurstrandarvegar. Það minnki ábyrgð ríkisins ef illa fer. Lífeyrissjóðirnir vilji því hærri vexti á fjárfestingar sínar. Verktakafyrirtæki hafa kvartað yfir framkvæmdaleysi ríkisstjórnarinnar og að fá verk séu boðin út. Kristján svaraði þeim í fréttum RÚV í byrjun júlí og sagði að þau þyrftu vart að bíða mikið lengur. Útboð Vaðlaheiðarganga og framkvæmdir væru handan við hornið. Þá sagði hann einnig að nokkur verk á samgönguáætlun yrðu tilbúin til útboðs í haust. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri nefnir fjögur verk á samþykktri sam- gönguáætlun ársins 2011 sem hann vilji bjóða út nú í haust svo að þau komist til framkvæmda á nýju ári og jafnvel eitt- hvað fyrir áramót. Þarna er um að ræða fyrrnefndan síðasta áfanga Suðurstrand- arvegar, brú á Ysta-Rjúkanda á Jökuldal, undirgöng við Grænás á Reykjanesbraut og Vestfjarðaveg um Skálanes, þó aðeins um þrjá kílómetra. Stefnt er að því að fá lífeyrissjóðina einnig til að fjármagna undirgöngin. Kristján Möller sendur að sækja fé í Vaðlaheiðargöng Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag @frettatiminn.is Samgöngur ÖGmundur færir fyrirrennArAnum verkefni Laugardagur tiL Lukku! aðeins á morgun, Laugardag. opnum kL. 10:00. dúndurtilboð – taktu daginn frá! HúsgagnaHöLLin • bíldshöfða 20 • reykjavík • sími 585 7200 • laugardagur til lukku - OPið 10-18 Kemur Suðurnesja-kreppan til þín? Í næstu viku munu jafnmargir missa heimili sín á Suðurnesjum og gerðu allt árið í fyrra. Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og félagssviðs Reykjanesbæjar segir litið fram hjá vanda fjölskyldna á Suðurnesjum. Sóknarpresturinn vill að landsmenn spyrji sig hvort þeir eigi eftir að standa í sporum Suðurnesjabúa. Landsmenn þurfa að spyrja sig hvort kreppuástandið á Suð-urnesjum sé forsmekkurinn að því sem koma skal í öðrum lands- hlutum,“ segir Skúli Sigurður Ólafs- son sóknarprestur á svæðinu. Nærri hundrað eignir fara á loka- uppboð hjá sýslumanninum í Kefla- vík í næstu viku. Aldrei hafa fleiri misst heimili sín á Suðurnesjum á einni viku. Þórólfur Halldórs- son, sýslumaður í Keflavík, segir ljóst að hlutfallslega séu tífalt fleiri nauðungarsölur á Suðurnesjum en í Reykjavík, Mosfellsbæ og Seltjarn- arnesi samanlagt, sem heyra undir embætti sýslumannsins í Reykjavík. „Þetta verður mjög erfið vika hér,“ segir Þórólfur. „Ég hef ekki orðið var við að margir hafi náð að afstýra lokauppboðum þótt þeir hafi nýtt sér fresti, og reikna ekki með því núna.“ Um næstu mánaðamót geta þeir landsmenn sem eru við það að missa húsin sín ekki lengur frestað uppboðunum. Jafnmörg uppboð og í Reykjavík Uppboð á Suðurnesjum hafa marg- faldast á milli ára, en í fyrra voru 96 eignir boðnar upp. Aðeins fjögurra eigna munur er á nauðungarsölum hjá sýslumanninum í Reykjavík, sem bauð upp 228 eignir, og sýslu- manninum í Keflavík, sem setti 224 undir hamarinn, fram til 15. septem- ber á þessu ári. Það sést á yfirliti yfir nauðungarsölur sem birtust á síðu umboðsmanns skuldara í vikunni. Þórólfur hefur reiknað út að fjöl- skyldur hafi átt 79% þessara 224 eigna. Aðeins sautján uppboð hafi farið fram á atvinnuhúsnæði á árinu. Aðrar íbúðir hafi verið í eigu verktaka. Sambærilegar tölur hjá sýslumanninum í Reykjavík liggja ekki fyrir en þar verða einnig hátt í hundrað eignir settar á lokauppboð í næstu viku. Hjördís Árnadóttir, framkvæmda- stjóri fjölskyldu- og félagssviðs Reykjanesbæjar, segir ástandið á Suðurnesjum bagalegt. „Hér situr fólk ekki við sama borð og annars staðar og það virðist ekki viður- kennt,“ segir hún. „Allir eru mjög beygðir vegna ástandsins.“ Það snertir að hennar sögn millistéttina æ meir enda atvinnuleysið í bæjar- félaginu meira en í öðrum sveitar- félögum. Nú þarf líka hópur karl- manna yfir fertugu að reiða sig á fé frá sveitarfélaginu vegna þess að þeir hafa verið atvinnulausir í þrjú ár eða meira. „Þeir fá frá rúmum 115 þúsund krónum á mánuði til 190 þúsunda séu þeir með fjölskyldu. Þetta er neyðarúrræði og lægsta framfærslu- þrepið og allir sjá að þetta getur ekki gengið,“ segir hún og bendir á að skellurinn hafi komið þegar Varnar- liðið fór fyrir fjórum árum. Kreppan hófst þegar herinn fór „Við misstum hérna á annað þúsund störf og þau hafa ekki verið bætt þótt okkur hafi tekist að klóra í bakkann í stuttan tíma,“ segir Hjördís, og undir það tekur sýslu- maðurinn Þórólfur: „Kreppan hefur hirt alla uppbyggingu hér eftir fyrra áfallið sem varð þegar herinn fór.“ Atvinnuleysið mælist nú 7,3% á landinu en 11% á Suðunesjum. Hæst fór það í 15% þar í febrúar síðast- liðnum. Verkefni sem stóðust ekki væntingar Skúli Sigurður sóknarprestur segir að kreppan á Suðurnesjum frá því herinn fór hafi verið falin undir bygginga- og vegaframkvæmdum. „Við fengum óskaplegan skell og þegar bólan sprakk stóð fólk illa.“ Hann segir að nýju atvinnutækifærin sem stefnt hafi verið að á svæðinu hafi alls ekki staðið undir vænting- um. „Verkefnin hafa verið umdeild; álver, herþotur og einkarekinn spítali. Allt eru þetta mál sem eru á jaðri þess að vera viðurkennd og samþykkt og nú þegar ríkisstjórnin er skipuð þessum [vinstri]flokkum hefur þetta ekki gengið upp og á meðan svo er blæðir þessu samfé- lagi út,“ segir Skúli. -gag 12 fréttir Helgin 1.-3. október 2010
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.